Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2026 23:32 Sigtryggur Magnason er forstöðumaður miðla hjá Samtökum atvinnulífsins og vill að fólk nýti leikina hjá Strákunum okkar til að efla liðsheildina á sínum vinnustað. Vísir/Lýður Valberg/EPA Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leikur sinn fyrsta leik í milliriðli Evrópumótsins á morgun gegn Króötum. Í kjölfarið fylgja leikir gegn Svíum, Svisslendingum og Slóvenum en þrír leikjanna fara fram á þeim tíma dagsins sem ætla má að stærstur hluti þjóðarinnar sé við vinnu og margir eflaust farnir að raða fundum og viðtölum í kringum leiki landsliðsins. Til að undirstrika vinsældir landsliðsins má nefna að meðaláhorf á leik Íslands gegn Ungverjalandi á þriðjudag var tæp 60% en til samanburðar voru tónleikar Mannakorna vinsælasti dagskrárliðurinn á RÚV vikuna á undan með 26% meðaláhorf. „Þetta er yfirstíganlegt“ En hversu mikið munu leikir strákanna okkar trufla hjól atvinnulífsins? „Atvinnulífið er alltaf vakandi og alltaf á fullu. Þetta er ekkert nýtt svo sem. Menn eru að fást við alls konar vandamál, hliðra ýmsu til sem er hægt. Þetta er allt sem er leyst inni á vinnustöðunum yfirleitt,“ sagði Sigtryggur Magnason forstöðumaður miðla hjá Samtökum atvinnulífsins. Í ljósi umfjöllunar um dekkri horfur í efnahagslífinu komi mótið á góðum tíma fyrir alla að þjappa sér saman. Sigtryggur óttast ekki að togstreita skapist á vinnustöðum. „Það er mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og mikil ábyrgð að vera í vinnu og ég held að flestir sinni þeirri ábyrgð sinni af metnaði, þetta er yfirstíganlegt.“ „Ég held það sé hægt að taka þennan lærdóm þar sem allir sitja á kaffistofunni og tala um hvernig þessi kom inn og taka þetta sem einhvern lærdóm inn í liðsheildina í fyrirtækinu. „Viktor Gísli myndi aldrei hringja sig inn veikan til að fara á leik í enska“ Nokkra athygli vakti á dögunum þegar markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sagðist vonast eftir að sjá sem flesta á leikjum Íslands. „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar,“ eins og hann orðaði það sjálfur. „Það er náttúrulega bara sér umræða. Ef einhver veit að það skiptir máli að mæta í vinnuna, ég held að Viktor Gísli myndi aldrei hringja sig inn veikan til að fara á leik í enska. Ætlar þú að horfa á leikinn á morgun? „Já já, allavega með öðru,“ sagði Sigtryggur að lokum og bætti við að fólk myndi sinna sínum störfum í húsi atvinnulífsins og láta hjólin ganga. Strákarnir stjórna klósettferðum Það er ekki bara atvinnulífið sem verður fyrir áhrifum vegna leikja íslenska liðsins. Eins og áður segir njóta Strákarnir okkar fádæma vinsælda og ljóst að enginn vill missa af neinu í leikjum liðsins. Samkvæmt tölum frá Veitum sést greinilegt mynstur þegar vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skoðuð í tengslum við leiki Íslands. Að kvöldi 20. janúar, þegar Ísland atti kappi við Ungverja í miklum spennuleik jókst vatnsrennsli töluvert í tvígang. Annars vegar um 16% á fimmtán mínútna kafla klukkan 20:18 þegar flautað var til hálfleiks og svo aftur um 16% þegar leik lauk klukkan 21:30. Það er því spurning hvort slegist verði um salernin á vinnustöðum landsins þegar Ísland á leik næstu daga. Vinnumarkaður Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Atvinnurekendur Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leikur sinn fyrsta leik í milliriðli Evrópumótsins á morgun gegn Króötum. Í kjölfarið fylgja leikir gegn Svíum, Svisslendingum og Slóvenum en þrír leikjanna fara fram á þeim tíma dagsins sem ætla má að stærstur hluti þjóðarinnar sé við vinnu og margir eflaust farnir að raða fundum og viðtölum í kringum leiki landsliðsins. Til að undirstrika vinsældir landsliðsins má nefna að meðaláhorf á leik Íslands gegn Ungverjalandi á þriðjudag var tæp 60% en til samanburðar voru tónleikar Mannakorna vinsælasti dagskrárliðurinn á RÚV vikuna á undan með 26% meðaláhorf. „Þetta er yfirstíganlegt“ En hversu mikið munu leikir strákanna okkar trufla hjól atvinnulífsins? „Atvinnulífið er alltaf vakandi og alltaf á fullu. Þetta er ekkert nýtt svo sem. Menn eru að fást við alls konar vandamál, hliðra ýmsu til sem er hægt. Þetta er allt sem er leyst inni á vinnustöðunum yfirleitt,“ sagði Sigtryggur Magnason forstöðumaður miðla hjá Samtökum atvinnulífsins. Í ljósi umfjöllunar um dekkri horfur í efnahagslífinu komi mótið á góðum tíma fyrir alla að þjappa sér saman. Sigtryggur óttast ekki að togstreita skapist á vinnustöðum. „Það er mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og mikil ábyrgð að vera í vinnu og ég held að flestir sinni þeirri ábyrgð sinni af metnaði, þetta er yfirstíganlegt.“ „Ég held það sé hægt að taka þennan lærdóm þar sem allir sitja á kaffistofunni og tala um hvernig þessi kom inn og taka þetta sem einhvern lærdóm inn í liðsheildina í fyrirtækinu. „Viktor Gísli myndi aldrei hringja sig inn veikan til að fara á leik í enska“ Nokkra athygli vakti á dögunum þegar markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sagðist vonast eftir að sjá sem flesta á leikjum Íslands. „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar,“ eins og hann orðaði það sjálfur. „Það er náttúrulega bara sér umræða. Ef einhver veit að það skiptir máli að mæta í vinnuna, ég held að Viktor Gísli myndi aldrei hringja sig inn veikan til að fara á leik í enska. Ætlar þú að horfa á leikinn á morgun? „Já já, allavega með öðru,“ sagði Sigtryggur að lokum og bætti við að fólk myndi sinna sínum störfum í húsi atvinnulífsins og láta hjólin ganga. Strákarnir stjórna klósettferðum Það er ekki bara atvinnulífið sem verður fyrir áhrifum vegna leikja íslenska liðsins. Eins og áður segir njóta Strákarnir okkar fádæma vinsælda og ljóst að enginn vill missa af neinu í leikjum liðsins. Samkvæmt tölum frá Veitum sést greinilegt mynstur þegar vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skoðuð í tengslum við leiki Íslands. Að kvöldi 20. janúar, þegar Ísland atti kappi við Ungverja í miklum spennuleik jókst vatnsrennsli töluvert í tvígang. Annars vegar um 16% á fimmtán mínútna kafla klukkan 20:18 þegar flautað var til hálfleiks og svo aftur um 16% þegar leik lauk klukkan 21:30. Það er því spurning hvort slegist verði um salernin á vinnustöðum landsins þegar Ísland á leik næstu daga.
Vinnumarkaður Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Atvinnurekendur Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira