Reykjavík

Fréttamynd

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálf­stæðis­flokknum í Reykja­vík

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Skyggnst inn í Hegningar­húsið

Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um.

Innlent
Fréttamynd

Bird skellt í lás

Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggjum fyrir síðustu kaup­endur

Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi gesta á vellinum myndi tak­markast við 5000

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðkomuleiðum að Laugardalsvelli vegna skólaþorpsins sem á að reisa við völlinn. Fjöldi gesta á viðburðum á vellinum, hvort sem um ræði knattspyrnuleiki eða tónleika, myndi takmarkast við fimm þúsund manns yrði af breytingunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna

Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sam­bíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova

Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrifin séu ekki til komin vegna fram­boðs í borginni

Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð.

Innlent
Fréttamynd

Líf og Dóra í nýjum hlut­verkum út kjör­tíma­bilið

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festing í fólki

Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug

Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð.

Innlent
Fréttamynd

Loka Breið­holts­braut alla helgina

Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.

Innlent