Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira