Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Tindastóll er á leiðinni á Laugardalsvöll í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins eftir 3-1 sigur gegn Kormáki/Hvöt. Manuel Martínez skoraði þrennu gegn gestunum sem misstu hausinn gjörsamlega í seinni hálfleik og fengu þrjú rauð spjöld. 19.9.2025 21:23
Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri í Olís deild karla í handbolta eftir æsispennandi leik gegn HK. Lokatölur í Garðabænum 26-25 eftir sannkallaðan spennutrylli. 19.9.2025 20:45
Valur sótti nauman sigur norður Valur slapp með 27-26 sigur eftir að hafa glutrað góðri forystu gegn Þór á Akureyri í þriðju umferð Olís deildar karla. 19.9.2025 20:24
Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið í 5-1 stórsigri Twente á útivelli gegn Sparta Rotterdam, sem Kristian spilaði með á síðasta tímabili. 19.9.2025 20:09
Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Gummersbach sótti 31-23 sigur í heimsókn sinni til Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 19.9.2025 20:00
Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen hefur framlengt samning sinn við Wolverhampton Wanderers um fimm ár og verður klár í slaginn þegar liðið mætir Leeds á morgun. 19.9.2025 18:38
Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Noah Lyles varð í dag heimsmeistari í 200 metra hlaupi í fjórða sinn í röð, sem aðeins Usain Bolt hefur tekist áður. 19.9.2025 17:47
Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Ung svissnesk kona að nafni Laura Villars hefur tilkynnt óvænt framboð til forseta alþjóðaakstursíþróttasambandsins, FIA. Hún er fyrsta konan sem býður sig fram til embættisins og stefnir á að steypa ríkjandi forseta af stóli. 19.9.2025 07:01
Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Átta beinar útsendingar má finna á íþróttarásum Sýnar þennan föstudaginn. 19.9.2025 06:02
Potter undir mikilli pressu Mikil pressa er á þjálfaranum Graham Potter fyrir leik West Ham og Crystal Palace um helgina. 18.9.2025 23:32