Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veðurfræðingar á Veðurstofunni vara við öflugum skúradembum með snörpum vindhviðum sunnan til á landinu í kvöld og á morgun. Líkur séu á að þeim fylgi þrumuveður. 11.12.2025 17:16
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. 11.12.2025 16:06
Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Einn hefur verið handtekinn grunaður um að ráðast á hóp fólks með piparúða á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Fleiri árásarmanna er enn leitað og mikill fjöldi viðbragðsaðilar er á vettvangi. Hið minnsta fimm voru fluttir á sjúkrahús. 7.12.2025 13:47
Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Töluverður fjöldi rekstraraðila svokallaðra „krítískra innviða“ uppfyllir ekki lágmarkskröfur netöryggislaga, samkvæmt nýju mati Fjarskiptastofu á stofnunum og fyrirtækjum. Stofnunin hefur skilað inn greinargerð til innviðaráðuneytisins um úrbætur. 7.12.2025 12:44
Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. 7.12.2025 11:26
Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. 7.12.2025 09:40
Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. 7.12.2025 09:34
Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Hið minnsta 25 fórust í stórum eldsvoða á skemmtistað í fylkinu Góa á Indlandi í nótt að sögn viðbragðsaðila. Um sex manns eru slasaðir og skemmtistaðurinn brann til kaldra kola. 7.12.2025 08:52
Réðst á starfsmenn lögreglu Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands. 7.12.2025 07:39
Smá rigning eða slydda víða Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina. 7.12.2025 07:25