Handbolti

Besta sætið: „Alltaf ein­hver sem skítur á sig í svona leik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson komst ekki á blað gegn Ítalíu.
Elliði Snær Viðarsson komst ekki á blað gegn Ítalíu. epa/Johan Nilsson

Rúnar Kárason hefur engar áhyggjur af Elliða Snæ Viðarssyni þrátt fyrir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í sigri íslenska handboltalandsliðsins á því ítalska, 39-26, í F-riðli Evrópumótsins í gær.

Elliði klikkaði á öllum þremur skotunum sínum í leiknum í Kristianstad í gær og fann sig ekki. Þrátt fyrir það er Rúnar í rónni hvað línumanninn varðar.

„Hann er samt peyi, Eyjamaður. Því meira vesen sem verður því betri verður hann,“ sagði Rúnar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Einar Jónsson sagði að Rúnar tæki hanskann alltaf upp fyrir Eyjamenn eftir tíma hans hjá ÍBV. 

„Þú bakkar Eyjamenn endalaust upp,“ sagði Einar, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram, í léttum dúr. 

„Ég er bara með glasið hálf fullt. Það er alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik. Ég var svolítið þessi gaur alltaf,“ svaraði Rúnar og Einar benti í kjölfarið á að Rúnar væri sjálfur aldrei góður á móti slakari liðum. Skyttan öfluga fór þá aðeins aftur í tímann og rifjaði upp leik frá landsliðsferlinum.

„Ég held að Guðmundur Guðmundsson hafi einhvern tímann sprengt slagæð í leik þar sem við vorum að vinna Eistland með nítján mörkum. Ég kom inn á og hann fékk held ég hjartaáfall,“ sagði Rúnar. 

Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi klukkan 17:00 á morgun. Íslendingar ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Ungverjum á þriðjudagskvöldið.

Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. Þáttinn má einnig nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“

Einar Jónsson og Rúnar Kárason ræddu stórsigur Íslands gegn Ítalíu í hlaðvarpinu Besta sætið. Sérfræðingarnir voru ánægðir að sjá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon stimpla sig vel inn í mótið, en bíða og vona eftir því að sjá svipaða frammistöðu gegn stærri liðum.

Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur

Varnarleikur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi árið 2016 er ekki lengur versta varnarframmistaða í sögu Evrópumótsins í handbolta. Slóvenía og Svartfjallaland slógu markametið þegar þau skoruðu samtals 81 mark í gærkvöldi.

Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad

Ísland er komið á blað á EM eftir að hafa labbað mjög harkalega yfir sprækt ítalskt lið. Eftir erfiðar upphafsmínútur gáfu okkar menn í og unnu að lokum risasigur, 39-26.

Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu

Íslenski markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í miklu stuði á vítapunktinum í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í handbolta og sá til þess að Ítalir nýttu aðeins þrjú af sjö vítaköstum sínum í leiknum.

„Höllin var æðisleg“

Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í kvöld og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum. Janus Daði kom inn af bekknum og skilaði átta mörkum úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum.

„Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“

„Ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér fannst þetta frábær leikur og góður sigur af okkar hálfu“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir mjög öruggan 39-26 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM. Hann byrjar nú að undirbúa liðið fyrir næsta leik gegn Póllandi en það verður eilítið erfitt.

„Við vorum búnir að kortleggja þá“

„Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×