varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvalfjarðargangaleið með Miklubraut og borgarlínu

Samfylkingin kynnti helstu áherslumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í Gamla Bíó í dag. Efst á lista eru fyrirætlanir um að ráðast strax í framkvæmdir við borgarlínu og að Miklabraut verði samhliða sett í stokk.

Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða

Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi.

Langar að læra dans og íslensku

Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni.

Borgaði 2,2 milljónir fyrir flóttann

Ágúst Guðmundsson sem strauk úr fangelsi í Taílandi á dögunum segist ítrekað hafa verið beittur ofbeldi af samföngum. Hann segist hafa mútað landamæravörðum til að komast úr landi og er frelsinu feginn.

Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum

Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum.

Vilja nýta dúkkurnar í starfi með einhverfum

Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum

Úðakerfi hefði verið heppilegt

Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu.

Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf

Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið.

Sjá meira