Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allt­um­lykjandi kyn­orkan veitti inn­blásturinn

Dularfullur tónlistarmaður sem kallar sig BLOSSI var að senda frá sér lagið Heim með þér. Þetta er fyrsta lag sem kemur út í nafni BLOSSA, sem segist vera heitasti nýi listamaðurinn í dag.

Var fimm­tán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta er­lenda plötu­samninginn

„Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni.

Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar

Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum

Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma.

„Það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku“

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur ferðast víða um heiminn í starfi sínu og má með sanni segja að tíska hafi mikil áhrif á hennar líf, þar sem hún lifir og hrærist í þeim heimi. Hún býr yfir fjölbreyttum stíl og fylgir engum boðum og bönnum þegar það kemur að klæðaburði. Alísa Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ég var stundum há­skælandi að mála þessi verk“

„Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.

Sjá meira