Telur ólíklegt að samningar náist á morgun í kjaradeilu ljósmæðra Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að ummæli Bjarna Benediktssonar í gær hjálpi ekki til. 6.5.2018 14:54
Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. 5.5.2018 19:30
Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. 1.5.2018 20:00
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. 1.5.2018 19:30
Viðræður hafnar um nýtt vatnsból á Suðurnesjum HS Orka á í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um staðsetningu fyrir nýja framtíðarvatnsveitu svæðisins. 1.5.2018 14:15
Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. 1.5.2018 13:45
Tvær launahækkanir og eingreiðslur Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara 22.4.2018 19:15
Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Íslendingar ættu að leggja aukna áherslu á landgræðslu, skógrækt og innlendan landbúnað vegna umhverfissjónarmiða. Umhverfis- og orkumál voru efst á baugi í stefnuræðu formanns Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. 22.4.2018 19:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22.4.2018 12:54
Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning: „Ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur“ Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi. 22.4.2018 09:05