Fallegt og ekkert smágos Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. 16.7.2025 06:39
Vaktin: Enn eitt eldgosið hafið á Reykjanesskaga Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. 16.7.2025 01:22
Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Banna á ljósabekki á Íslandi segir húðlæknir. Árlega valdi notkun þeirra fleiri krabbameinum en sígarettur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 15.7.2025 18:00
Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig 15.7.2025 12:13
Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni. 14.7.2025 18:02
Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. 14.7.2025 11:22
Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi. 4.7.2025 18:01
Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. 4.7.2025 12:59
Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Þrátt fyrir áframhaldandi ræðuhöld á Alþingi virðast viðræður meiri- og minnihlutans um þinglok mjakast áfram. Við ræðum við fyrrverandi hæstaréttardómara um hnútinn á þingi og förum yfir stöðu mála í beinni í kvöldfréttum á Sýn. 3.7.2025 18:02
Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. 3.7.2025 13:35