Innlent

Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir próf­kjör

Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti Viðreisnar, sækist ekki eftir endurkjöri. 
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti Viðreisnar, sækist ekki eftir endurkjöri.  Vísir/Vilhelm

Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk í gær fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík. Alls eru félagar núna 2.943 en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Prófkjörið hefst á miðnætti og stendur til klukkan 18 á morgun. Niðurstöður verða kynntar á Petersen-svítunni upp úr klukkan 19:00. Fjögur eru í framboði: Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir. Þau mætast öll í pallborði á Vísi klukkan 14 í dag. 

Þau mættust einnig í pallborðsumræðum í Austurbæjarbíó í gær. Fjallað var um það á Vísi í gær.

Flokkurinn situr nú utan meirihluta í borginni. Hann mælist samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í síðasta mánuði með tólf prósenta fylgi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti á síðasta ári að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðreisn var í meirihluta þar til Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfi í febrúar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×