Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 25. janúar 2026 18:01 Lagt hefur verið fram deiliskipulag 1. áfanga uppbyggingar í Blikastaðalandi þar sem gert er ráð fyrir allt að 1260 íbúðum. Nú fer í hönd tími þar sem bæjarbúar geta kynnt sér skipulagið, bæði á opnum fundum og kynningarfundum sem og á vef Mosfellsbæjar og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og sent inn athugasemdir. Hvað er sérstakt við þetta skipulag? Skipulagið er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Eitt höfuðeinkenni þess er að það er í alvöru gengið út frá grænni, umhverfisvænni hugmyndafræði við gerð þess. Áður en nokkur bygging var sett niður í skipulagi var náttúran og tenging við græn svæði kortlögð og skipulögð með það í huga að byggðin verði löguð að umhverfinu. Þannig verður náttúran órjúfanlegur hluti daglegs lífs íbúanna en ekki eitthvað sem þarf að sækja um langan veg. Hvað með yfirbragð byggðarinnar? Blikastaðalandið er stærsta land sem hefur verið tekið til skipulagningar í Mosfellsbæ. Núna er það fyrsti áfangi sem lagður er fram en gert er ráð fyrir að uppbyggingaráfangar verði þrír. Það hefur borið á áhyggjum íbúa varðandi það að yfirbragð byggðar í Mosfellsbæ muni taka miklum breytingum við þá íbúafjölgun sem verður eftir uppbyggingu. Það er eðlilegt og mannlegt viðbragð. En þéttleiki byggðarinnar verður ekki meiri en við eigum að venjast í nýbyggðum hverfum bæjarins. Það sem verður nýtt í Blikastaðahverfi verður fjölbreytileiki byggðarinnar. Þarna verða einbýli, tvíbýli, fjórbýli, raðhús og fjölbýlishús. Í öllu skipulaginu er sérstaklega hugað að því að allar íbúðir njóti birtu og dagsljóss. Þá er vert að benda á að bílastæði verða 1,5 að meðaltali á hverja íbúð. Með fjölbreytileika byggðarinnar aukum við möguleika ungra Mosfellinga á að kaupa sér húsnæði í heimabyggð. Í heimabænum okkar, þar sem sum hafa alið manninn allan sinn aldur en önnur kosið að setjast hér að. Að mínu mati er í þeirri deiliskipulagstillögu sem nú er lögð fram lögð áhersla á að halda í þá þætti sem gera heimabæinn okkar að því bæjarfélagi sem okkur líður vel í. Þau lífsgæði sem felast í nálægð við grænt og vænt umhverfi, samfélagslegan auð nálægðarinnar við fólk sem vill búa til og búa í nærandi og fjölbreyttu umhverfi þar sem er pláss fyrir okkur öll. Bæjarbragurinn byggir nefnilega á þátttöku allra. Sjálfbærni til framtíðar Uppbygging á Blikastaðalandi mun ekki bara auka möguleika ungs fólks á að setjast að í Mosfellsbæ heldur einnig styrkja bæði fjölbreytt mannlíf og fjárhagslegan grundvöll bæjarfélagsins til framtíðar. Með aukinni atvinnuuppbyggingu á atvinnusvæðum skipulagsins verður meira framboð á atvinnu í heimabyggð sem og þjónustu fyrir bæjarbúa í nærumhverfinu. Hvort tveggja ýtir undir fjárhagslega sjálfbærni sveitarfélagsins til framtíðar sem er gríðarlega mikilvægt þegar horft er á rekstrarumhverfi sveitarfélaga. Hvað gerist núna? Deiliskipulagið er nú í auglýstu kynningar- og athugasemdaferli. Það er mín skoðun að fyrirliggjandi skipulag sé vel heppnað og bjóði upp á möguleika á fjölbreyttu mannlífi og atvinnu- og þjónustuuppbyggingu sem svo sárlega hefur vantað í bæinn. Mín skoðun er einnig að skipulagið gefi tækifæri til að byggja áfram á grunni þess Mosfellsbæjar sem við þekkjum og þykir vænt um, bara aðeins fjölbreyttari. Ég hvet Mosfellinga til að kynna sér vel fyrirliggjandi tillögu og senda inn athugasemdir sínar. Nú er tækifæri til að rýna vel, koma auga á það sem e.t.v. má betur fara og leggja fram hugmyndir um hvernig skipulagið geti orðið enn betra. Fram undan eru kynningarfundir þar sem boðið verður upp á samtöl um deiliskipulagið en dagsetningar þeirra má nálgast á vef Mosfellsbæjar. Fyrsta samtalið við hönnuði og starfsfólk Mosfellsbæjar verður á Bókasafni bæjarins þann 28. janúar kl. 17-18:30. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram deiliskipulag 1. áfanga uppbyggingar í Blikastaðalandi þar sem gert er ráð fyrir allt að 1260 íbúðum. Nú fer í hönd tími þar sem bæjarbúar geta kynnt sér skipulagið, bæði á opnum fundum og kynningarfundum sem og á vef Mosfellsbæjar og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og sent inn athugasemdir. Hvað er sérstakt við þetta skipulag? Skipulagið er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Eitt höfuðeinkenni þess er að það er í alvöru gengið út frá grænni, umhverfisvænni hugmyndafræði við gerð þess. Áður en nokkur bygging var sett niður í skipulagi var náttúran og tenging við græn svæði kortlögð og skipulögð með það í huga að byggðin verði löguð að umhverfinu. Þannig verður náttúran órjúfanlegur hluti daglegs lífs íbúanna en ekki eitthvað sem þarf að sækja um langan veg. Hvað með yfirbragð byggðarinnar? Blikastaðalandið er stærsta land sem hefur verið tekið til skipulagningar í Mosfellsbæ. Núna er það fyrsti áfangi sem lagður er fram en gert er ráð fyrir að uppbyggingaráfangar verði þrír. Það hefur borið á áhyggjum íbúa varðandi það að yfirbragð byggðar í Mosfellsbæ muni taka miklum breytingum við þá íbúafjölgun sem verður eftir uppbyggingu. Það er eðlilegt og mannlegt viðbragð. En þéttleiki byggðarinnar verður ekki meiri en við eigum að venjast í nýbyggðum hverfum bæjarins. Það sem verður nýtt í Blikastaðahverfi verður fjölbreytileiki byggðarinnar. Þarna verða einbýli, tvíbýli, fjórbýli, raðhús og fjölbýlishús. Í öllu skipulaginu er sérstaklega hugað að því að allar íbúðir njóti birtu og dagsljóss. Þá er vert að benda á að bílastæði verða 1,5 að meðaltali á hverja íbúð. Með fjölbreytileika byggðarinnar aukum við möguleika ungra Mosfellinga á að kaupa sér húsnæði í heimabyggð. Í heimabænum okkar, þar sem sum hafa alið manninn allan sinn aldur en önnur kosið að setjast hér að. Að mínu mati er í þeirri deiliskipulagstillögu sem nú er lögð fram lögð áhersla á að halda í þá þætti sem gera heimabæinn okkar að því bæjarfélagi sem okkur líður vel í. Þau lífsgæði sem felast í nálægð við grænt og vænt umhverfi, samfélagslegan auð nálægðarinnar við fólk sem vill búa til og búa í nærandi og fjölbreyttu umhverfi þar sem er pláss fyrir okkur öll. Bæjarbragurinn byggir nefnilega á þátttöku allra. Sjálfbærni til framtíðar Uppbygging á Blikastaðalandi mun ekki bara auka möguleika ungs fólks á að setjast að í Mosfellsbæ heldur einnig styrkja bæði fjölbreytt mannlíf og fjárhagslegan grundvöll bæjarfélagsins til framtíðar. Með aukinni atvinnuuppbyggingu á atvinnusvæðum skipulagsins verður meira framboð á atvinnu í heimabyggð sem og þjónustu fyrir bæjarbúa í nærumhverfinu. Hvort tveggja ýtir undir fjárhagslega sjálfbærni sveitarfélagsins til framtíðar sem er gríðarlega mikilvægt þegar horft er á rekstrarumhverfi sveitarfélaga. Hvað gerist núna? Deiliskipulagið er nú í auglýstu kynningar- og athugasemdaferli. Það er mín skoðun að fyrirliggjandi skipulag sé vel heppnað og bjóði upp á möguleika á fjölbreyttu mannlífi og atvinnu- og þjónustuuppbyggingu sem svo sárlega hefur vantað í bæinn. Mín skoðun er einnig að skipulagið gefi tækifæri til að byggja áfram á grunni þess Mosfellsbæjar sem við þekkjum og þykir vænt um, bara aðeins fjölbreyttari. Ég hvet Mosfellinga til að kynna sér vel fyrirliggjandi tillögu og senda inn athugasemdir sínar. Nú er tækifæri til að rýna vel, koma auga á það sem e.t.v. má betur fara og leggja fram hugmyndir um hvernig skipulagið geti orðið enn betra. Fram undan eru kynningarfundir þar sem boðið verður upp á samtöl um deiliskipulagið en dagsetningar þeirra má nálgast á vef Mosfellsbæjar. Fyrsta samtalið við hönnuði og starfsfólk Mosfellsbæjar verður á Bókasafni bæjarins þann 28. janúar kl. 17-18:30. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar