Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fóru með sigur af hólmi í Bret­landi

Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góð fjölskyldustund öll föstu­dags­kvöld

„Ef það er ekki tilefni til að segja, þetta getur ekki klikkað, þá veit ég ekki hvenær það er tilefni til þess. Þetta verður bullandi fjör og mikið stuð,“ segir Benedikt Valsson, einn af þáttastjórnendum skemmtiþáttarins Gott kvöld sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Sýn í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur Taskmaster kemur í vor

Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 14 prósent í október

Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla í hart vegna á­kvörðunar Fjar­skipta­stofu

Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Forstjóri Símans segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur á markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri grunaðir en þeir sem voru hand­teknir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið.

Innlent
Fréttamynd

Sýn tapaði 239 milljónum

Sýn tapaði 239 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem forstjórinn segir hafa verið krefjandi. Fyrirtækið hagnaðist um sautján milljónir á sama tímabili í fyrra en tekjur lækkuðu um 1,6 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Innherjamolar
Fréttamynd

Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga.

Innlent
Fréttamynd

Engin u-beygja vegna pillu for­stjóra Icelandair

Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn ó­vænt í fangið

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir verkefnið það erfiðasta á sínum ferli. Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður.

Lífið
Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hlið­stæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Innherji
Fréttamynd

Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaða­mót

Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar.

Neytendur
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent