Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mikill rekstrar­bati Icelandair „ólík­legur“ miðað við nú­verandi sterkt gengi krónu

Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Innherji
Fréttamynd

Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu

Erlendur maður er grunaður um að hafa flutt inn rúman lítra af kókaínvökva til landsins í vor. Ákæruvaldið segir hann hafa viðurkennt að hafa flutt efnin inn að beiðni förunauts síns gegn greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur en tveir menn sem komu með honum til landsns voru einnig handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Mann­mergð vildi sjá fyrsta konung­lega breska gestinn

Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flug­braut undir á­hrifum fíkni­efna

Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Lækka verðmatið á Icelandair en fé­lagið muni njóta góðs af minni sam­keppni

Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.

Innherjamolar
Fréttamynd

„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“

Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga.

Innlent
Fréttamynd

Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör

Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. 

Neytendur
Fréttamynd

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Innherji