Handbolti

Miðar á milli­riðil Ís­lands rjúka út: „Mikil­vægt að tryggja sér miða strax“

Aron Guðmundsson skrifar
Óðinn Þór og Elliði fagna vel og innilega
Óðinn Þór og Elliði fagna vel og innilega Vísir/EPA

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 

Sigur gegn Pólverjum fyrr í dag sá til þess að sæti í milliriðlum var tryggt en framundan er úrslitaleikur við Ungverja á þriðjudaginn kemur um toppsæti F-riðils. Sigur þar sér til þess að við tökum með okkur tvö stig áfram í milliriðla. 

Miðasala á milliriðil Íslands er í fullum gangi og nú þurfa íslenskir stuðningsmenn að hafa hraðar hendur samkvæmt HSÍ.

„Mikill áhugi er meðal Íslendinga á að fjölmenna til Malmö, þar sem riðillinn fer fram, og eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga,“ segir í færslu HSÍ á samfélagsmiðlum.

  • Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara eða á eftirfarandi hlekk: https://www.eventim.se/en/promotion/mens-ehf-euro-2026-island-main-round-178355/?affiliate=26E 
  • Þessi hlekkur leiðir ykkur á það svæði í höllinni þar sem íslenskir stuðningsmenn munu sitja þegar landsliðið leikur sína fjóra leiki.

„Mikilvægt er að íslenskir stuðningsmenn sem ætla sér að mæta og styðja strákana tryggi sér miða strax, þar sem búast má við að miðarnir seljist hratt upp,“ segir í tilkynningu HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×