Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. 28.12.2025 20:19
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. 28.12.2025 16:02
Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Ástralskt skemmtiferðaskip, sem er undir rannsókn eftir að hafa skilið konu eftir á eyju þar sem hún lést, strandaði við strendur Papúa Nýju-Gíneu. 28.12.2025 15:51
Þrír létust í óveðrinu Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða. 28.12.2025 11:17
Brigitte Bardot er látin Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum. 28.12.2025 10:19
Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 28.12.2025 09:45
Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Knattspyrnuparið Glódís Perla Viggósdóttir og Kristófer Eggertsson gengu í hjónaband í gær. Brúðkaupið var haldið á Íslandi en parið býr í Þýskalandi. 28.12.2025 09:32
Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu. 27.12.2025 17:59
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 27.12.2025 15:59
Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, á von á öðru barni. Í óléttutilkynningunni þakkar hún sérstaklega Donald Trump Bandaríkjaforseta. 27.12.2025 14:24