Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2026 20:45 Fjölskyldan í október 2023. EPA Brooklyn Beckham, frumburður David og Victoria Beckham, birti langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sakar foreldra sína um lygar og pretti til þess að viðhalda fullkominni ímynd fjölskyldunnar. Þá hafi þau verið illviljuð gagnvart eiginkonu Brooklyn. „Ég hef þagað í mörg ár og gert allt sem ég get til að halda þessum málum fyrir mig. Því miður hafa foreldrar mínir og teymi þeirra haldið áfram að leita til fjölmiðla, sem gefur mér ekkert annað val en að tala fyrir mínu máli og segja sannleikann um aðeins sumar af þeim lygum sem hafa verið birtar,“ skrifar Brooklyn í færslu í hringrás (e. story) á Instagram. „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína. Mér er ekki stjórnað, ég er að standa með sjálfum mér í fyrsta skipti á ævinni.“ Í færslunum, sem eru alls sex, fer Brooklyn yfir ósætti sitt við fjölskylduna og sakar foreldrana ítrekað um að setja vörumerkið Beckham fram yfir fjölskylduna. Hann segir opinberlega ímynd fjölskyldunnar vera sett ofar öllu. „Fjölskyldukærleikurinn ræðst af því hversu mikið þú birtir á samfélagsmiðlum eða hversu fljótur þú ert að mæta og stilla þér upp fyrir fjölskyldumyndatöku, jafnvel þótt það sé á kostnað annarra skuldbindinga okkar,“ segir hann. „Við höfum lagt okkur fram í mörg ár við að mæta og sýna stuðning á hverri einustu tískusýningu, í hverju einasta partíi og á hverjum einasta fjölskylduviðburði til að sýna „okkar fullkomnu fjölskyldu. En í eina skipti sem konan mín bað mömmu um stuðning til að bjarga heimilislausum hundum í skógareldunum í Los Angeles, þá neitaði mamma.“ Niðurlæging af hálfu Victoria Mikið af ósættinu varðar eiginkonu Beckham, Nicola Peltz, en þau gengu í hjónaband árið 2022. Stirt samband Peltz og tengdamóður hennar hefur ítrekað verið til umfjöllunar síðan og var mikið fjallað um þegar Victoria hætti við að hanna og sauma brúðarkjól Nicola. „Foreldrar mínir hafa reynt endalaust að eyðileggja samband okkar síðan fyrir brúðkaupið mitt og hafa ekki hætt. Mamma hætti við að sauma kjól Nicolu á elleftu stundu þrátt fyrir hversu spennt hún var að klæðast hönnun hennar, sem neyddi hana til að finna nýjan kjól í flýti,“ segir Brooklyn. Kvöldið fyrir brúðkaupið hafi ónefndir fjölskyldumeðlimir sagt Brooklyn að Nicola væri ekki hluti af fjölskyldunni. Þá hafi Victoria eyðilagt fyrsta dans þeirra hjóna með því að taka yfir dansinn fyrir framan gestina fimm hundruð sem voru þar. „Hún dansaði mjög óviðeigandi við mig fyrir framan alla. Ég hef aldrei fundið fyrir meiri óþægindum eða niðurlægingu. Við vildum endurnýja heitin okkar til að skapa nýjar minningar um brúðkaupsdaginn okkar sem veita okkur gleði og hamingju, ekki kvíða og skömm.“ David vildi ekki hitta frumburðinn Brooklyn tekur einnig fyrir föður sinn, David Beckham. Hann hafi ásamt Peltz ferðast til London til að vera viðstaddur afmælisfögnuð Davids en sá síðarnefndi hafi ítrekað neitað að hitta þau meðan á dvölinni stóð. Þannig fór það að þau hittust einungis í afmælisfögnuðinum þar sem hundruðir gesta voru saman komnir. „Þegar hann loksins samþykkti að hitta mig, var það á þeim forsendum að Nicola yrði ekki boðið með. Það var eins og að vera löðrungaður. Seinna, þegar öll fjölskyldan ferðaðist til LA, neituðu þau að hitta mig.“ Kvíðinn horfinn Brooklyn segir að síðan eftir að hann fór að standa með sjálfum sér hafi foreldrar hans ráðist á hann bæði í fjölmiðlum en líka með einkaskilaboðum. Þau hafi fengið bræður Brooklyn, Romeo og Cruz, til að hafa samband við sig í gegnum samfélagsmiðla en að endingu hafi þeir lokað á hann algjörlega á samfélagsmiðlum. „Alla mína ævi hafa foreldrar mínir stjórnað frásögnum í fjölmiðlum um fjölskyldu okkar. Tilgerðarlegar færslur á samfélagsmiðlum, fjölskylduviðburðir og óeinlæg sambönd hafa verið fastur liður í því lífi sem ég fæddist inn í. Nýlega hef ég séð með eigin augum hversu langt þau eru tilbúin að ganga til að koma óteljandi lygum í fjölmiðla, að mestu á kostnað saklauss fólks, til að viðhalda eigin ímynd. En ég trúi því að sannleikurinn komi alltaf í ljós,“ segir hann. Kvíðinn sem hann hafi upplifað frá æsku hafi horfið þegar hann fluttist á brott frá fjölskyldunni. „Eiginkona mín og ég viljum ekki lifa lífi sem mótast af ímynd, fjölmiðlum eða handleik. Allt sem við viljum er friður, næði og hamingja fyrir okkur og framtíðarfjölskyldu okkar.“ Hollywood Bretland Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég hef þagað í mörg ár og gert allt sem ég get til að halda þessum málum fyrir mig. Því miður hafa foreldrar mínir og teymi þeirra haldið áfram að leita til fjölmiðla, sem gefur mér ekkert annað val en að tala fyrir mínu máli og segja sannleikann um aðeins sumar af þeim lygum sem hafa verið birtar,“ skrifar Brooklyn í færslu í hringrás (e. story) á Instagram. „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína. Mér er ekki stjórnað, ég er að standa með sjálfum mér í fyrsta skipti á ævinni.“ Í færslunum, sem eru alls sex, fer Brooklyn yfir ósætti sitt við fjölskylduna og sakar foreldrana ítrekað um að setja vörumerkið Beckham fram yfir fjölskylduna. Hann segir opinberlega ímynd fjölskyldunnar vera sett ofar öllu. „Fjölskyldukærleikurinn ræðst af því hversu mikið þú birtir á samfélagsmiðlum eða hversu fljótur þú ert að mæta og stilla þér upp fyrir fjölskyldumyndatöku, jafnvel þótt það sé á kostnað annarra skuldbindinga okkar,“ segir hann. „Við höfum lagt okkur fram í mörg ár við að mæta og sýna stuðning á hverri einustu tískusýningu, í hverju einasta partíi og á hverjum einasta fjölskylduviðburði til að sýna „okkar fullkomnu fjölskyldu. En í eina skipti sem konan mín bað mömmu um stuðning til að bjarga heimilislausum hundum í skógareldunum í Los Angeles, þá neitaði mamma.“ Niðurlæging af hálfu Victoria Mikið af ósættinu varðar eiginkonu Beckham, Nicola Peltz, en þau gengu í hjónaband árið 2022. Stirt samband Peltz og tengdamóður hennar hefur ítrekað verið til umfjöllunar síðan og var mikið fjallað um þegar Victoria hætti við að hanna og sauma brúðarkjól Nicola. „Foreldrar mínir hafa reynt endalaust að eyðileggja samband okkar síðan fyrir brúðkaupið mitt og hafa ekki hætt. Mamma hætti við að sauma kjól Nicolu á elleftu stundu þrátt fyrir hversu spennt hún var að klæðast hönnun hennar, sem neyddi hana til að finna nýjan kjól í flýti,“ segir Brooklyn. Kvöldið fyrir brúðkaupið hafi ónefndir fjölskyldumeðlimir sagt Brooklyn að Nicola væri ekki hluti af fjölskyldunni. Þá hafi Victoria eyðilagt fyrsta dans þeirra hjóna með því að taka yfir dansinn fyrir framan gestina fimm hundruð sem voru þar. „Hún dansaði mjög óviðeigandi við mig fyrir framan alla. Ég hef aldrei fundið fyrir meiri óþægindum eða niðurlægingu. Við vildum endurnýja heitin okkar til að skapa nýjar minningar um brúðkaupsdaginn okkar sem veita okkur gleði og hamingju, ekki kvíða og skömm.“ David vildi ekki hitta frumburðinn Brooklyn tekur einnig fyrir föður sinn, David Beckham. Hann hafi ásamt Peltz ferðast til London til að vera viðstaddur afmælisfögnuð Davids en sá síðarnefndi hafi ítrekað neitað að hitta þau meðan á dvölinni stóð. Þannig fór það að þau hittust einungis í afmælisfögnuðinum þar sem hundruðir gesta voru saman komnir. „Þegar hann loksins samþykkti að hitta mig, var það á þeim forsendum að Nicola yrði ekki boðið með. Það var eins og að vera löðrungaður. Seinna, þegar öll fjölskyldan ferðaðist til LA, neituðu þau að hitta mig.“ Kvíðinn horfinn Brooklyn segir að síðan eftir að hann fór að standa með sjálfum sér hafi foreldrar hans ráðist á hann bæði í fjölmiðlum en líka með einkaskilaboðum. Þau hafi fengið bræður Brooklyn, Romeo og Cruz, til að hafa samband við sig í gegnum samfélagsmiðla en að endingu hafi þeir lokað á hann algjörlega á samfélagsmiðlum. „Alla mína ævi hafa foreldrar mínir stjórnað frásögnum í fjölmiðlum um fjölskyldu okkar. Tilgerðarlegar færslur á samfélagsmiðlum, fjölskylduviðburðir og óeinlæg sambönd hafa verið fastur liður í því lífi sem ég fæddist inn í. Nýlega hef ég séð með eigin augum hversu langt þau eru tilbúin að ganga til að koma óteljandi lygum í fjölmiðla, að mestu á kostnað saklauss fólks, til að viðhalda eigin ímynd. En ég trúi því að sannleikurinn komi alltaf í ljós,“ segir hann. Kvíðinn sem hann hafi upplifað frá æsku hafi horfið þegar hann fluttist á brott frá fjölskyldunni. „Eiginkona mín og ég viljum ekki lifa lífi sem mótast af ímynd, fjölmiðlum eða handleik. Allt sem við viljum er friður, næði og hamingja fyrir okkur og framtíðarfjölskyldu okkar.“
Hollywood Bretland Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira