Fréttir

Bein út­sending: Trump á­varpar alls­herjar­þingið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu.

Erlent

Benti á mikil­vægi fyrir­mynda þegar kæmi að jafn­réttis­málum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins.

Innlent

Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina

Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu.

Erlent

Mæla hik­laust með lyfinu á með­göngu ef þörf þykir á

Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. 

Innlent

Hrædd um að brennu­vargur gangi laus í bænum

Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.

Innlent

Vara við svikapóstum frá Ríkis­skatt­stjóra

Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki.

Innlent

Ferðum af­lýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaup­manna­höfn

Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play.

Innlent

Fóru með fleipur um ein­hverfu og bólu­efni

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun.

Erlent

Ætlar að fækka sveitar­fé­lögum fyrir kosningar

Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu.

Innlent

Að­eins helmingur telur sig við góða heilsu

Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða.

Innlent

„Al­var­legasta á­rásin gegn dönskum inn­viðum til þessa“

Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð.

Erlent

Upp­lifir að þau hafi verið leidd í gildru

Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast.

Innlent