Dæmdur fyrir misþyrmingar á föngum 11. september 2004 00:01 Bandarískur hermaður var í dag dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hermaðurinn brotnaði saman í réttarsalnum og sagðist bera fulla ábyrgð á gerðum sínum. Alls átta bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma Írökum í fangelsinu illræmda. Armin Cruz, tuttugu og fjögurra ára hermaður í sérstakri njósnasveit Bandaríkjahers, er annar í röðinni til að hljóta dóm. Hann var lækkaður í tign, þarf að sitja átta mánuði í fangelsi og var rekinn úr hernum með skömm. Cruz sagði við yfirheyrslur áður en hann var dæmdur í dag að hann bæri fulla ábyrgð á gerðum sínum, hann hafi vitað að hann væri að gera rangt en gæti þó ekki skýrt af hverju hann hagaði sér með þessum hætti. Lögmaður Cruz segir að hann hafi á þessum tíma þjáðst af streitu því aðeins mánuði áður en hann varð uppvís að því að misþyrma föngunum, hafi tveir félagar hans látist í sprengingu. Hann segir skjólstæðing sinn stríðshetju sem hafi hlotið bronsstjörnuna og purpurahjartað og særst í sprengjuáráa. „Hann lagði sitt af mörkum til stríðsreksturs Bandaríkjastjórnar sem þakkar sér frelsun Íraks. Hann tók þátt í honum og þótt hann hafi gert mistök varðandi þessa þrjá íröksku fanga á hann hrós skilið fyrir framlag sitt til frelsunar Íraks,“ sagði lögmaður Cruz á blaðamannafundi eftir að dómurinn féll. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Bandarískur hermaður var í dag dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hermaðurinn brotnaði saman í réttarsalnum og sagðist bera fulla ábyrgð á gerðum sínum. Alls átta bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma Írökum í fangelsinu illræmda. Armin Cruz, tuttugu og fjögurra ára hermaður í sérstakri njósnasveit Bandaríkjahers, er annar í röðinni til að hljóta dóm. Hann var lækkaður í tign, þarf að sitja átta mánuði í fangelsi og var rekinn úr hernum með skömm. Cruz sagði við yfirheyrslur áður en hann var dæmdur í dag að hann bæri fulla ábyrgð á gerðum sínum, hann hafi vitað að hann væri að gera rangt en gæti þó ekki skýrt af hverju hann hagaði sér með þessum hætti. Lögmaður Cruz segir að hann hafi á þessum tíma þjáðst af streitu því aðeins mánuði áður en hann varð uppvís að því að misþyrma föngunum, hafi tveir félagar hans látist í sprengingu. Hann segir skjólstæðing sinn stríðshetju sem hafi hlotið bronsstjörnuna og purpurahjartað og særst í sprengjuáráa. „Hann lagði sitt af mörkum til stríðsreksturs Bandaríkjastjórnar sem þakkar sér frelsun Íraks. Hann tók þátt í honum og þótt hann hafi gert mistök varðandi þessa þrjá íröksku fanga á hann hrós skilið fyrir framlag sitt til frelsunar Íraks,“ sagði lögmaður Cruz á blaðamannafundi eftir að dómurinn féll.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira