Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Toyota á Íslandi 22. janúar 2026 09:06 Yfir 2.000 notaðir bílar seldust hjá Toyota notuðum bílum á síðasta ári og fór salan langt fram úr væntingum. Síðasta ár var risastórt hjá Toyota notuðum bílum. Salan fór langt fram úr væntingum en yfir 2.000 notaðir bílar seldust þar á síðasta ári sem staðfestir enn frekar sterka stöðu Toyota á markaðnum. „Við erum að upplifa mikla eftirspurn eftir notuðum Toyota og Lexus bílum,“ segir Sigurður Ragnar Guðlaugsson, sölustjóri í söludeild notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Hann segir mikla ásókn vera í fjórhjóladrifsbíla og rafmagnsbíla og sárlega vanti fleiri bíla í umboðssölu. „Það er t.d. mikið spurt um bZ4X rafmagnsbílinn sem er mjög vinsæll bæði nýr og notaður enda framúrskarandi fjölskyldubíll. Um er að ræða 100% rafmagnsbíl þar sem sameinar framúrskarandi afköst, gæði og notagildi. Fyrr í janúar fengum við í sölu nýja útgáfa bílsins sem hefur aukið áhugann enn frekar en margir viðskiptavinir vilja skipta eldri bZ4X upp í nýjan.“ Sigurður Ragnar Guðlaugsson, sölustjóri í söludeild notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Hér er hann á stórsýningunni Góðir straumar sem haldin var 10. janúar. Auk bZ4X hefur einnig verið mikil eftirspurn eftir notuðum Land Cruiser og Rav 4 upp á síðkastið. Öryggi og traust í fyrirrúmi Betri notaðir bílar hafa allir farið í gegnum 145 punkta gæðaskoðun að sögn Sigurðar. Það þýðir að þeir eru með allt að 7 ára ábyrgð sem skapar mikið öryggi og traust auk þess sem þeir eru sérlega vel yfirfarnir af tæknimönnum til að tryggja enn frekar á gæðin. Auk sölu notaðra bíla hefur einnig verið mjög mikið að gera í umboðssölu en slíkir bílar eru í einkaeigu viðskiptavina. „Þessa dagana sárvantar okkur fleiri Toyota og Lexus bíla enda fáum við mikið af fyrirspurnum um þá,“ segir Sigurður. „Við bjóðum upp á heildarlausn þegar kemur að sölu notaðra bíla og önnumst allt frá a-ö til að viðskiptavinir okkar upplifi einföld og áhyggjulaus viðskipti hvort sem verið er að selja eða kaupa.“ Meðal vinsælustu bíla ársins undanfarna áratugi Vinsældir Toyota bílsins hafa alltaf verið miklar hér á landi enda býður Toyota upp á mjög breitt úrval vinsælla bíla sem skýrir sterka stöðu á markaðnum. „Þar má m.a. nefna þekkt vörumerki eins og Land Cruiser sem hefur löngum verið kallaður „konungur jeppanna“, RAV4 og Yaris sem hafa lengi verið meðal vinsælustu bíla landsins og Hilux sem eru öflugir bílar sem allir þekkja. Nýrri gerðir eins og Toyota C-HR, Corolla Cross og Yaris Cross njóta svo vaxandi vinsælda hér á landi og svo fáum við Einnig bZ4X Touring í hús seinna á árinu.“ Og framtíðin er björt að sögn Sigurðar. „Við erum mjög spennt fyrir árinu 2026 sem fer mjög vel af stað og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hér er öflugur hópur reynslumikils starfsfólks sem nýtur þess að hitta alla viðskiptavinina á hverjum degi og aðstoða þá að finna draumabílinn Með frábæra bíla, sterk vörumerki og mikla eftirspurn teljum við Toyota Kauptún vera mjög vel í stakk búið fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Sigurður að lokum. Bílar Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Við erum að upplifa mikla eftirspurn eftir notuðum Toyota og Lexus bílum,“ segir Sigurður Ragnar Guðlaugsson, sölustjóri í söludeild notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Hann segir mikla ásókn vera í fjórhjóladrifsbíla og rafmagnsbíla og sárlega vanti fleiri bíla í umboðssölu. „Það er t.d. mikið spurt um bZ4X rafmagnsbílinn sem er mjög vinsæll bæði nýr og notaður enda framúrskarandi fjölskyldubíll. Um er að ræða 100% rafmagnsbíl þar sem sameinar framúrskarandi afköst, gæði og notagildi. Fyrr í janúar fengum við í sölu nýja útgáfa bílsins sem hefur aukið áhugann enn frekar en margir viðskiptavinir vilja skipta eldri bZ4X upp í nýjan.“ Sigurður Ragnar Guðlaugsson, sölustjóri í söludeild notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Hér er hann á stórsýningunni Góðir straumar sem haldin var 10. janúar. Auk bZ4X hefur einnig verið mikil eftirspurn eftir notuðum Land Cruiser og Rav 4 upp á síðkastið. Öryggi og traust í fyrirrúmi Betri notaðir bílar hafa allir farið í gegnum 145 punkta gæðaskoðun að sögn Sigurðar. Það þýðir að þeir eru með allt að 7 ára ábyrgð sem skapar mikið öryggi og traust auk þess sem þeir eru sérlega vel yfirfarnir af tæknimönnum til að tryggja enn frekar á gæðin. Auk sölu notaðra bíla hefur einnig verið mjög mikið að gera í umboðssölu en slíkir bílar eru í einkaeigu viðskiptavina. „Þessa dagana sárvantar okkur fleiri Toyota og Lexus bíla enda fáum við mikið af fyrirspurnum um þá,“ segir Sigurður. „Við bjóðum upp á heildarlausn þegar kemur að sölu notaðra bíla og önnumst allt frá a-ö til að viðskiptavinir okkar upplifi einföld og áhyggjulaus viðskipti hvort sem verið er að selja eða kaupa.“ Meðal vinsælustu bíla ársins undanfarna áratugi Vinsældir Toyota bílsins hafa alltaf verið miklar hér á landi enda býður Toyota upp á mjög breitt úrval vinsælla bíla sem skýrir sterka stöðu á markaðnum. „Þar má m.a. nefna þekkt vörumerki eins og Land Cruiser sem hefur löngum verið kallaður „konungur jeppanna“, RAV4 og Yaris sem hafa lengi verið meðal vinsælustu bíla landsins og Hilux sem eru öflugir bílar sem allir þekkja. Nýrri gerðir eins og Toyota C-HR, Corolla Cross og Yaris Cross njóta svo vaxandi vinsælda hér á landi og svo fáum við Einnig bZ4X Touring í hús seinna á árinu.“ Og framtíðin er björt að sögn Sigurðar. „Við erum mjög spennt fyrir árinu 2026 sem fer mjög vel af stað og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hér er öflugur hópur reynslumikils starfsfólks sem nýtur þess að hitta alla viðskiptavinina á hverjum degi og aðstoða þá að finna draumabílinn Með frábæra bíla, sterk vörumerki og mikla eftirspurn teljum við Toyota Kauptún vera mjög vel í stakk búið fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Sigurður að lokum.
Bílar Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira