Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 15:00 Leigjendur geta ekki leigt heimili sitt út á Airbnb verði frumvarp ráðherra að lögum. Vísir/vilhelm Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar. Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar.
Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent