Haukakonur upp í þriðja sætið Haukakonur sóttu tvö stig í Garðabæinn í kvöld eftir fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Handbolti 21.1.2026 21:22
Valur aftur á topp Olís deildarinnar Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals tylltu sér aftur á topp Olís deildar kvenna í dag með sannfærandi fimmtán marka sigri á Þór/KA, 31-16. Handbolti 17.1.2026 17:15
Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Haukar fögnuðu 34-28 sigri gegn Selfossi í 13. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 15.1.2026 21:22
Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin Handbolti 23. desember 2025 21:25
Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tíu leikjum sínum í Olís-deild kvenna vann Stjarnan loks sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Fram í heimsókn í dag. Lokatölur 34-31, Garðbæingum í vil. Handbolti 20. desember 2025 13:37
„Þetta var mjög skrítinn leikur“ Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 18. desember 2025 21:17
Haukakonur í fjórða sætið Haukar komust í kvöld upp í fjórða sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir 32-25 útisigur á Selfossi. Handbolti 18. desember 2025 21:11
KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Valur tryggði sér toppsæti Olís deildar kvenna í handbolta yfir hátíðarnar með sjö marka sigri á KA/Þór fyrir norðan nú í kvöld. Lokatölur 23-30 eftir að norðankonur höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Handbolti 18. desember 2025 20:40
Geggjaðar Eyjakonur á toppinn ÍBV komst í kvöld á topp Olís-deildar kvenna í handbolta með stórsigri á ÍR í toppslag. Munurinn endaði í tólf mörkum, 36-24. Handbolti 17. desember 2025 20:34
Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land ÍBV sótti sterk tvö stig á Selfossi með 29-40 sigri í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Handbolti 14. desember 2025 15:23
Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Olís deild kvenna í handbolta hófst aftur í dag eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Valur vann öruggan sigur gegn Stjörnunni og Fram sótti sigur gegn ÍR. Í báðum leikjum mátti finna leikmenn sem tóku þátt á HM fyrir Íslands hönd um síðustu helgi. Handbolti 13. desember 2025 16:01
Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Haukakonur völtuðu yfir KA/Þór 35-20 í 10. umferð Olís deildar kvenna í dag. Eftir þrjá tap leiki í röð komu Haukar sterkar til baka eftir HM pásuna og sýndu sínar bestu hliðar í dag. Handbolti 13. desember 2025 14:47
Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, var í dag dæmd í eins leiks bann af Aganefnd Handknattleikssambands Íslands. Handbolti 18. nóvember 2025 13:31
Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Matthildur bætist við þá sextán leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum. Handbolti 17. nóvember 2025 12:57
ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum ÍBV jafnaði við ÍR og Val á toppi Olís deildar kvenna í handbolta í dag en leikið var í Garðabæ. Leikurinn var lokaleikur 9. umferðar deildarinnar og endaði 26-36. Stjarnan situr sem fastast á botni deildarinnar. Handbolti 15. nóvember 2025 18:32
Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Selfoss vann KA/Þór nokkuð örugglega þegar upp var staðið í 9. umferð Olís deildar kvenna á Akureyri í dag. Lokatölur urðu 23-27 fyrir Selfyssinga sem taka skref frá fallsæti deildarinnar. Handbolti 15. nóvember 2025 16:46
Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sara Dögg Hjaltadóttir hefur átt frábært tímabil með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur og setti á svið enn eina sýninguna í gærkvöldi. Handbolti 13. nóvember 2025 10:56
Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Valur er á toppnum en ÍR getur jafnað liðið að stigum fyrir landsleikjahlé, með sigri á Hlíðarenda í kvöld í 9. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 12. nóvember 2025 21:45
Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Fram vann 31-29 gegn Haukum í 10. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 11. nóvember 2025 20:04
Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV ÍBV rúllaði yfir KA/Þór, 37-24, í 8. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Sandra Erlingsdóttir fór mikinn í liði Eyjakvenna. Handbolti 9. nóvember 2025 16:40
Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Fram færði sig upp fyrir Hauka í 5. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, með sigri á Selfossi, og Haukar eru við toppinn í Olís-deild karla eftir sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri. Handbolti 7. nóvember 2025 20:00
Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Arnar Daði Arnarsson munu sjá um að stýra kvennaliði Stjörnunnar í handbolta út yfirstandandi keppnistímabil, eftir brotthvarf Patreks Jóhannessonar. Handbolti 6. nóvember 2025 12:34
Lovísa með níu í góðum sigri Lovísa Thompson fór fyrir liði Vals í öruggum sigri liðsins á Haukum að Ásvöllum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 5. nóvember 2025 19:36
Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Frændliðin Haukar og Valur mætast tvívegis á Ásvöllum í kvöld en þó í sitthvorri íþróttinni. Það gerir þetta að mjög sérstöku kvöldi ekki síst þar sem það eru sömu félög að mætast á báðum vígstöðvum. Körfubolti 5. nóvember 2025 11:46