Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. 13.8.2025 12:01
Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 12.8.2025 18:02
Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. 12.8.2025 12:46
Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. 11.8.2025 18:01
Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau endurtekið ofbeldi. Hálfbróðir konunnar krefst þess að hún verði svipt erfðarétti sínum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 30.7.2025 18:00
Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. 30.7.2025 14:41
Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis. 29.7.2025 18:00
Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu. 18.7.2025 18:01
Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Grindvíkingar lokuðu veginum að Bláa Lóninu í dag og mótmæltu lokun bæjarins. Við fylgjumst með mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í íbúum sem segja að gosið við Sundhnúksgíga ógni bænum ekki. Þá heyrum við einnig í lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem liggur undir mikilli gagnrýni. 17.7.2025 17:46
Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir. 16.7.2025 18:01