„Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2026 19:12 Haukur Þrastarson stimplaði sig vel inn í íslenska landsliðið í dag. Vísir „Það tók smá tíma að hrista þá af okkur og við vorum kannski að fara smá illa með boltann og dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sigur Íslands gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag. Haukur kom virkilega sterkur inn í íslenska liðið í dag og losaði að miklu eyti um hnút sem hafði verið að gera íslenska liðinu erfitt fyrir. Fljótlega eftir innkomu Hauks skoraði hann tvö mörk, fiskaði víti og gaf stoðsendingu í fjórum af fimm síðustu sóknum Íslands í fyrri hálfleik. „Síðan kom þetta og við löguðum það. Þá náum við ágætis forystu og höldum fókus út allan leikinn í 60 mínútur.“ Haukur fékk vel að finna fyrir því frá varnarmönnum pólska liðsins, en lét það vægast sagt ekki á sig fá. „Þú ert eiginlega bara að segja mér fréttir, ég tók ekki eftir því. Ég var bara staðráðinn í að koma inn og koma með eitthvað að borðinu. Ég held að ég hafi bara gert það vel.“ Þá segir Haukur að þrátt fyrir að hafa ekki alltaf átt sinn besta dag í landsliðstreyjunni þá hafi það ekki verið léttir að vera með betri mönnum vallarins í kvöld. „Ég myndi ekki segja léttir. Bara eins og ég kom inn á þá var ég staðráðinn í að koma inn og gera þetta vel. Eins og allt liðið þá held ég að við höfum gert vel í 60 mínútur. Við héldum fókus þó svo að einhverjir hlutir hafi ekki verið að ganga upp í byrjun. Litlir hlutir eins og dauðafæri og tæknifeilar sem telja mikið. Um leið og við löguðum það þá kom þetta.“ Hann segir einnig erfitt að segja til um það hvað hafi valdið því að hann spilaði betur í dag en oft áður í treyju íslenska landsliðsins. „Ég er alltaf vel stemmdur. Það er erfitt að segja. Ég er alltaf vel stemmdur og alltaf geðveikt að spila fyrir íslenska landsliðið. Heiður.“ „Sérstaklega hérna í dag, þar sem fílingurinn er eins og við séum á heimavelli. Það eru bara forréttindi. Eins og ég kom inn á þá var ég bara gíraður í að koma inn á og gera vel.“ Þá segir Haukur að umræðan um að hann hafi ekki alltaf skilað sínum besta leik með landsliðinu hafi ekki haft áhrif á hann. „Nei, alls ekki. Það er ekkert sem truflar mig og skiptir mig litlu máli. Það er margt þegar maður lítur til baka, sem ég er meðvitaður um, og margir sénsar sem ég hefði getað nýtt betur og allt það. En ekkert sem hefur einhver áhrif. Ég er í góðu standi og klár í hvað sem er.“ Að lokum segir Haukur að það hafi verið extra sætt að eiga góðan leik gegn Pólverjum, en hann lék í nokkur ár með pólska stórliðinu Kielce. „Já það var gaman. Það voru nokkrir gamlir félagar þarna og gaman að mæta þrim og hitta þá aftur eftir tímann með þeim í Póllandi. Já, extra sætt,“ sagði Haukur að lokum. Klippa: Haukur Þrastarson eftir sigurinn gegn Pólverjum Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Haukur kom virkilega sterkur inn í íslenska liðið í dag og losaði að miklu eyti um hnút sem hafði verið að gera íslenska liðinu erfitt fyrir. Fljótlega eftir innkomu Hauks skoraði hann tvö mörk, fiskaði víti og gaf stoðsendingu í fjórum af fimm síðustu sóknum Íslands í fyrri hálfleik. „Síðan kom þetta og við löguðum það. Þá náum við ágætis forystu og höldum fókus út allan leikinn í 60 mínútur.“ Haukur fékk vel að finna fyrir því frá varnarmönnum pólska liðsins, en lét það vægast sagt ekki á sig fá. „Þú ert eiginlega bara að segja mér fréttir, ég tók ekki eftir því. Ég var bara staðráðinn í að koma inn og koma með eitthvað að borðinu. Ég held að ég hafi bara gert það vel.“ Þá segir Haukur að þrátt fyrir að hafa ekki alltaf átt sinn besta dag í landsliðstreyjunni þá hafi það ekki verið léttir að vera með betri mönnum vallarins í kvöld. „Ég myndi ekki segja léttir. Bara eins og ég kom inn á þá var ég staðráðinn í að koma inn og gera þetta vel. Eins og allt liðið þá held ég að við höfum gert vel í 60 mínútur. Við héldum fókus þó svo að einhverjir hlutir hafi ekki verið að ganga upp í byrjun. Litlir hlutir eins og dauðafæri og tæknifeilar sem telja mikið. Um leið og við löguðum það þá kom þetta.“ Hann segir einnig erfitt að segja til um það hvað hafi valdið því að hann spilaði betur í dag en oft áður í treyju íslenska landsliðsins. „Ég er alltaf vel stemmdur. Það er erfitt að segja. Ég er alltaf vel stemmdur og alltaf geðveikt að spila fyrir íslenska landsliðið. Heiður.“ „Sérstaklega hérna í dag, þar sem fílingurinn er eins og við séum á heimavelli. Það eru bara forréttindi. Eins og ég kom inn á þá var ég bara gíraður í að koma inn á og gera vel.“ Þá segir Haukur að umræðan um að hann hafi ekki alltaf skilað sínum besta leik með landsliðinu hafi ekki haft áhrif á hann. „Nei, alls ekki. Það er ekkert sem truflar mig og skiptir mig litlu máli. Það er margt þegar maður lítur til baka, sem ég er meðvitaður um, og margir sénsar sem ég hefði getað nýtt betur og allt það. En ekkert sem hefur einhver áhrif. Ég er í góðu standi og klár í hvað sem er.“ Að lokum segir Haukur að það hafi verið extra sætt að eiga góðan leik gegn Pólverjum, en hann lék í nokkur ár með pólska stórliðinu Kielce. „Já það var gaman. Það voru nokkrir gamlir félagar þarna og gaman að mæta þrim og hitta þá aftur eftir tímann með þeim í Póllandi. Já, extra sætt,“ sagði Haukur að lokum. Klippa: Haukur Þrastarson eftir sigurinn gegn Pólverjum
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira