„Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“

„Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. Ísland mætir Frökkum í undankeppni HM á þriðjudagskvöldið á Parc des Princes vellinum. Íslendingarnir unnu Asera á föstudagskvöldið 5-0.

79
02:12

Vinsælt í flokknum Landslið karla í fótbolta