Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2016 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson stóð uppi sem sigurvegari í hinni umdeildu kosningu. vísir/anton brink Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent