Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32 Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Innlent 18.12.2025 21:01 Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. Innlent 18.12.2025 20:30 Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Innlent 18.12.2025 18:59 Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir. Innlent 18.12.2025 13:52 Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Innlent 18.12.2025 12:02 Stóra myndin í fjárlögum Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Skoðun 18.12.2025 08:03 Takmarka fjölda nemenda utan EES Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Innlent 17.12.2025 23:02 Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. Innlent 17.12.2025 22:11 Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Innlent 17.12.2025 22:11 Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel. Innlent 17.12.2025 20:08 Stofnunum fækkar um tuttugu Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu. Innlent 17.12.2025 15:32 Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17.12.2025 15:30 „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55 Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. Innlent 17.12.2025 10:48 Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það. Innlent 17.12.2025 10:47 Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Innlent 16.12.2025 23:00 „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16.12.2025 22:37 „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29 Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13 Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26 Ísland er á réttri leið Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Skoðun 16.12.2025 08:30 Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39 Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44 Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Eigendur húsbréfa á pappír, sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði fyrir árið 2004, eru hvattir til að leysa þau út gegn greiðslu hjá Fjársýslu ríkisins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:03 Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15.12.2025 06:32 Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 65 ›
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32
Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Innlent 18.12.2025 21:01
Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. Innlent 18.12.2025 20:30
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Innlent 18.12.2025 18:59
Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir. Innlent 18.12.2025 13:52
Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Innlent 18.12.2025 12:02
Stóra myndin í fjárlögum Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Skoðun 18.12.2025 08:03
Takmarka fjölda nemenda utan EES Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Innlent 17.12.2025 23:02
Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. Innlent 17.12.2025 22:11
Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Innlent 17.12.2025 22:11
Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel. Innlent 17.12.2025 20:08
Stofnunum fækkar um tuttugu Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu. Innlent 17.12.2025 15:32
Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17.12.2025 15:30
„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55
Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. Innlent 17.12.2025 10:48
Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það. Innlent 17.12.2025 10:47
Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Innlent 16.12.2025 23:00
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16.12.2025 22:37
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26
Ísland er á réttri leið Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Skoðun 16.12.2025 08:30
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44
Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Eigendur húsbréfa á pappír, sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði fyrir árið 2004, eru hvattir til að leysa þau út gegn greiðslu hjá Fjársýslu ríkisins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:03
Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15.12.2025 06:32
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00