Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“

„Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi.

Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman

„Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi.

Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.

„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“

Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar

„Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki.

Sjá meira