Fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02 Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50 Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50 Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12 Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09 „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Innlent 4.11.2025 13:01 Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46 Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38 Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Í hádegisfréttum fjöllum við um uppsagnirnar hjá Icelandair sem ráðist var í í morgun. Innlent 4.11.2025 11:32 Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28 „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23 Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20 Ölvaður en ekki barnaníðingur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk. Innlent 4.11.2025 10:53 Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54 Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Innlent 4.11.2025 07:59 Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Erlent 4.11.2025 07:45 Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna. Erlent 4.11.2025 07:16 Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en aðeins hvassari á Vestfjörðum í fyrstu. Veður 4.11.2025 07:11 Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. Erlent 4.11.2025 06:52 Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. Innlent 4.11.2025 06:47 Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Erlent 3.11.2025 23:01 Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Erlent 3.11.2025 21:14 Lögreglan innsiglaði Flóka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi. Innlent 3.11.2025 20:22 „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Innlent 3.11.2025 19:58 Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. Innlent 3.11.2025 18:33 Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3.11.2025 18:14 Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 3.11.2025 18:08 Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu Íslands er að sækja slasaðan mann um borð í erlendan togara sem staddur er djúpt austur af landinu. Flugvél gæslunnar verður einnig flogið á svæðið. Innlent 3.11.2025 18:01 Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. Innlent 3.11.2025 17:49 Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Bergþór Ólason hefur tekið sæti Miðflokksins í forsætisnefnd Alþingis í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Þá skellti þingflokkurinn sér saman til Washington á dögunum. Innlent 3.11.2025 17:17 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02
Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50
Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50
Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12
Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09
„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Innlent 4.11.2025 13:01
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46
Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38
Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Í hádegisfréttum fjöllum við um uppsagnirnar hjá Icelandair sem ráðist var í í morgun. Innlent 4.11.2025 11:32
Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28
„Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23
Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20
Ölvaður en ekki barnaníðingur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk. Innlent 4.11.2025 10:53
Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54
Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Innlent 4.11.2025 07:59
Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Erlent 4.11.2025 07:45
Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna. Erlent 4.11.2025 07:16
Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en aðeins hvassari á Vestfjörðum í fyrstu. Veður 4.11.2025 07:11
Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. Erlent 4.11.2025 06:52
Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. Innlent 4.11.2025 06:47
Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Erlent 3.11.2025 23:01
Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Erlent 3.11.2025 21:14
Lögreglan innsiglaði Flóka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi. Innlent 3.11.2025 20:22
„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Innlent 3.11.2025 19:58
Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. Innlent 3.11.2025 18:33
Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3.11.2025 18:14
Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 3.11.2025 18:08
Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu Íslands er að sækja slasaðan mann um borð í erlendan togara sem staddur er djúpt austur af landinu. Flugvél gæslunnar verður einnig flogið á svæðið. Innlent 3.11.2025 18:01
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. Innlent 3.11.2025 17:49
Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Bergþór Ólason hefur tekið sæti Miðflokksins í forsætisnefnd Alþingis í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Þá skellti þingflokkurinn sér saman til Washington á dögunum. Innlent 3.11.2025 17:17