Skoðun

Hættur heimsins virða engin landa­mæri

Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað.

Skoðun

Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum

Ingibjörg Isaksen skrifar

Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag.

Skoðun

Yfir­gangur, yfir­læti og enda­stöð Strætó

Axel Hall skrifar

Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum.

Skoðun

Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í með­höndlun fíknivanda og áhættuhegðunar

Svala Jóhannesdóttir og Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifa

Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega.

Skoðun

Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónar­mið í hafstjórn

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar

Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030.

Skoðun

Skapandi menntun skilar raun­veru­legum árangri

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Kennarar sjá daglega hve mikil forréttindi felast í því að fá að vinna með börnum og ungmennum. Starfið er krefjandi og oft erfitt, en það er líka fullt af gleði og litlum sigrum sem minna mann á hvers vegna það er svo mikilvægt.

Skoðun

Sex ára sátt­máli

Davíð Þorláksson skrifar

Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun.

Skoðun

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun

Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast

Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar

Helsta ástæða þessarar greinar er sú að þótt ég eigi danska frændur og vini og þyki frekar vænt um Dani, erum við að verða vitni hér á vest-norræna svæðinu að því sem virðist vera slæm Stokkhólmeinkenni, gleymska á eigin sögu og pólitísk undarlegheit, sem er til vansa.

Skoðun

Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin

Hilmar Harðarson skrifar

Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum.

Skoðun

Pjattkratar taka til

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá.

Skoðun

Sumt er bara ekki hægt að rök­ræða

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um.

Skoðun

Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla

Jökull Sólberg Auðunsson skrifar

Í ágúst ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Til samanburðar eru vextir í Bandaríkjunum um 4% og á evrusvæðinu um 2%. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er raunvaxtastigið á Íslandi um 3,7%, á meðan það er nálægt núlli hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar.

Skoðun

Háskóla­sam­félagið geri skyldu sína strax, stjórn­völd hafa brugðist

Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifa

Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögunum út skýrslu rannsóknanefndar þar sem fram kemur að Ísrael fremji meðvitað og markvisst þjóðarmorð á Gaza.

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir og Sigrún Jónsdóttir skrifa

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista í borginni, mælist vinsælasti borgarfulltrúinn ár eftir ár. Samkvæmt Borgarvita Maskínu í ágúst 2025, telja um 90% kjósenda flokksins Sönnu hafa staðið sig best allra borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili.

Skoðun

Græðgin í for­grunni

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd.

Skoðun

Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, ADHD, lesblinda, málþroskaröskun o.fl. en alltof stutt í að skapa úrræði sem breyta daglegu lífi barnanna.

Skoðun

Sterk staða Hafnar­fjarðar

Orri Björnsson skrifar

Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014.

Skoðun

Bless bless jafn­launa­vottun

Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar

Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði.

Skoðun

Heiðurs­gestur Við­reisnar vill heims­veldi

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire).

Skoðun

Veð­mál barna – hættu­legur leikur sem hægt er að stöðva

Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar

Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum.

Skoðun

Allt leikur í um­burðar­lyndi – eða hvað?

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar

Umburðarlyndi hefur mér alltaf fundist einstaklega fallegt orð í íslensku máli. Orð sem við ættum öll að tileinka okkur og merking þess ætti alltaf að vera ríkjandi í samfélaginu okkar. Flest höfum við heyrt talað um að „sýna umburðarlyndi.“ En hvað þýðir þetta orð í raun og veru?

Skoðun

Lyfja­fræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar

Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur.

Skoðun