Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. janúar 2026 07:03 Doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies, íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er með alla þessa risa í viðskiptum: Meta, Amazon, Google, Samsung og fleiri. Og á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka. Vísir/Anton Brink „Já, og við erum á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka,“ segir doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies. Sem er magnað að heyra. Því Finnur nefnir líka viðskiptavini sem hljóma hálf ævintýralega, risar eins og Meta, Amazon, Google, Samsung og fleiri. Öll viðskiptavinir nýsköpunarfyrirtækis staðsett í 101 Reykjavík. Ástæðan er þessi: Til þess að þessir risar geti þróað allar nýju gervigreindarvörurnar sínar þurfa þeir á hugbúnaði Treble Technologies að halda, því sá hugbúnaður kennir til dæmis gervigreind að skilja, þjálfa og nema öll hljóð. „Tal verður brátt ríkjandi sem viðmót við tölvur og gervigreind, sem þýðir að fljótlega hættum við að pikka allt á símana okkar eða á lyklaborðin en förum þess í stað að tala bara við gervigreindina,“ segir Finnur og nefnir dæmi. Innan tveggja ára verðum við mörg hver með smart-gleraugu þar sem við getum átt í beinu samtali við gervigreindina, fengið upplýsingar um umhverfið okkar og átt í samskiptum við fólk eins og við gerum í gegnum símana okkar í dag.“ Þessi smart-gleraugu munu síðan þróast í ýmsar aðrar smart-vörur, til dæmis armbönd, hálsmen, eitthvað sem við klæðumst og svo framvegis. Tungumál hætta að skipta máli því gervigreindin skilur öll hljóð, öll tungumál, allan bakgrunn. „Verkefnin sem eru hjá okkur eru samt ekki aðeins þau að kenna gervigreindinni að vinna með hljóð. Sum verkefni eru físísk; verkfræðileg hljóðhönnun á tæknibúnaði, byggingum og bílum. Til dæmis að Meta nýti lausnir okkar til að finna út hvar á smart-gleraugum gæti verið hentugast að staðsetja litla míkrafóna og svo framvegis,“ segir Finnur. Og hljómar fyrir vikið eins og okkar eiginn Zuckerberg. Kletturinn í lífi Finns er eiginkonan Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir næringafræðingur. Börnin eru Jörgen Vilji 8 ára og Nína Sjöfn 6 ára. Bæði fæddust þau í Kaupmannahöfn þegar Finnur var þar í doktorsnáminu sínu í hljóðverkfræði. Doktorinn sem byrjaði á gítar Það hefur verið að gerast nokkuð hratt síðustu misseri að við erum allt í einu að heyra meira um hljóð. Orð eins og hljóðvist birtast í fjölmiðlum og við ræðum nú reglulega við ýmsa sérfræðinga í hljóðum, til dæmis um mikilvægi þess að taka tillit til hljóðs til dæmis þegar mannvirki eru byggð. Finnur flokkast undir einn þessara sérfræðinga, enda doktor í hljóðverkfræði. Og jú, svo þeirri spurningu sé svarað strax þá er Finnur náskyldur hinni margfrægu Hvar er best að búa – Lóu Pind því Finnur er litli bróðir hennar. Fæddur 1986 sem þýðir að hann er hálfgert örverpi foreldra sinna, Aldísar Guðmundsdóttur og Jörgen Pind og systurnar Anna og Lóa tólf og sextán árum eldri. Finnur ólst upp í Suður-Hlíðunum, hverfinu sem oft er kallað á milli lífs og dauða. Finnur lýsir æskunni sem góðri og hefðbundinni. Það sem stendur upp úr í minningunni er hversu sjúkur hann var í tónlist, hann spilaði á gítar í hljómsveit og sem unglingur sá hann fyrir sér að verða heimsfrægur tónlistarmaður. „Tónlistin var samt frekar neðanjarðar hjá okkur, erfið og fyrir fáa,“ segir Finnur og skellihlær. Hann nefnir hljómsveit eins og Nirvana sem dæmi um fyrirmynd en talar líka um pönk og alls kyns hávaða. Í MH fór Finnur þó smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að eflaust þyrfti hann að hafa eitthvað B-plan. Hann vatt sér á fullt í fög eins og stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði fyrir stúdentinn. Fög sem við fæst hrópum húrra yfir og hvað þá að við tengjum hljómsveitartöffara við að kjósa einna helst. En Finnur segist hafa verið hljómsveitartöffari og nörd í bland. „Kannski jafnvel meiri nörd en ég fattaði sjálfur,“ segir hann allt í einu hugsi. Finnur kláraði rafmagnsverkfræðina í Háskóla Íslands sem hann lýsir sem fjölbreyttu og skemmtilegu námi. „Í verkfræðinni eignaðist ég samt allt öðruvísi vini,“ segir Finnur og bætir við: „Enda samanstendur vinahópurinn enn í dag af tveimur frekar ólíkum hópum, annars vegar ráðsettum verkfræðingum frá háskólaárunum en hins vegar kannski aðeins villtari vinahópi úr tónlistarlífinu.“ Síðarnefndi hópurinn fékk þá tilvísun í MH-vinina. „Í verkfræðinni naut ég mín í öllu sem sneri að rafeindatækninni, að pæla í mögnurum eða vinna með hljóð og græjur, skynjun og upplifun á hljóði og svo framvegis,“ segir Finnur og útskýrir hvernig hljóðvist nær til miklu fleiri atriða en við kannski áttum okkur á. Hljóð í umhverfinu okkar, hljóð sem tal, hljóð í tæknibúnaði, hljóð sem titringur í vélum. Alls staðar er hljóð. „Ég fór í meistaranám til Danmerkur þar sem ég sérhæfði mig í hljóði og þegar ég kom heim gerðist ég smá frumkvöðull, var að smíða gítargræjur með alls kyns effektum sem ég seldi tónlistarmönnum, var með aðstöðu í Hafnarfirði og möndlaði þar með alls konar forrit og tónlist og hljóð,“ segir Finnur og bætir síðan við: „Þetta var í raun allt frekar krúttlegt.“ Aftur hélt Finnur síðan til Danmerkur, og í þetta sinn í fjögurra ára doktorsnám. Með í för var eiginkonan Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir næringafræðingur, sem Finnur segir hafa verið sína helstu stoð og styttu í mörg ár svo ekki sé meira sagt. „Í því námi lagði ég í raun grunninn að þeim hugbúnaði sem við síðar þróuðum hjá Treble Technologies.“ Stórfjölskyldan og það enginn smá hópur! Finnur er sonur Aldísar Guðmundsdóttur og Jörgen Pind og litli bróðir systranna Önnu og Lóu Pind. Á unglingsárunum sá Finnur fyrir sér að verða heimsfrægur tónlistarmaður. Töff og spennandi Stemningin í kringum Treble Technologies er töff. Því þar starfa 35 manns og stefnir í hátt í 50 manns á þessu ári. Starfsemin er staðsett í Hafnartorgi og þar innandyra er bæði að finna tónlistargræjur og líkamsrækt. Svolítið Google-legt og töff einhvern veginn. „Einn meðstofnandinn minn er Dani,“ segir Finnur og vísar þar til Jesper Pedersen. „Ég kynntist honum í náminu úti og auðvitað var það þannig að Jesper mætti einhvern tíma í Íslendingapartí sem leiddi til þess að hann kynntist íslenskri konu sem skýrði út hvers vegna hann flutti hingað.“ Fyrir sérhæfðan Dana í hljóðverkfræði vöru valmöguleikarnir í atvinnulífinu á fróni þó af skornum skammti. „Ég vann í um þrjú ár hjá Eflu og var þá aðallega í ráðgjöf og verkefnum til stuðnings við arkitekta,“ segir Finnur en bætir við: En einhvern tímann þegar ég var að tala við Jesper sagði ég við hann: En hvers vegna tökum við þessa tækni ekki aðeins lengra og gerum bara eitthvað úr því…?“ Finnur var þar að vísa í tækni sem hann hafði byrjað að þróa í doktorsnáminu. „Því eitt af því sem ég áttaði mig á sem starfandi verkfræðingur er að okkur vantaði hugbúnaðartólin til að geta hannað og stjórnað hljóði og hljóðvist“ segir Finnur og reynir nú að útskýra fyrir okkur hinum hvernig bransinn gengur fyrir sig. Sem í stuttu og einföldu máli má skýra út svona: Í nánast allri verkfræði- og tækniþróun er í einu og öllu stuðst við hermun (e. simulation). Ef til dæmis er verið að hanna og þróa bíl er notuð hermun til að sýna bílinn og máta mismunandi útfærslur. Það sama er með tækjabúnað og byggingar eða alls kyns aðrar vörur. „Að nota hermun er auðvitað mun auðveldara og árangursríkara en að smíða fýsískar prótótýpur til að prófa sig áfram,“ útskýrir Finnur. Með hermun eru lítil sem stór atriði prófuð. Hins vegar þegar kemur að því að herma hljóð – þá var engin tækni á markaðnum til þess áður en Treble kom á markað. „Allt frá því að skoða mismunandi efniseiginleika, formfaktora eða samsetningar íhluta, hvort sem það er til að besta hljóðvist í byggingu, hámarka hljómgæði í sjónvarpi eða draga úr hávaða frá bíl, og þannig mætti lengi telja.“ Úr varð að félagarnir sóttu um styrk til Tækniþróunarsjóðs, sem þeir fengu. „Sem einfaldlega þýddi að við vissum að við yrðum þá að fylgja verkefninu eftir,“ segir Finnur og hlær. Í hópinn bættust við Ingimar Andersen og Gunnar Pétur Hauksson sem þýðir að stofnendur Trible Technologies enduðu á að vera fjórir. Tv: Stofnendur Treble eru Jesper Pedersen, Ingimar Andersen, Finnur og Gunnar Pétur Hauksson. Grunnurinn af hugbúnaði Treble varð til í doktorsnámi Finns en í fyrra var fyrirtækið valið sproti ársins; Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Kristján Einarsson markaðsstjóri Treble Technologies. Framtíðin er komin Þótt reksturinn sé orðinn stöðugur, viðskiptavinirnir með stærstu tæknifyrirtækjum heims og allt í blússandi gangi hefur lífið hjá frumkvöðlafyrirtækinu verið nákvæmlega eins og hjá öllum öðrum sprotum og nýsköpunaraðilum. Þar sem hæðirnar og lægðirnar reyna á og orðið seigla fær nýja merkingu. „Ég hef oft sagt að fyrir hvern sigur eða áfanga sem við höfum náð hefur maður örugglega farið í gegnum 300 nei eða mistök eða eitthvað sem gekk ekki upp,“ útskýrir Finnur í einlægni. Hann segir styrki frá Rannís hafa skipt sköpum og sömuleiðis hversu heppnir þeir hafa verið með að vinna með frábærum innlendum og erlendum fjárfestum. Því í tæknigeiranum er svo mikið að gerast og lausnir Treble eru í miðri hringiðunni. En hvað þá helst? „Í fyrsta lagi má nefna að tæknigeirinn allur er að vinna hörðum höndum að því að gera tal að helsta viðmóti milli fólks og gervigreindar, og þannig að vekja gervigreindina til lífs, ef svo mætti að orði komast,“ segir Finnur og bætir við: Þá getum við spjallað við gervigreindina til að sækja okkur upplýsingar, gervigreindin getur framkvæmt ýmis verkefni á borð við þjónustusamtöl eða ráðgjöf, og einnig getur gervigreindin þá hlustað á umhverfið sitt og fært okkur upplýsingar um það til dæmis þýtt tungumál í rauntíma.“ Til þess að þetta sé mögulegt, þarf gríðarlegt magn af hljóðþjálfunargögnum, sem hugbúnaður Treble býr til með hermun. „Í öðru lagi má nefna alla þessar smart-græjur, hvort sem það eru gleraugu, heyrnartól, armbönd eða smarthátalarar. Þessi tæki eru næsta kynslóð af tölvubúnaði á eftir símum og fartölvum og bjóða upp á einstaka möguleika,“ segir Finnur og útskýrir að aftur sé hljóð stór hluti. Sumt hljómar meira að segja eins og úr James Bond-mynd. „Til dæmis færir nýjasta kynslóð Meta smartgleraugnanna okkur „ofurheyrn“ sem þýðir að nú getum við setið á hávaðasömum veitingastað og heyrt skýrt og greinilega í öllum vinum okkar við borðið á vandræða.“ Og aftur: Þessi tækni er gerð möguleg með lausn Treble. Annað sem mun breyta miklu hjá okkur er að við verðum flest með fullt af vélmennum heima hjá okkur. Sem við tengjum helst í dag við ryksuguróbóta eða róbóta sem slá garðinn. Þessum róbótum mun fjölga verulega og til þess að þeir geti unnið sín verk þurfa þeir að þekkja og skynja og skilja öll umhverfishljóð. „Það verða í raun vélmenni fyrir allt sem við þurfum að gera og í tæknigeiranum er nú talað um að árið 2026 sé ár „fýsískrar gervigreindar,“ sem eru þá þessi vélmenni sem nota gervigreind, eða það sem á ensku kallast chatbots.“ Loks eru það sjálfkeyrandi bílarnir sem Finnur telur að við munum kynnast mun fyrr en við kannski höldum flest sjálf. Þegar við byrjum að nota sjálfkeyrandi bíla förum við að líta á bílferðir sem upplifun. Jafnvel að nota bílana sem skrifstofurnar okkar eða horfa á góða bíómynd á meðan við ferðumst á milli staða.“ Back to the Future myndin kemur upp í hugann: En er ekki langt í þetta? Er þetta ekki bara einhver framtíðarmúsík eftir tuttugu ár eða eitthvað? „Nei,“ svarar Finnur og bætir rólega við. „Sjálfkeyrandi bílar eru þegar komnir á göturnar í mörgum stórborgum í Bandaríkjunum og Asíu. Þannig að ég tel að þeir verði orðnir nokkuð algengir hjá okkur líka á næstu árum.“ Það er magnað að hlusta á Finn lýsa því hvað er að fara að breytast í okkar daglega lífi með gervigreindinni á allra næstu misserum. En til þess að stóru risarnir úti í heimi geti þróað vörurnar sínar með gervigreind eða sjálfvirkni, þarf gervigreindin að læra allt hljóð sem hugbúnaðarkerfi Treble sér einmitt um að kenna henni með hermi.Vísir/Anton Brink Kínverjar stækka líka Finnur staðfestir það sem svo margir aðrir í tæknigeiranum eru að staðfesta þessi misseri: Að öll þróun sé nú þegar orðin svo hröð vegna þess að nú er gervigreindin orðin hluti af þróuninni. Það sem þetta þýðir fyrir okkur venjulega fólkið er að það sem eitt sinn tók kannski mörg ár að komast inn á almennan neytendamarkað mun taka svo skamman tíma nú. Fyrir fyrirtæki eins og Treble Technologies eru tækifærin óþrjótandi því öll þróun kallar í raun á að gervigreindin og önnur sjálfvirk tækni þurfi að læra á öll hljóð sem til eru í heiminum. Það sem þetta þýðir er að risar eins og Meta, Amazon, Samsung, Google og fleiri eru að nota hugbúnað Treble Technologies til þess að þróa sína tækni og vörunýjungar. En hvernig hefjast svona viðskiptasambönd? Því varla er nóg fyrir nýsköpunaraðila á Íslandi að senda risum eins og Metal eða Samsung tölvupóst og segja: Við erum með eitthvað nýtt og æðislegt? „Nei, það er nokkuð flókið,“ svarar Finnur. „Þessi vegferð hefur verið rosalegur rússibani og ég viðurkenni alveg að vinnan hefur verið mikil og krefjandi. Við höfum samt verið heppin með fjárfesta sem hafa gert okkur kleift að þróa góða vöru sem smátt og smátt fór að spyrjast úti í geiranum hvað gæti gert.“ Þannig fóru viðskiptasamböndin að myndast, verkefnum að fjölga og ný sókn að hefjast. Vöxturinn hefur þó kallað á fleira fólk og þar segist Finnur oft eins og sölumaður fyrir Ísland. Þar sem salan gengur út á að sannfæra hæft fólk erlendis frá að flytja til Íslands með björg og bú því hér sé svo gott að vera og búa. „Og það er mjög margt gott á Íslandi, sérstaklega fyrir nýsköpunarfyrirtæki,“ segir Finnur og nefnir sem dæmi styrkjaumhverfið og aðgang að fjárfestum. Finnur segir Bandaríkin hvað lengst komin í allri þróun á gervigreind og tækni. Þó sé stutt í annan risa sem er að gera svakalega magnaða hluti líka. „Og það eru Kínverjar.“ Finnur segir þau hjónin frábært teymi því auðvitað kallar það á alls kyns púsluspil að vera bæði í krefjandi og spennandi störfum með börn á heimili. Stuðningur Birgittu sé ómetanlegur því hraðinn í nýsköpun í dag skipti lykilmáli. Vinnan á bakvið velgengnina hafi verið mikil. Þriðja vaktin og hraðinn Birgitta kona Finns, starfar sem næringafræðingur við við fræðslu og forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu en börnin þeirra eru tvö: Jörgen Vilji 8 ára og Nína Sjöfn 6 ára. Bæði fæddust þau í Kaupmannahöfn þegar Finnur var í doktorsnámi. Kom aldrei til tals að festa rætur í Kaupmannahöfn, búa frekar þar en hér? „Jú, jú, það kom alveg til tals,“ segir Finnur en bætir við: „Kaupmannahöfn er frábær en Ísland er það líka og hér er gott að búa. Okkur langaði líka að vera nálægt fjölskyldunni.“ Það sama á við um staðsetningu fyrirtækisins, sem Finnur segist sjá fyrir sér að verði áfram staðsett á Íslandi, þótt án efa verði útibúin fleiri síðar. Starfstöð í Bandaríkjunum er nú þegar í pípunum. „Við erum enn í það mikilli þróun að okkur finnst skipta miklu máli að vera staðsett á sama stað í sama húsi. Hér erum við alla daga að ping ponga hugmyndir og fleira og hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig.“ Finnur viðurkennir að auðvitað sé það heilmikið púsluspil að vera með ung börn á heimili, foreldra í spennandi og krefjandi störfum og fyrirtæki sem er á blússandi siglingu. „Við Birgitta erum frábært teymi, þótt ég reyndar verði að viðurkenna að hún taki meira á sig enda veitir hún mér gífurlegan stuðning,“ segir Finnur þegar talið berst að heimilinu, þriðju vaktinni og því öllu. „Enda er ég mjög þakklátur fyrir konuna mína,“ bætir hann við og kímir. „Nýsköpun í dag er samt svo mikið spretthlaup að það að ætla að gera eitthvað í rólegheitunum á einfaldlega ekki við og virkar ekki lengur. Það er stutt í að róbótar verði á mörgum heimilum, sjálfkeyrandi bílar á götunum og við í talsamtali við gervigreinda á hverjum degi. Þetta er einfaldlega allt að gerast.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Tengdar fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Sem er magnað að heyra. Því Finnur nefnir líka viðskiptavini sem hljóma hálf ævintýralega, risar eins og Meta, Amazon, Google, Samsung og fleiri. Öll viðskiptavinir nýsköpunarfyrirtækis staðsett í 101 Reykjavík. Ástæðan er þessi: Til þess að þessir risar geti þróað allar nýju gervigreindarvörurnar sínar þurfa þeir á hugbúnaði Treble Technologies að halda, því sá hugbúnaður kennir til dæmis gervigreind að skilja, þjálfa og nema öll hljóð. „Tal verður brátt ríkjandi sem viðmót við tölvur og gervigreind, sem þýðir að fljótlega hættum við að pikka allt á símana okkar eða á lyklaborðin en förum þess í stað að tala bara við gervigreindina,“ segir Finnur og nefnir dæmi. Innan tveggja ára verðum við mörg hver með smart-gleraugu þar sem við getum átt í beinu samtali við gervigreindina, fengið upplýsingar um umhverfið okkar og átt í samskiptum við fólk eins og við gerum í gegnum símana okkar í dag.“ Þessi smart-gleraugu munu síðan þróast í ýmsar aðrar smart-vörur, til dæmis armbönd, hálsmen, eitthvað sem við klæðumst og svo framvegis. Tungumál hætta að skipta máli því gervigreindin skilur öll hljóð, öll tungumál, allan bakgrunn. „Verkefnin sem eru hjá okkur eru samt ekki aðeins þau að kenna gervigreindinni að vinna með hljóð. Sum verkefni eru físísk; verkfræðileg hljóðhönnun á tæknibúnaði, byggingum og bílum. Til dæmis að Meta nýti lausnir okkar til að finna út hvar á smart-gleraugum gæti verið hentugast að staðsetja litla míkrafóna og svo framvegis,“ segir Finnur. Og hljómar fyrir vikið eins og okkar eiginn Zuckerberg. Kletturinn í lífi Finns er eiginkonan Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir næringafræðingur. Börnin eru Jörgen Vilji 8 ára og Nína Sjöfn 6 ára. Bæði fæddust þau í Kaupmannahöfn þegar Finnur var þar í doktorsnáminu sínu í hljóðverkfræði. Doktorinn sem byrjaði á gítar Það hefur verið að gerast nokkuð hratt síðustu misseri að við erum allt í einu að heyra meira um hljóð. Orð eins og hljóðvist birtast í fjölmiðlum og við ræðum nú reglulega við ýmsa sérfræðinga í hljóðum, til dæmis um mikilvægi þess að taka tillit til hljóðs til dæmis þegar mannvirki eru byggð. Finnur flokkast undir einn þessara sérfræðinga, enda doktor í hljóðverkfræði. Og jú, svo þeirri spurningu sé svarað strax þá er Finnur náskyldur hinni margfrægu Hvar er best að búa – Lóu Pind því Finnur er litli bróðir hennar. Fæddur 1986 sem þýðir að hann er hálfgert örverpi foreldra sinna, Aldísar Guðmundsdóttur og Jörgen Pind og systurnar Anna og Lóa tólf og sextán árum eldri. Finnur ólst upp í Suður-Hlíðunum, hverfinu sem oft er kallað á milli lífs og dauða. Finnur lýsir æskunni sem góðri og hefðbundinni. Það sem stendur upp úr í minningunni er hversu sjúkur hann var í tónlist, hann spilaði á gítar í hljómsveit og sem unglingur sá hann fyrir sér að verða heimsfrægur tónlistarmaður. „Tónlistin var samt frekar neðanjarðar hjá okkur, erfið og fyrir fáa,“ segir Finnur og skellihlær. Hann nefnir hljómsveit eins og Nirvana sem dæmi um fyrirmynd en talar líka um pönk og alls kyns hávaða. Í MH fór Finnur þó smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að eflaust þyrfti hann að hafa eitthvað B-plan. Hann vatt sér á fullt í fög eins og stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði fyrir stúdentinn. Fög sem við fæst hrópum húrra yfir og hvað þá að við tengjum hljómsveitartöffara við að kjósa einna helst. En Finnur segist hafa verið hljómsveitartöffari og nörd í bland. „Kannski jafnvel meiri nörd en ég fattaði sjálfur,“ segir hann allt í einu hugsi. Finnur kláraði rafmagnsverkfræðina í Háskóla Íslands sem hann lýsir sem fjölbreyttu og skemmtilegu námi. „Í verkfræðinni eignaðist ég samt allt öðruvísi vini,“ segir Finnur og bætir við: „Enda samanstendur vinahópurinn enn í dag af tveimur frekar ólíkum hópum, annars vegar ráðsettum verkfræðingum frá háskólaárunum en hins vegar kannski aðeins villtari vinahópi úr tónlistarlífinu.“ Síðarnefndi hópurinn fékk þá tilvísun í MH-vinina. „Í verkfræðinni naut ég mín í öllu sem sneri að rafeindatækninni, að pæla í mögnurum eða vinna með hljóð og græjur, skynjun og upplifun á hljóði og svo framvegis,“ segir Finnur og útskýrir hvernig hljóðvist nær til miklu fleiri atriða en við kannski áttum okkur á. Hljóð í umhverfinu okkar, hljóð sem tal, hljóð í tæknibúnaði, hljóð sem titringur í vélum. Alls staðar er hljóð. „Ég fór í meistaranám til Danmerkur þar sem ég sérhæfði mig í hljóði og þegar ég kom heim gerðist ég smá frumkvöðull, var að smíða gítargræjur með alls kyns effektum sem ég seldi tónlistarmönnum, var með aðstöðu í Hafnarfirði og möndlaði þar með alls konar forrit og tónlist og hljóð,“ segir Finnur og bætir síðan við: „Þetta var í raun allt frekar krúttlegt.“ Aftur hélt Finnur síðan til Danmerkur, og í þetta sinn í fjögurra ára doktorsnám. Með í för var eiginkonan Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir næringafræðingur, sem Finnur segir hafa verið sína helstu stoð og styttu í mörg ár svo ekki sé meira sagt. „Í því námi lagði ég í raun grunninn að þeim hugbúnaði sem við síðar þróuðum hjá Treble Technologies.“ Stórfjölskyldan og það enginn smá hópur! Finnur er sonur Aldísar Guðmundsdóttur og Jörgen Pind og litli bróðir systranna Önnu og Lóu Pind. Á unglingsárunum sá Finnur fyrir sér að verða heimsfrægur tónlistarmaður. Töff og spennandi Stemningin í kringum Treble Technologies er töff. Því þar starfa 35 manns og stefnir í hátt í 50 manns á þessu ári. Starfsemin er staðsett í Hafnartorgi og þar innandyra er bæði að finna tónlistargræjur og líkamsrækt. Svolítið Google-legt og töff einhvern veginn. „Einn meðstofnandinn minn er Dani,“ segir Finnur og vísar þar til Jesper Pedersen. „Ég kynntist honum í náminu úti og auðvitað var það þannig að Jesper mætti einhvern tíma í Íslendingapartí sem leiddi til þess að hann kynntist íslenskri konu sem skýrði út hvers vegna hann flutti hingað.“ Fyrir sérhæfðan Dana í hljóðverkfræði vöru valmöguleikarnir í atvinnulífinu á fróni þó af skornum skammti. „Ég vann í um þrjú ár hjá Eflu og var þá aðallega í ráðgjöf og verkefnum til stuðnings við arkitekta,“ segir Finnur en bætir við: En einhvern tímann þegar ég var að tala við Jesper sagði ég við hann: En hvers vegna tökum við þessa tækni ekki aðeins lengra og gerum bara eitthvað úr því…?“ Finnur var þar að vísa í tækni sem hann hafði byrjað að þróa í doktorsnáminu. „Því eitt af því sem ég áttaði mig á sem starfandi verkfræðingur er að okkur vantaði hugbúnaðartólin til að geta hannað og stjórnað hljóði og hljóðvist“ segir Finnur og reynir nú að útskýra fyrir okkur hinum hvernig bransinn gengur fyrir sig. Sem í stuttu og einföldu máli má skýra út svona: Í nánast allri verkfræði- og tækniþróun er í einu og öllu stuðst við hermun (e. simulation). Ef til dæmis er verið að hanna og þróa bíl er notuð hermun til að sýna bílinn og máta mismunandi útfærslur. Það sama er með tækjabúnað og byggingar eða alls kyns aðrar vörur. „Að nota hermun er auðvitað mun auðveldara og árangursríkara en að smíða fýsískar prótótýpur til að prófa sig áfram,“ útskýrir Finnur. Með hermun eru lítil sem stór atriði prófuð. Hins vegar þegar kemur að því að herma hljóð – þá var engin tækni á markaðnum til þess áður en Treble kom á markað. „Allt frá því að skoða mismunandi efniseiginleika, formfaktora eða samsetningar íhluta, hvort sem það er til að besta hljóðvist í byggingu, hámarka hljómgæði í sjónvarpi eða draga úr hávaða frá bíl, og þannig mætti lengi telja.“ Úr varð að félagarnir sóttu um styrk til Tækniþróunarsjóðs, sem þeir fengu. „Sem einfaldlega þýddi að við vissum að við yrðum þá að fylgja verkefninu eftir,“ segir Finnur og hlær. Í hópinn bættust við Ingimar Andersen og Gunnar Pétur Hauksson sem þýðir að stofnendur Trible Technologies enduðu á að vera fjórir. Tv: Stofnendur Treble eru Jesper Pedersen, Ingimar Andersen, Finnur og Gunnar Pétur Hauksson. Grunnurinn af hugbúnaði Treble varð til í doktorsnámi Finns en í fyrra var fyrirtækið valið sproti ársins; Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Kristján Einarsson markaðsstjóri Treble Technologies. Framtíðin er komin Þótt reksturinn sé orðinn stöðugur, viðskiptavinirnir með stærstu tæknifyrirtækjum heims og allt í blússandi gangi hefur lífið hjá frumkvöðlafyrirtækinu verið nákvæmlega eins og hjá öllum öðrum sprotum og nýsköpunaraðilum. Þar sem hæðirnar og lægðirnar reyna á og orðið seigla fær nýja merkingu. „Ég hef oft sagt að fyrir hvern sigur eða áfanga sem við höfum náð hefur maður örugglega farið í gegnum 300 nei eða mistök eða eitthvað sem gekk ekki upp,“ útskýrir Finnur í einlægni. Hann segir styrki frá Rannís hafa skipt sköpum og sömuleiðis hversu heppnir þeir hafa verið með að vinna með frábærum innlendum og erlendum fjárfestum. Því í tæknigeiranum er svo mikið að gerast og lausnir Treble eru í miðri hringiðunni. En hvað þá helst? „Í fyrsta lagi má nefna að tæknigeirinn allur er að vinna hörðum höndum að því að gera tal að helsta viðmóti milli fólks og gervigreindar, og þannig að vekja gervigreindina til lífs, ef svo mætti að orði komast,“ segir Finnur og bætir við: Þá getum við spjallað við gervigreindina til að sækja okkur upplýsingar, gervigreindin getur framkvæmt ýmis verkefni á borð við þjónustusamtöl eða ráðgjöf, og einnig getur gervigreindin þá hlustað á umhverfið sitt og fært okkur upplýsingar um það til dæmis þýtt tungumál í rauntíma.“ Til þess að þetta sé mögulegt, þarf gríðarlegt magn af hljóðþjálfunargögnum, sem hugbúnaður Treble býr til með hermun. „Í öðru lagi má nefna alla þessar smart-græjur, hvort sem það eru gleraugu, heyrnartól, armbönd eða smarthátalarar. Þessi tæki eru næsta kynslóð af tölvubúnaði á eftir símum og fartölvum og bjóða upp á einstaka möguleika,“ segir Finnur og útskýrir að aftur sé hljóð stór hluti. Sumt hljómar meira að segja eins og úr James Bond-mynd. „Til dæmis færir nýjasta kynslóð Meta smartgleraugnanna okkur „ofurheyrn“ sem þýðir að nú getum við setið á hávaðasömum veitingastað og heyrt skýrt og greinilega í öllum vinum okkar við borðið á vandræða.“ Og aftur: Þessi tækni er gerð möguleg með lausn Treble. Annað sem mun breyta miklu hjá okkur er að við verðum flest með fullt af vélmennum heima hjá okkur. Sem við tengjum helst í dag við ryksuguróbóta eða róbóta sem slá garðinn. Þessum róbótum mun fjölga verulega og til þess að þeir geti unnið sín verk þurfa þeir að þekkja og skynja og skilja öll umhverfishljóð. „Það verða í raun vélmenni fyrir allt sem við þurfum að gera og í tæknigeiranum er nú talað um að árið 2026 sé ár „fýsískrar gervigreindar,“ sem eru þá þessi vélmenni sem nota gervigreind, eða það sem á ensku kallast chatbots.“ Loks eru það sjálfkeyrandi bílarnir sem Finnur telur að við munum kynnast mun fyrr en við kannski höldum flest sjálf. Þegar við byrjum að nota sjálfkeyrandi bíla förum við að líta á bílferðir sem upplifun. Jafnvel að nota bílana sem skrifstofurnar okkar eða horfa á góða bíómynd á meðan við ferðumst á milli staða.“ Back to the Future myndin kemur upp í hugann: En er ekki langt í þetta? Er þetta ekki bara einhver framtíðarmúsík eftir tuttugu ár eða eitthvað? „Nei,“ svarar Finnur og bætir rólega við. „Sjálfkeyrandi bílar eru þegar komnir á göturnar í mörgum stórborgum í Bandaríkjunum og Asíu. Þannig að ég tel að þeir verði orðnir nokkuð algengir hjá okkur líka á næstu árum.“ Það er magnað að hlusta á Finn lýsa því hvað er að fara að breytast í okkar daglega lífi með gervigreindinni á allra næstu misserum. En til þess að stóru risarnir úti í heimi geti þróað vörurnar sínar með gervigreind eða sjálfvirkni, þarf gervigreindin að læra allt hljóð sem hugbúnaðarkerfi Treble sér einmitt um að kenna henni með hermi.Vísir/Anton Brink Kínverjar stækka líka Finnur staðfestir það sem svo margir aðrir í tæknigeiranum eru að staðfesta þessi misseri: Að öll þróun sé nú þegar orðin svo hröð vegna þess að nú er gervigreindin orðin hluti af þróuninni. Það sem þetta þýðir fyrir okkur venjulega fólkið er að það sem eitt sinn tók kannski mörg ár að komast inn á almennan neytendamarkað mun taka svo skamman tíma nú. Fyrir fyrirtæki eins og Treble Technologies eru tækifærin óþrjótandi því öll þróun kallar í raun á að gervigreindin og önnur sjálfvirk tækni þurfi að læra á öll hljóð sem til eru í heiminum. Það sem þetta þýðir er að risar eins og Meta, Amazon, Samsung, Google og fleiri eru að nota hugbúnað Treble Technologies til þess að þróa sína tækni og vörunýjungar. En hvernig hefjast svona viðskiptasambönd? Því varla er nóg fyrir nýsköpunaraðila á Íslandi að senda risum eins og Metal eða Samsung tölvupóst og segja: Við erum með eitthvað nýtt og æðislegt? „Nei, það er nokkuð flókið,“ svarar Finnur. „Þessi vegferð hefur verið rosalegur rússibani og ég viðurkenni alveg að vinnan hefur verið mikil og krefjandi. Við höfum samt verið heppin með fjárfesta sem hafa gert okkur kleift að þróa góða vöru sem smátt og smátt fór að spyrjast úti í geiranum hvað gæti gert.“ Þannig fóru viðskiptasamböndin að myndast, verkefnum að fjölga og ný sókn að hefjast. Vöxturinn hefur þó kallað á fleira fólk og þar segist Finnur oft eins og sölumaður fyrir Ísland. Þar sem salan gengur út á að sannfæra hæft fólk erlendis frá að flytja til Íslands með björg og bú því hér sé svo gott að vera og búa. „Og það er mjög margt gott á Íslandi, sérstaklega fyrir nýsköpunarfyrirtæki,“ segir Finnur og nefnir sem dæmi styrkjaumhverfið og aðgang að fjárfestum. Finnur segir Bandaríkin hvað lengst komin í allri þróun á gervigreind og tækni. Þó sé stutt í annan risa sem er að gera svakalega magnaða hluti líka. „Og það eru Kínverjar.“ Finnur segir þau hjónin frábært teymi því auðvitað kallar það á alls kyns púsluspil að vera bæði í krefjandi og spennandi störfum með börn á heimili. Stuðningur Birgittu sé ómetanlegur því hraðinn í nýsköpun í dag skipti lykilmáli. Vinnan á bakvið velgengnina hafi verið mikil. Þriðja vaktin og hraðinn Birgitta kona Finns, starfar sem næringafræðingur við við fræðslu og forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu en börnin þeirra eru tvö: Jörgen Vilji 8 ára og Nína Sjöfn 6 ára. Bæði fæddust þau í Kaupmannahöfn þegar Finnur var í doktorsnámi. Kom aldrei til tals að festa rætur í Kaupmannahöfn, búa frekar þar en hér? „Jú, jú, það kom alveg til tals,“ segir Finnur en bætir við: „Kaupmannahöfn er frábær en Ísland er það líka og hér er gott að búa. Okkur langaði líka að vera nálægt fjölskyldunni.“ Það sama á við um staðsetningu fyrirtækisins, sem Finnur segist sjá fyrir sér að verði áfram staðsett á Íslandi, þótt án efa verði útibúin fleiri síðar. Starfstöð í Bandaríkjunum er nú þegar í pípunum. „Við erum enn í það mikilli þróun að okkur finnst skipta miklu máli að vera staðsett á sama stað í sama húsi. Hér erum við alla daga að ping ponga hugmyndir og fleira og hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig.“ Finnur viðurkennir að auðvitað sé það heilmikið púsluspil að vera með ung börn á heimili, foreldra í spennandi og krefjandi störfum og fyrirtæki sem er á blússandi siglingu. „Við Birgitta erum frábært teymi, þótt ég reyndar verði að viðurkenna að hún taki meira á sig enda veitir hún mér gífurlegan stuðning,“ segir Finnur þegar talið berst að heimilinu, þriðju vaktinni og því öllu. „Enda er ég mjög þakklátur fyrir konuna mína,“ bætir hann við og kímir. „Nýsköpun í dag er samt svo mikið spretthlaup að það að ætla að gera eitthvað í rólegheitunum á einfaldlega ekki við og virkar ekki lengur. Það er stutt í að róbótar verði á mörgum heimilum, sjálfkeyrandi bílar á götunum og við í talsamtali við gervigreinda á hverjum degi. Þetta er einfaldlega allt að gerast.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Tengdar fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. 14. janúar 2026 07:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00