Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. 11.11.2025 19:29
Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Lokað hefur verið fyrir innlagnir á legudeild bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum og fjölda skurðaðgerða frestað. Inflúensufaraldur geisar á deildinni. 11.11.2025 17:29
Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Tvö ár eru liðin frá því að rýma þurfti Grindavík með hraði vegna jarðskjálfta, en tímabilið sem fylgdi á eftir hefur einkennst af óvissu og erfiðleikum. Í Grindavíkurkirkju var efnt til samverustundar. 10.11.2025 23:33
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. 10.11.2025 23:20
Fellaskóli vann Skrekk Fellaskóli vann Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra. 10.11.2025 22:29
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10.11.2025 20:27
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10.11.2025 19:01
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. 10.11.2025 18:00
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6.11.2025 21:38
Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Fasteignasalar telja virkni fasteignamarkaðsins litla miðað við árstíma. Fáir mæta í opin hús og er það talið algengt að verð sé lækkað í söluferli. Þá eru vísbendingar um að fyrstu kaupendum sé að fækka. 6.11.2025 21:09