Ekki 75%-skilyrði 1944 13. júní 2004 00:01 Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar