Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól. Jól 18. desember 2022 12:01
Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 18. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Jól 18. desember 2022 07:01
Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Íslendingar eru duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel. Vísir setti því af stað sérstaka jólaskreytingarkeppni. Jól 17. desember 2022 16:17
Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda. Tónlist 17. desember 2022 16:00
Bein útsending: Fréttamenn og höfundar lesa upp úr sínum uppáhaldsbókum á aðventunni Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er, líkt og landsmenn flestir, komin í mikið jólaskap og hefur tekið höndum saman með Eymundsson en saman blásum við til upplestrar í dag því fátt er jólalegra en bóklestur og allra helst við kertaljós. Menning 17. desember 2022 09:00
Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 17. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er klassískt, fallegt jólalag sem hefur fylgt kynslóðum áratugum saman eða réttara sagt frá árinu 2009.Lagið sem um ræðir er Það snjóar. Jól 17. desember 2022 07:01
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. Innlent 16. desember 2022 11:45
Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Múlalind 2 hefur verið valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af lista- og menningaráði Kópavogsbæjar. Jól 16. desember 2022 11:37
Helvítis jólakokkurinn: Helvítis lambahryggurinn Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum. Matur 16. desember 2022 11:30
Pakkar jólagjöfunum inn í klúta og gömul föt Fatahönnuðurinn og jógakennarinn Eva Dögg Rúnarsdóttir er mjög frumleg þegar kemur að innpökkun á gjöfum og hátíðarskreytingum. Lífið 16. desember 2022 10:30
Jólagjöfunum reddað í ár Jólin eru tími kærleika og friðar og okkar tími til að njóta samveru fjölskyldunnar, skiptast á gjöfum og hafa það notalegt. Oft er þó erfitt að finna gjafir fyrir alla í fjölskyldunni. Lífið samstarf 16. desember 2022 10:29
Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 16. desember 2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Tryllt syrpa með Frikka Dór og Steinda Kæru lesendur. Það er kominn 16.desember og ekki lengur hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að jólin eru á næsta leiti. Það er föstudagur og þess vegna erum við ekki með eitt lag í Jóladagatali Vísis í dag, ekki tvö, heldur þrjú! Jól 16. desember 2022 07:00
Pottaskefill kom til byggða í nótt Pottasskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá. Jól 16. desember 2022 04:00
Brjálað að gera í sörubakstri hjá húsmóður í Hveragerði Húsmóðir í Hveragerði hefur meira en nóg að gera fyrir jólin því hún tekur að sér að baka sörur fyrir fólk en þær þykja ómissandi á mörgum heimilum um jólin. Lífið 15. desember 2022 21:04
Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. Jól 15. desember 2022 13:31
Skandar og einhyrningaþjófurinn heillar unga lesendur Ný ævintýrhetja hefur litið dagsins ljós! Sjaldan hefur sést bók sem hefur fengið hefur annan eins meðbyr og Skandar – sem bóksalar veittu í gærkvöldi verðlaun og völdu eina af þremur bestu þýddu barnabókunum í ár! Bókin var einnig valin barnabók ársins 2022 hjá bresku bókakeðjunni Waterstones. Lífið samstarf 15. desember 2022 13:06
Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Innlent 15. desember 2022 12:00
Snyrtivörur í jólagjöf slá alltaf í gegn „Harðir pakkar eru langskemmtilegastir og sérstaklega þeir sem innihalda snyrtivörur, þær slá alltaf í gegn,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri Danól. Lífið samstarf 15. desember 2022 11:16
Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 15. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Jól 15. desember 2022 07:01
Vilhjálmur og Katrín afhjúpa afslappað jólakort Hulunni hefur verið svipt af jólakorti Vilhjálms prins og eiginkonu hans Katrínar. Með þeim á mynd eru börnin þeirra Georg, Karlotta og Lúðvík. Jól 14. desember 2022 14:31
Hágrét á miðju sviðinu eftir tilfinningalegan rússíbana „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur mjög vel. Það er fullt af lausum endum sem þarf að græja en þetta er allt að koma heim og saman,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson sem heldur Jülevenner Emmsjé Gauta í næstu viku. Lífið 14. desember 2022 13:09
Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Innlent 14. desember 2022 11:41
„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 14. desember 2022 09:00
Hvaða treyja fer í jólapakkann? | Allt að 60 prósenta munur á milli félaga Tæplega 64 prósenta munur getur verið á kostnaði við að kaupa knattspyrnutreyju íslensks félagsliðs í jólapakkann í ár. Hæsti munur milli treyja hjá sama framleiðanda nemur allt að 27 prósentum. Fótbolti 14. desember 2022 08:00
Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu 14. desember er runninn upp. Lag dagsins er stuðsmellur af bestu gerð, tilvalinn með jólatiltektinni eða til að létta lundina í bílnum í jólaumferðinni. Jól 14. desember 2022 07:01
Forsætisráðherra steypir glæpasagnakóngi af stóli Stórtíðindi þessa næst síðasta Bóksölulista fyrir jól eru þau að Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir hafa rutt Arnaldi Indriðasyni úr fyrsta sæti listans. Menning 13. desember 2022 15:59