Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 20:02 Það voru skiljanlega töluverð viðbrigði fyrir Hugrúnu að flytja þvert yfir landið, frá Akureyri yfir á kúabú á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm „Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni. Það sem gerir sögu Hugrúnar nokkuð áhugaverða er að fyrir fimm árum var hún hjúkrunarfræðingur á Akureyri og var síður en svo með það á stefnuskránni að gerast kúabóndi á Suðurlandi. En örlögin gripu í taumana. Vinkonurnar voru efins með ráðahaginn Hugrún er fædd og uppalin á Akureyri. Árið 2020 var hún að læra hjúkrunarfræði í HA og starfaði á sjúkrahúsinu í bænum. Það var þá sem hún komst í kynni við ungan sveitapilt að sunnan, Magnús Örn Sigurjónsson. „Þetta var á þeim tíma sem COVID-faraldurinn var skollinn á og þar af leiðandi var auðvitað mjög mikið álag og stress að vinna á sjúkrahúsinu. Þannig að ég var orðin ansi vinnuþreytt þegar ég kynntist Magnúsi. Magnús er sem sagt uppalinn hérna í Eystri Pétursey og hann keypti búið af foreldrum sínum árið 2017. Hann ætlaði alltaf að verða bóndi – og svo þurfti hann auðvitað að næla sér í konu sem hafði enga reynslu af búskap!“ segir Hugrún hlæjandi. „Ég hafði reyndar verið í sveit þegar ég var lítil, hjá afa mínum sem átti kindur, þannig að ég hafði oft farið í sauðburð og réttir. Ég var alltaf hænd að kindum en þegar kom að kúm þá var það aðeins önnur saga. Ég var alltaf voðalega hrædd við þær og þorði aldrei að fara að skoða þær, fannst þær svo stórar og ógnvekjandi og eitthvað svo miklar hlussur. Ég man að þegar ég var að koma fyrst hingað í sveitina, ég án djóks, læddist meðfram veggjum í fjósinu og það lá við að ég feldi mig á bak við Magnús ef kýrnar nálguðust mig. Það tók mig góðan tíma að venjast þeim. En svo er svo gaman með kýr, þegar maður er að vinna í kringum þær á hverjum degi þá fer maður að taka eftir persónueinkennum hjá hverri og einni. Kýr eru eiginlega svolítið eins og stórir hundar. Þær verða hálfpartinn eins og gæludýrin manns.” @hugrunsig Replying to @Hildur H 🇮🇸 Kýr elska jazz❤️ #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp #cow #jazz ♬ original sound - Sveitadýrðin🌾 Hugrún átti allra síst von á að enda einn daginn sem bóndi á bæ þar sem er mjólkurframleiðsla með 55 árskýr og nautaeldi, en það varð engu að síður raunin. „Við vorum í fjarsambandi í einhvern tíma og svo fórum við að tala um þann möguleika að ég myndi flytjast suður til hans, á æskuheimilið hans. Og það er eiginlega Covid að þakka að ég ákvað bara að slá til og flutti suður um veturinn 2020. Ég hugsa að ef ekki hefði verið fyrir Covid þá hefðum við Magnús aldrei endað sem par. Það er fyndið að hugsa til þess í dag. Örlögin röðuðu þessu einhvern veginn þannig upp að ég endaði í fanginu á honum. Vinkonur mínar voru reyndar með mjög miklar áhyggjur af mér þegar ég sagði þeim frá því að ég væri að flytja, þeim fannst þetta frekar fráleit hugmynd. Þær voru alveg bara: „Bíddu Hugrún, ætlar þú að fara að búa í sveit? Hvernig ætlarðu að lifa af?“ Það var nánast eins og ég væri að fara að flytja á Suðurskautslandið!“ segir Hugrún og bætir við að í dag, fimm árum síðar, hafi viðhorf vinkvenna hennar þó tekið algjörum stakkaskiptum, og hún hafi jafnvel orðið þess áskynja að nokkrar þeirra líti híru auga til lífsins í sveitinni. „Það er allavega klárt mál að þeim finnst örlög mín ekki eins hrikaleg og áður,” segir hún kímin. Á bænum eru meira en 50 kýr- og hver og ein hefur sinn persónuleika. Vísir/Vilhelm Sveitalífið er mikill skóli Það voru skiljanlega töluverð viðbrigði fyrir Hugrúnu að flytja þvert yfir landið, frá Akureyri yfir á kúabú á Suðurlandi. Hún var að eigin sögn blaut á bak við eyrun þegar hún flutti í sveitina og þurfti að setja sig inn í öll daglegu störfin á bænum; læra hluti eins og að mjólka og keyra dráttarvél. „Mér leið eiginlega hálfpartinn eins og leikskólabarni í fyrstu, ég var eins og einhver illa gerður hlutur fyrsta árið. Það tók mig alveg tíma að læra að geta gert hlutina sjálf, ég var búin að búa hérna í einhvern tíma áður en ég treystri mér til mjólka ein. En í dag þori ég alveg að fullyrða að ég er nokkuð sjóuð, og ég þarf allavega ekki að vera með Magnús stöðugt á hinni línunni í símanum á meðan!“ Hún segir það líka hafa tekið hana tíma að venjast því að hafa ekki sama svigrúm og áður til að gera hina og þessa hluti. „Líf okkar Magnúsar fer auðvitað að langstærstum hluta fram hér heima, þetta er fjölskyldufyrirtækið okkar. Þegar þú býrð í sveit þá ertu frekar bundinn því að vera heima, maður skreppur kannski frá í einn eða tvo tíma, en það þarf að fylgjast með kúnum meira og minna allan daginn, þrífa, sinna þeim og passa að þeim líði vel. En svo búum við líka að því að tengdaforeldrar mínir búa hér líka og taka þátt í búskapnum. Þau geta oft leyst okkur af, sem eru ótrúlega mikil lífsgæði. En maður klárar aldrei vinnuna, þú ert eiginlega bara á vakt allan sólarhringinn. En á móti kemur til dæmis að þú hefur ákveðinn sveigjanleika og meiri frítíma yfir daginn. @hugrunsig ,,Þú reddar þessu bara, er það ekki?”💪🏻 #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Damien Hebbard456 En það tók mig alveg langan tíma að venjast því að geta til dæmis ekki bara skroppið út í búð ef það gleymdist að kaupa eitthvað í matinn. Ég þurfti bara að gjöra svo vel og læra að vera útsjónarsöm og skipuleggja matarinnkaup fyrir vikuna. Enda er ég eiginlega orðinn sérfræðingur í því núna að sameina marga hluti í einni ferð, og gera eins mikið og hægt er í einni ferð. Eins með að geta ekki bara skroppið frá til að fara í ræktina eða eitthvað slíkt. En maður vinnur bara með það sem maður hefur, fer út að skokka hérna í nágrenninu, en svo eru nú útiverkin líka heilmikil líkamsrækt út af fyrir sig,” segir Hugrún jafnframt. @hugrunsig She’s clearly figured something out the rest of us haven’t🧘🏽♀️ #fyp ♬ original sound - Animation Domination Hugrún segir það óhjákvæmilegt að maður komist í betri tengingu við náttúruna þegar maður býr í sveit. „Mér finnst til dæmis geggjað að borða lambakjöt og kartöflur sem ég hef ræktað sjálf, og drekka mjólkina beint úr tankinum. Maður fyllist einhverju svona stolti. Og ég held að við Íslendingar megum almennt vera stoltir af landbúnaðarafurðunum okkar. Mér finnst að við megum ekki missa „touchið“ á bak við hvernig maturinn, það sem við látum ofan í okkur, verður til.” Á árum áður tíðkaðist það að borgarbörn væru send til sumardvalar í sveit. Sveitunum var falið uppeldishlutverk við að ala upp þéttbýlisbörn, með því að kenna þeim að vinna, þrífast í reglufestu, umgangast dýr og læra að meta náttúruna. Þessi séríslenski siður er nú svo gott sem liðinn undir lok en Hugrún tekur hiklaust undir með því að sveitalífið geti verið mikill og góður skóli. Hugrún er reynslunni ríkari eftir fimm ár á bænum.Vísir/Vilhelm „Maður lærir að stóla á sjálfan sig og maður öðlast ákveðinn vinnuaga. Ef ég vakna ekki á morgnana og fer út til að gefa dýrunum - þá er enginn annar að fara að gera það. Þetta er ákveðin ábyrgð sem þú færð. Þetta er kannski óvinsæl skoðun, en ég er algjörlega á því að krakkar kunni að meta ábyrgð, að finna fyrir því að þeim sé treyst, að þau hafi hlutverk og ákveðinn tilgang. Ég hef verið dugleg að taka móti krökkum, litlu frændsystkinum mínum og börnum vina minna, og mér finnst frábært að geta gefið þeim þetta tækifæri til að kynnast lífinu í sveitinni og sjá hvernig störfin eru unnin og hvernig hlutirnir virka.” @hugrunsig Vitið þið hvernig mjólkin verður til?🥛 #islenskt #fyrirþigsíða #fyrirþig #fyp #dairycow #farmersoftiktok #farming #cowsoftiktok ♬ original sound - Sveitadýrðin🌾 Hugrún og Magnús eiga soninn Sigurð Árna, sem verður tveggja ára í mars næstkomandi. Sigurður Árni er á öðru árinu og er þegar orðinn vanur sveitastörfunum.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir auðvitað ekkert annað en sveitalífið. Hann er hafður með í öll verk, og er vanur því að koma með okkur í hitt og þetta. Og ég held að það séu ákveðin forréttindi fyrir barn að alast upp í sveit.” @hugrunsig Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja í sveit🫶🏻 #islenskt #fyrirþig #farming #fyp #iceland ♬ Without You Orchestra - the.disk Engin glansmynd Fyrir tæpu ári byrjaði Hugrún að birta myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir og segir frá lífi sínu sem bóndi. „Ég var svona frekar nýbyrjuð inni á Tiktok og fannst alltaf mjög gaman að fylgjast með fólki sýna og segja frá lífi sínu. Og ég fór svona að hugsa: „Hvað get ég gefið af mér?“ Mér datt í hug að það gæti verið gaman að veita fólki innsýn inn í þetta sveitalíf og hvað ég er að gera. Mig langaði líka að geta sýnt fólki hvernig hlutirnir eru gerðir hérna á Íslandi, af því að hérna er þetta aðeins meira „wholesome“ en á þessum risa landbúnaðarstöðum erlendis. Hérlendis eru þetta meira og minna allt fjölskyldubú þar sem þú ert með fimmtíu kýr- en ekki þúsund kýr eins og á mörgum stöðum erlendis. Ég hafði nefnilega séð efni á Tiktok frá fólki erlendis, sem sagt fólki sem býr í sveit, og tók eftir að margir af þeim voru að fá neikvæð viðbrögð og athugasemdir, þá aðallega ásakanir um slæma meðferð á dýrum. Ég var pínu hrædd um að ég ætti eftir að fá einhver slík viðbrögð, en svo voru viðbrögðin ótrúlega jákvæð og skemmtileg og margir voru mjög forvitnir. Ég held að margir af þeim sem eru að fylgja mér á TikTok séu líka fólk sem var í sveit í gamla daga og saknar sveitalífsins, fá þarna einhverja nostalgíu af því að horfa á efnið frá mér.” Myndskeiðin hennar Hugrúnar eru mörg af léttum og skemmtilegum toga og það er alltaf stutt í húmorinn. @hugrunsig Afhverju er allt sem maður borðar eftir djamm bókstaflega það besta sem maður hefur smakkað?😅 #islenskt #fyrirþig #fyp ♬ sonido original - onlyyou „Ég man þegar ég sagði pabba frá því á sínum tíma að ég væri byrjuð á Tiktok og væri komin með fullt af fylgjendum þá sagði pabbi: „Ókei, viltu lofa mér að vera ekki að feika neitt.“ Og ég var svo innilega sammála honum. Mikið af efni sem er að birtast á samfélagsmiðlum í dag er orðið svo „feik“ og óraunverulegt. Ég vil vera hispurslaus og ekki vera með einhverja glansmynd, heldur sýna bara hlutina eins og þeir eru.” Aðspurð um spurningar sem hún hefur fengið frá fólki varðandi líf og störf í sveitinni segir Hugrún að margar þeirra snúi að velferð dýranna. „Ég hef til dæmis verið spurð að því hvort kýrnar fái ekkert að fara út. Ég birti líka myndskeið þar sem ein kýrin var með hring í nefinu og það voru margir sem höfðu áhyggjur af því og spurðu hvort henni fyndist það ekki vont. Það er hins vegar ekkert sem maður gerir í sveitinni sem er ekki að þjóna tilgangi og ég held að það sé mikilvægt fyrir bændur að standa vörð um þessa umræðu og leiðrétta misskilning hjá fólki.” Hugrún nefnir einnig sem dæmi þegar dýrin eru send í sláturhús í sveitinni. „Það eru einhverjir þarna úti sem halda að það að senda dýrin til slátrunar sé eitthvað sem bændur geri bara af léttúð. Þetta eru hins vegar alltaf erfiðustu dagarnir hjá okkur. Maður er í raun að kveðja samstarfsfélaga til margra ára, og það getur svo sannarlega tekið á. En mér finnst reyndar líka vera ákveðinn heiður sem fylgir þessu; þarna er viðkomandi dýr búið að þjóna sínum tilgangi, er búin að lifa góðu lífi og sinna sínu hlutverki við að mjólka ofan í landsmenn í öll þessi ár – og þá er næsta skrefið að hún verði kjöt. Þetta er ákveðin hringrás.” Hugrún er orðin hluti af þéttu og nánu samfélagi í sveitinni.Vísir/Vilhelm Einstök samstaða Hugrún segist síst af öllu sjá eftir þeirri ákvörðun að flytja í dreifbýlið. „Ég get sko alveg viðurkennt að þegar ég flutti hingað fyrst þá var ég svolítið skeptísk og hugsaði með mér að það væri bara eitthvað miklu eldra fólk sem ætti heima hérna í kring. En það eru mjög margir íbúar í Vík núna í dag sem hafa alist upp hér, hafa flutt í bæinn en eru núna komnir aftur til baka. Aldursdreifingin er miklu meiri en ég bjóst við. Ég hika ekki við að bjóða fólki í kaffi, sem er eitthvað sem maður myndi kannski ekki gera ef maður byggi í bænum. Jafnvel þó að það sé aldursbil þá er þetta hópur hérna í sveitinni sem er mjög þéttur og stendur saman. Maður fer í búðina og heilsar öllum og allir eru kunningjar manns. Að finna fyrir þessum náungakærleika er eitthvað svo magnað og yndislegt.” Landbúnaður Samfélagsmiðlar Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Það sem gerir sögu Hugrúnar nokkuð áhugaverða er að fyrir fimm árum var hún hjúkrunarfræðingur á Akureyri og var síður en svo með það á stefnuskránni að gerast kúabóndi á Suðurlandi. En örlögin gripu í taumana. Vinkonurnar voru efins með ráðahaginn Hugrún er fædd og uppalin á Akureyri. Árið 2020 var hún að læra hjúkrunarfræði í HA og starfaði á sjúkrahúsinu í bænum. Það var þá sem hún komst í kynni við ungan sveitapilt að sunnan, Magnús Örn Sigurjónsson. „Þetta var á þeim tíma sem COVID-faraldurinn var skollinn á og þar af leiðandi var auðvitað mjög mikið álag og stress að vinna á sjúkrahúsinu. Þannig að ég var orðin ansi vinnuþreytt þegar ég kynntist Magnúsi. Magnús er sem sagt uppalinn hérna í Eystri Pétursey og hann keypti búið af foreldrum sínum árið 2017. Hann ætlaði alltaf að verða bóndi – og svo þurfti hann auðvitað að næla sér í konu sem hafði enga reynslu af búskap!“ segir Hugrún hlæjandi. „Ég hafði reyndar verið í sveit þegar ég var lítil, hjá afa mínum sem átti kindur, þannig að ég hafði oft farið í sauðburð og réttir. Ég var alltaf hænd að kindum en þegar kom að kúm þá var það aðeins önnur saga. Ég var alltaf voðalega hrædd við þær og þorði aldrei að fara að skoða þær, fannst þær svo stórar og ógnvekjandi og eitthvað svo miklar hlussur. Ég man að þegar ég var að koma fyrst hingað í sveitina, ég án djóks, læddist meðfram veggjum í fjósinu og það lá við að ég feldi mig á bak við Magnús ef kýrnar nálguðust mig. Það tók mig góðan tíma að venjast þeim. En svo er svo gaman með kýr, þegar maður er að vinna í kringum þær á hverjum degi þá fer maður að taka eftir persónueinkennum hjá hverri og einni. Kýr eru eiginlega svolítið eins og stórir hundar. Þær verða hálfpartinn eins og gæludýrin manns.” @hugrunsig Replying to @Hildur H 🇮🇸 Kýr elska jazz❤️ #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp #cow #jazz ♬ original sound - Sveitadýrðin🌾 Hugrún átti allra síst von á að enda einn daginn sem bóndi á bæ þar sem er mjólkurframleiðsla með 55 árskýr og nautaeldi, en það varð engu að síður raunin. „Við vorum í fjarsambandi í einhvern tíma og svo fórum við að tala um þann möguleika að ég myndi flytjast suður til hans, á æskuheimilið hans. Og það er eiginlega Covid að þakka að ég ákvað bara að slá til og flutti suður um veturinn 2020. Ég hugsa að ef ekki hefði verið fyrir Covid þá hefðum við Magnús aldrei endað sem par. Það er fyndið að hugsa til þess í dag. Örlögin röðuðu þessu einhvern veginn þannig upp að ég endaði í fanginu á honum. Vinkonur mínar voru reyndar með mjög miklar áhyggjur af mér þegar ég sagði þeim frá því að ég væri að flytja, þeim fannst þetta frekar fráleit hugmynd. Þær voru alveg bara: „Bíddu Hugrún, ætlar þú að fara að búa í sveit? Hvernig ætlarðu að lifa af?“ Það var nánast eins og ég væri að fara að flytja á Suðurskautslandið!“ segir Hugrún og bætir við að í dag, fimm árum síðar, hafi viðhorf vinkvenna hennar þó tekið algjörum stakkaskiptum, og hún hafi jafnvel orðið þess áskynja að nokkrar þeirra líti híru auga til lífsins í sveitinni. „Það er allavega klárt mál að þeim finnst örlög mín ekki eins hrikaleg og áður,” segir hún kímin. Á bænum eru meira en 50 kýr- og hver og ein hefur sinn persónuleika. Vísir/Vilhelm Sveitalífið er mikill skóli Það voru skiljanlega töluverð viðbrigði fyrir Hugrúnu að flytja þvert yfir landið, frá Akureyri yfir á kúabú á Suðurlandi. Hún var að eigin sögn blaut á bak við eyrun þegar hún flutti í sveitina og þurfti að setja sig inn í öll daglegu störfin á bænum; læra hluti eins og að mjólka og keyra dráttarvél. „Mér leið eiginlega hálfpartinn eins og leikskólabarni í fyrstu, ég var eins og einhver illa gerður hlutur fyrsta árið. Það tók mig alveg tíma að læra að geta gert hlutina sjálf, ég var búin að búa hérna í einhvern tíma áður en ég treystri mér til mjólka ein. En í dag þori ég alveg að fullyrða að ég er nokkuð sjóuð, og ég þarf allavega ekki að vera með Magnús stöðugt á hinni línunni í símanum á meðan!“ Hún segir það líka hafa tekið hana tíma að venjast því að hafa ekki sama svigrúm og áður til að gera hina og þessa hluti. „Líf okkar Magnúsar fer auðvitað að langstærstum hluta fram hér heima, þetta er fjölskyldufyrirtækið okkar. Þegar þú býrð í sveit þá ertu frekar bundinn því að vera heima, maður skreppur kannski frá í einn eða tvo tíma, en það þarf að fylgjast með kúnum meira og minna allan daginn, þrífa, sinna þeim og passa að þeim líði vel. En svo búum við líka að því að tengdaforeldrar mínir búa hér líka og taka þátt í búskapnum. Þau geta oft leyst okkur af, sem eru ótrúlega mikil lífsgæði. En maður klárar aldrei vinnuna, þú ert eiginlega bara á vakt allan sólarhringinn. En á móti kemur til dæmis að þú hefur ákveðinn sveigjanleika og meiri frítíma yfir daginn. @hugrunsig ,,Þú reddar þessu bara, er það ekki?”💪🏻 #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Damien Hebbard456 En það tók mig alveg langan tíma að venjast því að geta til dæmis ekki bara skroppið út í búð ef það gleymdist að kaupa eitthvað í matinn. Ég þurfti bara að gjöra svo vel og læra að vera útsjónarsöm og skipuleggja matarinnkaup fyrir vikuna. Enda er ég eiginlega orðinn sérfræðingur í því núna að sameina marga hluti í einni ferð, og gera eins mikið og hægt er í einni ferð. Eins með að geta ekki bara skroppið frá til að fara í ræktina eða eitthvað slíkt. En maður vinnur bara með það sem maður hefur, fer út að skokka hérna í nágrenninu, en svo eru nú útiverkin líka heilmikil líkamsrækt út af fyrir sig,” segir Hugrún jafnframt. @hugrunsig She’s clearly figured something out the rest of us haven’t🧘🏽♀️ #fyp ♬ original sound - Animation Domination Hugrún segir það óhjákvæmilegt að maður komist í betri tengingu við náttúruna þegar maður býr í sveit. „Mér finnst til dæmis geggjað að borða lambakjöt og kartöflur sem ég hef ræktað sjálf, og drekka mjólkina beint úr tankinum. Maður fyllist einhverju svona stolti. Og ég held að við Íslendingar megum almennt vera stoltir af landbúnaðarafurðunum okkar. Mér finnst að við megum ekki missa „touchið“ á bak við hvernig maturinn, það sem við látum ofan í okkur, verður til.” Á árum áður tíðkaðist það að borgarbörn væru send til sumardvalar í sveit. Sveitunum var falið uppeldishlutverk við að ala upp þéttbýlisbörn, með því að kenna þeim að vinna, þrífast í reglufestu, umgangast dýr og læra að meta náttúruna. Þessi séríslenski siður er nú svo gott sem liðinn undir lok en Hugrún tekur hiklaust undir með því að sveitalífið geti verið mikill og góður skóli. Hugrún er reynslunni ríkari eftir fimm ár á bænum.Vísir/Vilhelm „Maður lærir að stóla á sjálfan sig og maður öðlast ákveðinn vinnuaga. Ef ég vakna ekki á morgnana og fer út til að gefa dýrunum - þá er enginn annar að fara að gera það. Þetta er ákveðin ábyrgð sem þú færð. Þetta er kannski óvinsæl skoðun, en ég er algjörlega á því að krakkar kunni að meta ábyrgð, að finna fyrir því að þeim sé treyst, að þau hafi hlutverk og ákveðinn tilgang. Ég hef verið dugleg að taka móti krökkum, litlu frændsystkinum mínum og börnum vina minna, og mér finnst frábært að geta gefið þeim þetta tækifæri til að kynnast lífinu í sveitinni og sjá hvernig störfin eru unnin og hvernig hlutirnir virka.” @hugrunsig Vitið þið hvernig mjólkin verður til?🥛 #islenskt #fyrirþigsíða #fyrirþig #fyp #dairycow #farmersoftiktok #farming #cowsoftiktok ♬ original sound - Sveitadýrðin🌾 Hugrún og Magnús eiga soninn Sigurð Árna, sem verður tveggja ára í mars næstkomandi. Sigurður Árni er á öðru árinu og er þegar orðinn vanur sveitastörfunum.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir auðvitað ekkert annað en sveitalífið. Hann er hafður með í öll verk, og er vanur því að koma með okkur í hitt og þetta. Og ég held að það séu ákveðin forréttindi fyrir barn að alast upp í sveit.” @hugrunsig Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja í sveit🫶🏻 #islenskt #fyrirþig #farming #fyp #iceland ♬ Without You Orchestra - the.disk Engin glansmynd Fyrir tæpu ári byrjaði Hugrún að birta myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir og segir frá lífi sínu sem bóndi. „Ég var svona frekar nýbyrjuð inni á Tiktok og fannst alltaf mjög gaman að fylgjast með fólki sýna og segja frá lífi sínu. Og ég fór svona að hugsa: „Hvað get ég gefið af mér?“ Mér datt í hug að það gæti verið gaman að veita fólki innsýn inn í þetta sveitalíf og hvað ég er að gera. Mig langaði líka að geta sýnt fólki hvernig hlutirnir eru gerðir hérna á Íslandi, af því að hérna er þetta aðeins meira „wholesome“ en á þessum risa landbúnaðarstöðum erlendis. Hérlendis eru þetta meira og minna allt fjölskyldubú þar sem þú ert með fimmtíu kýr- en ekki þúsund kýr eins og á mörgum stöðum erlendis. Ég hafði nefnilega séð efni á Tiktok frá fólki erlendis, sem sagt fólki sem býr í sveit, og tók eftir að margir af þeim voru að fá neikvæð viðbrögð og athugasemdir, þá aðallega ásakanir um slæma meðferð á dýrum. Ég var pínu hrædd um að ég ætti eftir að fá einhver slík viðbrögð, en svo voru viðbrögðin ótrúlega jákvæð og skemmtileg og margir voru mjög forvitnir. Ég held að margir af þeim sem eru að fylgja mér á TikTok séu líka fólk sem var í sveit í gamla daga og saknar sveitalífsins, fá þarna einhverja nostalgíu af því að horfa á efnið frá mér.” Myndskeiðin hennar Hugrúnar eru mörg af léttum og skemmtilegum toga og það er alltaf stutt í húmorinn. @hugrunsig Afhverju er allt sem maður borðar eftir djamm bókstaflega það besta sem maður hefur smakkað?😅 #islenskt #fyrirþig #fyp ♬ sonido original - onlyyou „Ég man þegar ég sagði pabba frá því á sínum tíma að ég væri byrjuð á Tiktok og væri komin með fullt af fylgjendum þá sagði pabbi: „Ókei, viltu lofa mér að vera ekki að feika neitt.“ Og ég var svo innilega sammála honum. Mikið af efni sem er að birtast á samfélagsmiðlum í dag er orðið svo „feik“ og óraunverulegt. Ég vil vera hispurslaus og ekki vera með einhverja glansmynd, heldur sýna bara hlutina eins og þeir eru.” Aðspurð um spurningar sem hún hefur fengið frá fólki varðandi líf og störf í sveitinni segir Hugrún að margar þeirra snúi að velferð dýranna. „Ég hef til dæmis verið spurð að því hvort kýrnar fái ekkert að fara út. Ég birti líka myndskeið þar sem ein kýrin var með hring í nefinu og það voru margir sem höfðu áhyggjur af því og spurðu hvort henni fyndist það ekki vont. Það er hins vegar ekkert sem maður gerir í sveitinni sem er ekki að þjóna tilgangi og ég held að það sé mikilvægt fyrir bændur að standa vörð um þessa umræðu og leiðrétta misskilning hjá fólki.” Hugrún nefnir einnig sem dæmi þegar dýrin eru send í sláturhús í sveitinni. „Það eru einhverjir þarna úti sem halda að það að senda dýrin til slátrunar sé eitthvað sem bændur geri bara af léttúð. Þetta eru hins vegar alltaf erfiðustu dagarnir hjá okkur. Maður er í raun að kveðja samstarfsfélaga til margra ára, og það getur svo sannarlega tekið á. En mér finnst reyndar líka vera ákveðinn heiður sem fylgir þessu; þarna er viðkomandi dýr búið að þjóna sínum tilgangi, er búin að lifa góðu lífi og sinna sínu hlutverki við að mjólka ofan í landsmenn í öll þessi ár – og þá er næsta skrefið að hún verði kjöt. Þetta er ákveðin hringrás.” Hugrún er orðin hluti af þéttu og nánu samfélagi í sveitinni.Vísir/Vilhelm Einstök samstaða Hugrún segist síst af öllu sjá eftir þeirri ákvörðun að flytja í dreifbýlið. „Ég get sko alveg viðurkennt að þegar ég flutti hingað fyrst þá var ég svolítið skeptísk og hugsaði með mér að það væri bara eitthvað miklu eldra fólk sem ætti heima hérna í kring. En það eru mjög margir íbúar í Vík núna í dag sem hafa alist upp hér, hafa flutt í bæinn en eru núna komnir aftur til baka. Aldursdreifingin er miklu meiri en ég bjóst við. Ég hika ekki við að bjóða fólki í kaffi, sem er eitthvað sem maður myndi kannski ekki gera ef maður byggi í bænum. Jafnvel þó að það sé aldursbil þá er þetta hópur hérna í sveitinni sem er mjög þéttur og stendur saman. Maður fer í búðina og heilsar öllum og allir eru kunningjar manns. Að finna fyrir þessum náungakærleika er eitthvað svo magnað og yndislegt.”
Landbúnaður Samfélagsmiðlar Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira