Viðskipti innlent

Kemur frá Icelandair til Varðar

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Huld Bjarnadóttir.
Helga Huld Bjarnadóttir.

Helga Huld Bjarnadóttir er nýr þjónustustjóri þjónustustýringar hjá Verði tryggingum og hefur hún nú þegar hafið störf.

Í tilkynningu segir að Helga Huld komi inn í stjórnendateymi Varðar á sviði þjónustu frá Icelandair þar sem hún hafi starfað frá árinu 2001 í fjölbreyttum störfum á sviði sölu og þjónustu. 

„Nú síðast gegndi hún stöðu forstöðumanns þjónustuupplifunar og -Vildarklúbbs Icelandair. Í því starfi stýrði hún teymi sérfræðinga sem störfuðu með öllum deildum fyrirtækisins við að tryggja samræmda stefnu á sviði þjónustu og þjónustuþróunar.

Helga Huld lauk námi í BSc viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á vörustjórnun og BSc í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Auk þess er hún með mastersgráðu í rekstrarverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur.

Í nýju starfi hjá Verði mun Helga Huld stýra þjónustuþróun og upplifun viðskiptavina, leiða og þróa samræmda þjónustu í öllum þjónustueiningum Varðar,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×