Reykjavík

Fréttamynd

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri.

Innlent
Fréttamynd

FM Belfast bætir við auka­tón­leikum

FM Belfast mun bæta við aukatónleikum í Austurbæjarbíói þann 17. október eftir að tónleikar þeirra 18. október seldust upp á örskammri stundu og færri komust að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Kalla grímuklæddu mennina til yfir­heyrslu

Lögreglunni hafa borist upplýsingar um hverjir sex grímuklæddir menn sem réðust á einn í Breiðholti í gærkvöldi eru. Til stendur að kalla þá til yfirheyrslu vegna líkamsárásarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Manneklan er víða

Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sleppt lausum eftir yfir­heyrslu

Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í próf­kjör, borgar­full­trúar undir feldi og hugsan­lega sótt að Heiðu

Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í í­búð í Bakka­hverfi

Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega.

Innlent
Fréttamynd

Móðir í Breið­holti hjólar 5.000 kíló­metra

Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól.

Skoðun
Fréttamynd

Peninga­kassa stolið af hóteli í mið­bæ Reykja­víkur

Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Breyta Hlöðunni í fræðslu­setur fyrir 88 milljónir

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að hefja innkaupaferli og framkvæmdir við hina svokölluðu Hlöðu í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum og breyta henni í sérstakt fræðslurými. Eftir „rýni í framkvæmdaáætlun“ er heildarkostnaður við verkið nú áætlaður 88 milljónir í stað 115 milljóna. Borgarfulltrúar meirihlutans fagna framkvæmdinni á meðan borgarfulltrúar í minnihluta telji hana vart geta talist forgangsverkefni í núverandi árferði.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Innlent