Lífið

Ó­jöfn verka­skipting: Ég er út­keyrð og hef engan á­huga á kyn­lífi

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan.
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan.

Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?”

Streita og kynlíf er sennilega eitt algengasta umræðuefnið í kynlífsráðgjöf með pörum, og þá sérstaklega pörum sem eiga börn. Kynlöngun er sveiflukennd og hjá flestum pörum koma tímabil sem einkennast af minni löngun. Streita er vel þekkt fyrir það að draga úr kynlöngun hjá okkur flestum. Þegar dagarnir einkennast af löngum verkefnalistum og mikilli streitu tekur ósjálfráða taugakerfið okkar við. Hvernig taugakerfið okkar bregst við fer eftir því hversu yfirþyrmandi aðstæðurnar eru, en þessi viðbrögð eru ýmist: berjast, flýja, frjósa eða þóknast.

Þegar líkaminn okkar er upptekinn við að lifa daginn af, hvernig á kynlöngun hreinlega að komast að?

Að skoða streituna og kveikjurnar

Fyrir öll sem vilja auka kynlöngun sína getur verið gott að skoða hvað veldur streitu í þínu lífi? Er hægt að gera breytingar sem myndu minnka þessa streitu? Er hægt að fá aðstoð, einfalda lífið eða draga úr væntingum/kröfum? Síðan má skoða hvað þú gerir til að kveikja á kynlöngun þinni? Hvað gerir þú bara fyrir þig? Við hvaða aðstæður laðast þú mest að makanum þínum?

En hvað gerum við þegar maki er uppspretta streitunnar?

Já, líkt og hjá þeirri sem sendi inn spurninguna þá er maki stundum uppspretta streitu. Þegar verkaskipting og ábyrgð á heimilinu er ójöfn hefur það áhrif á dýnamíkina milli parsins. Ef þú þarft að vita hvar allt er geymt, minna á alla viðburði og eiga frumkvæði að því að hlutirnir séu gerðir upplifir þú maka sem streituvald. Í stað þess að vinna sem teymi verða samskipti við makann enn eitt verkefnið á verkefnalistanum.

Við þessar aðstæður er skiljanlegt að við fjarlægjumst oft nánd við maka. Það má segja að það sem veldur okkur streitu tengjum við sjaldan við hvíld, öryggi og unað.

Sjá alla pistla Aldísar hér.

Hvernig útskýrir þú þetta fyrir maka?

Það skiptir málið að þetta sé rætt en það skiptir líka máli hvernig. Um leið og við förum að gagnrýna má búast við því að maki fari í vörn. Því er mikilvægt að halda sér frá „þú” setningum og reyna að útskýra hvernig þessi dýnamík hefur áhrif á líðan þína og kynlöngun. „Þegar ég er með hausinn fullan af verkefnum kemst líkaminn minn ekki á þann stað að langa í kynlíf.“

Það gæti verið gott að útskýra að kynlöngun er afleiðing af því hvernig okkur líður yfir daginn, ekki bara því sem gerist í svefnherberginu. Ef þú ert útkeyrð, yfirþyrmd og upplifir þig eina með alla ábyrgðina þá þarf að hlúa að ýmsu samhliða því að vinna með kynlöngun.

Hvað getið þið gert saman?

  • Setjast niður og fara yfir verkefnin, bæði þau sýnilegu og ósýnileg. Hver heldur utan um afmælisgjafir, leikskóla/skóla viðburði, tannlæknatíma, hvað er til í ísskápnum og skipulagi á lífi fjölskyldunnar?
  • Skipta verkefnum, ekki bara „hjálpa“. Hann tekur yfir heil verkefnasvæði, t.d. þvott frá A–Ö eða matarinnkaup, vikumatseðil og eldamennsku. Þannig færist þriðja vaktin líka á milli og þú verður ekki ein með ábyrgðina.
  • Að hlúa að hvíld. Ekki bíða eftir því að tími gefst heldur skráðu hjá þér og taktu frá tíma fyrir þig. Hreyfing, vinir, tenging við áhugamál eða náttúruna.
  • Tala saman um hvernig þið viljið upplifa nánd. Ekki bara hvernig þið viljið hafa kynlífið, heldur hvernig sambandið þarf að vera þannig að þið getið komist á þann stað að vera opin fyrir hugmyndinni um nánd og kynlíf.
  • Skoða hvað myndi ýta undir eða kveikja á kynlöngun. Yfirleitt kviknar kynlöngun ekki í tómarúmi. Hvað þarf að vera öðruvísi í ykkar lífi svo þú farir að finna fyrir löngun á ný, fyrir utan breytta verkaskiptingu. Pössun oftar? Gera skemmtilega hluti saman?

Gangi þér vel <3


Tengdar fréttir

Langar að prófa „anal“ en er stressuð

Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“

Langar að prófa „anal“ en er stressuð

Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“

Hefur engan kyn­ferðis­legan á­huga á óléttri konu sinni

Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” 

Langar að prófa „anal“ en er stressuð

Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“

Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni

Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.