Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. Nánast á hverjum degi hefur eitthvað fréttnæmt átt sér stað í kringum Trump, hvort sem það tengist aðgerðum hans í embætti, ummælum eða öðrum málum honum tengdum. Ef eitthvað er, þá hefur tíðni Trump-vendinga, ef svo má segja, aukist og þá sérstaklega á síðustu vikum fyrir okkur Íslendinga. Það er vegna sífellt aukinna hótana Trumps og embættismanna hans í garð Grænlands og ríkja Evrópu. Árið hefur að miklu leyti einkennst af því að Trump-liðar hafi gripið hratt til verka og oft með umdeildum hætti í umdeildum málum og mörgum tengdum menningarátökum vestanhafs. Hraðinn hefur iðulega verið meiri en stjórnsýsla Bandaríkjanna ræður við en það var með ráðum gert. Trump hefur tekið til sín mikil völd og þá sérstaklega af þinginu, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum. Litlar sem engar hömlur hafa verið á honum í embætti. Það kjarnast í ummælum sem Trump lét fjalla í ágúst í fyrra, þegar hann var að ræða ætlanir sínar um að senda hermenn til Chicago. „Ég hef réttinn til að gera hvað sem mér sýnist. Ég er forseti Bandaríkjanna.“ Trump hefur ítrekað slegið á svipaða strengi á þessu fyrsta ári af fjórum. Í nýlegu viðtali við New York Times sagði Trump að ekkert héldi aftur af honum, annað en hans eigið siðferði. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir fyrsta árið af fjórum í kjörtímabili Trumps. Skrifaði undir fjölda tilskipana á fyrsta degi Þegar Trump tók við embætti, þann 20. janúar 2025, sagði hann ríkisstjórn Joes Biden, forvera síns, hafa valdið Bandaríkjunum gífurlegum skaða en hann myndi snúa stöðunni hratt við. „Frá deginum í dag munum við blómstra og vera virt aftur út um allan heim, við verðum öfunduð af hverri þjóð og við munum ekki láta stjórna okkur. Hvern einasta dag við stjórnvölinn mun ég setja Bandaríkin fyrst.“ Í innsetningarræðu sinni fór Trump yfir víðan völl og boðaði umfangsmiklar aðgerðir á hinum ýmsu sviðum Bandaríkjanna. Sjá einnig: Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sinn fyrsta dag í embætti skrifaði Trump svo undir gífurlegan fjölda tilskipana. Þar á meðal voru skipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Hann lét einnig breyta nafni Mexíkóflóa í Bandaríkjunum, svo þar er hann nú kallaður Ameríkuflói, og breytti nafni Mount Denali í Mount KcKinley. Sjá einnig: „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneytis. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Náðaði alla eftir „dag ástar“ Á sínum fyrsta degi náðaði Trump einnig alla sem höfðu verið dæmdir og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal voru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Eins og frægt er er um að ræða stuðningsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2021. Trump tapaði þessum kosningum gegn Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og sigrinum hafi verið rænt af honum. Fólk sem tók þátt í árásinni kallaði eftir því að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, yrði hengdur en Trump hafði sagt honum að neita að staðfesta úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Trump hefur kallað þennan dag „dag ástar“. Um var að ræða rúmlega 1.500 manns sem höfðu verið ákærðir og þar af rúmlega 1.200 sem höfðu verið dæmdir. Af þeim málum sem höfðu ratað fyrir dómstóla höfðu eingöngu tveir verið sýknaðir. Niðurskurður, DOGE og deilur við Musk Á árinu hefur Trump skrifað undir gífurlegan fjölda forsetatilskipana. Margar þeirra hafa verið í takt við það sem kallast Project 2025. Það er eins konar áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á þann veg að vald forsetaembættisins verði aukið. Um tíma leiddi Elon Musk, auðugasti maður heims, umfangsmikið niðurskurðarverkefni í Bandaríkjunum. Var það eftir að Musk aðstoðaði Trump verulega í kosningabaráttunni 2024. Sérstök stofnun sem kallaðist DOGE var stofnuð fyrir Musk og stóð hún fyrir því að segja upp fjölmörgum opinberum starfsmönnum og skera niður. Það starf einkenndist af mikilli óreiðu. Starfsfólki virtist í mörgum tilfellum sagt upp af handahófi og þurfti að ráða fjölmarga aftur. Störf DOGE fjöruðu svo út þegar vinskapurinn milli Trumps og Musks bauð mikla hnekki. Það má að miklu leyti rekja til andstöðu Musks við fjármálafrumvarp Trumps og Repúblikana. Þó Musk hafi hætt störfum fyrir Trump, hefur ríkisstjórn hans haldið áfram að skera niður. Uppsagnir hafa þó verið minni í sniðum en þær voru áður. Þá hefur ríkisstjórnin dregið verulega úr þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðasamvinnu, á hinum ýmsu sviðum. Tollar á tolla ofan Trump er mikill aðdáandi tolla og hefur hann til að mynda kallað sig „tolla manninn“ eða „konung tollanna“. Þá hefur Trump sagst vilja nota til að breyta neysluvenjum Bandaríkjamanna, auka framleiðslu í Bandaríkjunum og hefur hann einnig sagt að tollar gætu komið í stað tekjuskatts. MISTER TARIFF pic.twitter.com/uC41VZYV6d— The White House (@WhiteHouse) January 17, 2026 Hann byrjaði snemma á því að beita Kanada og Mexíkó tollum á grunni þess að viðskiptasamningar við ríkin, sem samdir voru þegar hann var síðast forseti, væru ósanngjarnir. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Trump hefur sagst vilja nota tolla og aðrar efnahagslegar aðgerðir til að þvinga Kanadamenn til einhvers konar samruna við Bandaríkin. Að Kanada verði eitt af ríkjum Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að Kanadamenn hafi ekki verið sáttir við það og hafa leitað eftir nánari samskiptum við bæði Evrópusambandið og Kína í staðinn. Í apríl opinberaði Trump svo tolla á svo gott sem öll ríki heims, og rúmlega það. Tíu prósenta tollur var settur á vörur frá öllum ríkjum heims en viðbótartollar voru boðaðir á tugi ríkja sem ríkisstjórn Trumps sagði að beittu tollum gegn Bandaríkjunum. Fljótt kom þó í ljós að tollar Trumps tóku ekki mið af tollum annarra ríkja gegn Bandaríkjunum, heldur viðskiptahalla við þessi ríki. Tollarnir hafa leitt til umfangsmikilla málaferla, sem ríkisstjórnin hefur ekki komið vel út í hingað til. Trump beitti þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Áfrýjunardómstóll úrskurðaði flesta tolla Trump, eins og viðskiptahallatollana og tolla á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó, ólögmæta en þeir fengu þrátt fyrir það að standa óbreyttir, þar til þeir verða teknir fyrir af hæstarétti Bandaríkjanna. Von er á úrskurði þaðan innan skamms, þegar þetta er skrifað. Trump hefur ekki einungis gert umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu, utanríkisstefnu og innanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann hefur einnig varið miklu púðri í að setja svip sinn á Hvíta húsið og Washington DC. Eins og frægt er hefur hann látið rífa stóran hluta Hvíta hússins, án þess að fylgja þar að lútandi reglum, til að reisa veislusal. Salur þessi verður mjög stór og skreyttur marmara og gulli. Trump hefur einnig látið gera sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu þar sem hann mun hafa skrifað sjálfur texta um fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og sjálfan sig. Hér má svo sjá smá yfirferð frá AP um breytingarnar á Hvíta húsinu. „Friðarforsetinn“ Trump öðlaðist í síðustu viku, með mjög óbeinum hætti, friðarverðlaun Nóbels. Hann tók við medalíunni sem María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fékk í byrjun árs. Hún fékk verðlaunin eftir umdeildar kosningar í Venesúela árið 2024. Machado var meinað að taka þátt í kosningunum en umfangsmiklar vísbendingar benda til þess að stjórnarandstaðan hafi þrátt fyrir það sigrað kosningarnar með miklum yfirburðum. Ríkisstjórn Nicolás Maduro lýsti þó yfir sigri. Þegar Machado fékk friðarverðlaunin tileinkaði hún þau Trump og sagði að hann hefði réttilega átt að vinna verðlaunin. Hún afhenti honum svo verðlaunin í síðustu viku. Sjá einnig: Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Trump hefur lengi kallað sig „friðarforsetann“, þó hann hafi í þó nokkur skipti beitt her Bandaríkjanna á nokkuð djarfan hátt. Á einu ári hefur hann gert árásir í Jemen, Sómalíu, Nígeríu, Íran, Írak, Sýrlandi og Venesúela. Trump hefur ítrekað sagt að hann hefði átt að fá friðarverðlaunin frá nóbelsnefndinni í Noregi á þeim grunni að hann hafi bundið enda á aragrúa átaka í heiminum á undanförnu einu ári. Hefur ekki stöðvað hin meintu stríð sem hann segist hafa stöðvað Stríðin sem Trump segist hafa stöðvað eru nú orðin átta „PLÚS“ talsins, samkvæmt bréfi sem hann sendi til forsætisráðherra Noregs á dögunum. Þar sagði Trump að þar sem hann hefði ekki fengið friðarverðlaunin í fyrra gæti hann nú hugsað eingöngu um hag Bandaríkjanna í stað friðar og tengir það við hótanir hans í garð Grænlands. Sjá einnig: Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Óljóst er hvaða stríð „PLÚS“-stríðið er. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Nýjustu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega en Trump segist hafa bundið enda á stríð þeirra á milli vegna þess að árið 2020, á fyrra kjörtímabili Trumps, hafi erindrekar ríkjanna skrifað undir samkomulag um aukna samvinnu í Hvíta húsinu. Samkomulag þetta hefur þó haft litlar raunverulegar afleiðingar. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja ríkisstjórn Trumps hafa lítið komið að því að miðla málum milli ríkjanna. Sjá einnig: „Stríðin“ sem Trump segist hafa stöðvað Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti og standa enn yfir. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur í fyrra og standa enn yfir. Þá segja ráðamenn í Indlandi að Trump hafi ekki bundið enda á átök þeirra við Pakistana. Sprengdu meinta smygl-báta í loft upp Eins og áður segir hefur Trump gert árásir á þó nokkur lönd á sínu fyrsta ári í embætti. Djarfasta árásin er þó án efa sú sem hann gerði á Venesúela. Þangað sendi hann hermenn í upphafi 2026, eftir að hafa safnað umtalsverðum herafla í og við Karíbahafið um nokkuð skeið. Bæði á Karíbahafinu og á Kyrrahafinu höfðu Bandaríkjamenn verið að sprengja í loft upp báta sem þeir segja að hafi verið notaðir til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Trump og starfsfólk hans hafa haldið því fram að Bandaríkin eigi í átökum við fíkniefnasamtök í Suður-Ameríku sem hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Því hefur verið haldið fram að þessir meintu smyglarar séu vígamenn og Bandaríkin eigi í átökum við þá. Engar sannanir hafa enn sem komið er verið lagðar fram til að sanna þessar ásakanir og dómstólar hafa ekki fjallað um sekt manna um borð í þessum bátum. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur án dóms og laga. Nam forseta á brott Í upphafi ársins vöknuðu íbúar Caracas í Venesúela við sprengingar og sáu sumir þyrlur á flugi þar yfir. Í þeim voru bandarískir sérsveitarmenn sem höfðu það verkefni að handsama Nicolás Maduro, forseta landsins, í aðgerð sem bar nafnið „Algjör staðfesta“, eða „Operation Absolute Resolve“. Sjá einnig: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sú aðgerð heppnaðist og var Maduro fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann var færður fyrir dómara. Sjá einnig: „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Delcy Rodríguez, varaforseti, tók við embætti forseta Venesúela en Bandaríkjamenn segja að hún og aðrir í ríkisstjórn landsins verði að framfylgja skipunum frá Washington. Þess vegna hafa Bandaríkjamenn sett Venesúela í herkví og hafa lagt hald á nokkur olíuflutningaskip sem hafa meðal annars verið notuð til að flytja olíu þaðan. Ríkisstjórn Venesúela á ekki að fá að selja dropa af olíu, án þess að salan fari í gegnum ríkisstjórn Bandaríkjanna og sé gerð með leyfi Bandaríkjamanna, sem ætla einnig að halda utan um hagnaðinn. Síðan þá hefur Trump gantast með það að hann sé í raun starfandi forseti Venesúela. Vill eignast Grænland Á þeim vikum síðan Bandaríkjamenn námu Maduro á brott hefur Trump og embættismönnum hans verið margrætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Trump-liðar hafa ekki viljað útiloka það að taka Grænland með hervaldi. Sjá einnig: „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Trump hefur verið mjög harðorður í garð bandamanna Bandaríkjanna í NATO og ætlar að beita tollum gegn nokkrum ríkjum Evrópu, þar sem staðið er gegn því að Bandaríkin eignist Grænland. Forsetinn nefndi fyrst á sínu fyrra kjörtímabili að Bandaríkin ættu ef til vill að eignast Grænland en á undanförnum vikum hefur þetta ákall náð nýjum hæðum. Trump og bandamenn segja það gífurlega mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna að eignast Grænland. Trump-liðar hafa einnig talað um að koma höndum yfir auðlindir sem finna má þar, eins og sjaldgæfa málma. Þá hafa Trump-liðar lýst yfir áhyggjum af umsvifum Rússa og Kínverja við og á Grænlandi og hafa gert mun meira úr þeim umsvifum en þau eru raunverulega. Sjá einnig: Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Langflestir Grænlendingar segjast ekki vilja tilheyra Bandaríkjunum. Þeir vilja helst geta orðið sjálfstæðir en ef valið standi milli Bandaríkjanna og Danmerkur, verði Danmörk fyrir valinu. Trump hefur verið sagt að Bandaríkin þurfi ekki að eignast Grænland til að bæta varnir Bandaríkjanna. Bæði löndin eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og þar að auki er Bandaríkjamönnum heimilt að fjölga hermönnum, hergögnum og herstöðvum á Grænlandi. Hann sagði það ekki skipta máli. Eignarhald skipti máli. „Af því að það finnst mér þurfa sálfræðilega til að ná árangri. Ég held að eignarhald gefi þér hluti sem leiga eða samningur gerir ekki. Eignarhald gefur þér hluti sem þú getur ekki fengið með því að skrifa eingöngu undir skjal.“ Hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands og annarra ríkja NATO hafa vakið miklar áhyggjur í Evrópu. Þar hefur átt sér stað umræða um að beita efnahagsaðgerðum gegn Bandaríkjunum vegna þeirra. Líka eignast Kanda og Panama Trump gjóir ekki bara augunum til Grænlands, heldur hefur hann einnig ítrekað talað um að Kanadamenn eigi að ganga til liðs við Bandaríkin og verða 51. ríkið. Það hefur Trump reynt að þvinga Kanadamenn til að gera með efnahagsaðgerðum og tollum gegn Kanada. Undanfarnar vikur hefur farið minna fyrir ásælni Trumps í Kanada en hann birti í nótt myndir á samfélagsmiðli sínum þar sem Bandaríkjamenn höfðu bæði eignast Grænland og Kanada. Kanadamenn hafa ekki tekið vel í ummæli og aðgerðir Trumps í garð þeirra. Eftir að hafa verið nánustu bandamenn Bandaríkjanna í fjölda áratuga hefur samband ríkjanna breyst hratt. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, hefur í meira mæli leitað til Evrópu og Kína eftir nýjum viðskiptafélögum og vinum. Hann lýsti því yfir í fyrra að gömlu og góðu sambandi ríkisins við Bandaríkin væri lokið. Útflutningur frá Kanada til Bandaríkjanna hefur dregist verulega saman en aukist töluvert til annarra ríkja og er búist við því að misvægið muni aukast enn frekar í framtíðinni þar sem ríkisstjórn Kanada vinnur að viðskiptasamningum við önnur ríki. Sjá einnig: Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Varðandi Panama hefur Trump margsinnis skammast yfir því að Panamenn hafi komið illa fram við Bandaríkjamenn og að ráðamenn í Panama hafi svikið samkomulag sem gert var milli ríkjanna á árum áður, þegar Bandaríkin létu af hendi yfirráð yfir Panama-skurðinum. Trump hefur hótað því að „taka“ skurðinn aftur. Barnaníðings-bagginn sem Trump losnar ekki við Í kosningabaráttunni 2024 hét Trump því að opinbera allar þær upplýsingar sem yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu aflað um barnaníðinginn Jeffrey Epstein, kumpána hans og glæpi sem honum tengdust. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tónninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein, síns gamla vinar. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin átti að birta þau öll í desember. Þrátt fyrir það er einungis búið að birta agnarsmáan hluta þeirra og hafa þingmenn lýst yfir áhyggjum af því hve mörg skjöl og hve stór hluti þeirra hafa verið svertar til að fela upplýsingar. Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma yfir eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Einungis tólf þúsund skjöl, en þau gætu verið alls rúmlega tvær milljónir talsins. Sjá einnig: Enn deilt um Epstein-skjölin Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, þó kannanir bendi til þess að áhugi fólks á Epstein-skjölunum svokölluðu hafi minnkað. Í nýlegri heimsókn til verksmiðju Ford kallaði einn starfsmaður á Trump og sakaði hann um að vernda barnaníðinga. Trump svaraði honum með því að segja honum tvisvar sinnum að fokka sér og sýna honum svo puttann. #EXCLUSIVE 😳 President Trump was filmed flipping off a Ford worker who yelled "pedophile protector" at him. https://t.co/m5nLYtWxxT pic.twitter.com/512zEYV6WC— TMZ (@TMZ) January 13, 2026 Brottvísanir og ólga Eins og Trump lofaði í kosningabaráttunni hóf hann mjög snemma í forsetatíð sinni umfangsmiklar aðgerðir gegn fólki sem dvalið hefur í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fjárveitingar til Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og annarra löggæslustofnana innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna eru nú meiri en fjárveitingar til Alríkislögreglu Bandaríkjanna og annarra löggæslustofnana. Þúsundir manna hafa verið ráðnir til starfa hjá ICE, Landamæraeftirlitinu og öðrum stofnunum sem heyra undir Kristi Noem, heimavarnarráðherra. Útsendarar þessir hafa verið fyrirferðarmiklir á götum borga Bandaríkjanna, grímuklæddir og þungvopnaðir. Mikið sjónarspil fylgir oft þessum útsendurum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Komið hefur til átaka milli þeirra og mótmælenda og einnig skotárása. Útsendarar ráðuneytisins hafa vísað fjölmörgum innflytjendum úr Bandaríkjunum á undanförnum árum og oft á mjög umdeildan hátt. Bandarískir ríkisborgarar hafa einnig verið fluttir úr landi og hafa sumir verið sendir í mjög umdeild fangelsi í El Salvador. Mál manns sem heitir Abrego Garcia hefur vakið sérstaklega mikla athygli en hann var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador. Dómstólar í Bandaríkjunum, og þar á meðal hæstiréttur, skipuðu ríkisstjórninni að koma honum aftur til Bandaríkjanna en það neitaði Trump lengi að gera. Eftir að Abrego Garcia var aftur fluttur til Bandaríkjanna var hann strax ákærður og sakaður um að flytja fólk til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti og stóð um tíma til að senda hann aftur úr landi en nú til Úganda. Aðgerðir Trump í innflytjendamálum í Bandaríkjunum eru ekki einungis bundnar við fólk sem flyst þangað með ólöglegum hætti. Ríkisstjórn hans hefur einnig gripið til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn því að fólk geti flutt þangað með löglegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent
Nánast á hverjum degi hefur eitthvað fréttnæmt átt sér stað í kringum Trump, hvort sem það tengist aðgerðum hans í embætti, ummælum eða öðrum málum honum tengdum. Ef eitthvað er, þá hefur tíðni Trump-vendinga, ef svo má segja, aukist og þá sérstaklega á síðustu vikum fyrir okkur Íslendinga. Það er vegna sífellt aukinna hótana Trumps og embættismanna hans í garð Grænlands og ríkja Evrópu. Árið hefur að miklu leyti einkennst af því að Trump-liðar hafi gripið hratt til verka og oft með umdeildum hætti í umdeildum málum og mörgum tengdum menningarátökum vestanhafs. Hraðinn hefur iðulega verið meiri en stjórnsýsla Bandaríkjanna ræður við en það var með ráðum gert. Trump hefur tekið til sín mikil völd og þá sérstaklega af þinginu, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta í báðum deildum. Litlar sem engar hömlur hafa verið á honum í embætti. Það kjarnast í ummælum sem Trump lét fjalla í ágúst í fyrra, þegar hann var að ræða ætlanir sínar um að senda hermenn til Chicago. „Ég hef réttinn til að gera hvað sem mér sýnist. Ég er forseti Bandaríkjanna.“ Trump hefur ítrekað slegið á svipaða strengi á þessu fyrsta ári af fjórum. Í nýlegu viðtali við New York Times sagði Trump að ekkert héldi aftur af honum, annað en hans eigið siðferði. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir fyrsta árið af fjórum í kjörtímabili Trumps. Skrifaði undir fjölda tilskipana á fyrsta degi Þegar Trump tók við embætti, þann 20. janúar 2025, sagði hann ríkisstjórn Joes Biden, forvera síns, hafa valdið Bandaríkjunum gífurlegum skaða en hann myndi snúa stöðunni hratt við. „Frá deginum í dag munum við blómstra og vera virt aftur út um allan heim, við verðum öfunduð af hverri þjóð og við munum ekki láta stjórna okkur. Hvern einasta dag við stjórnvölinn mun ég setja Bandaríkin fyrst.“ Í innsetningarræðu sinni fór Trump yfir víðan völl og boðaði umfangsmiklar aðgerðir á hinum ýmsu sviðum Bandaríkjanna. Sjá einnig: Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sinn fyrsta dag í embætti skrifaði Trump svo undir gífurlegan fjölda tilskipana. Þar á meðal voru skipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Hann lét einnig breyta nafni Mexíkóflóa í Bandaríkjunum, svo þar er hann nú kallaður Ameríkuflói, og breytti nafni Mount Denali í Mount KcKinley. Sjá einnig: „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneytis. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Náðaði alla eftir „dag ástar“ Á sínum fyrsta degi náðaði Trump einnig alla sem höfðu verið dæmdir og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal voru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Eins og frægt er er um að ræða stuðningsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2021. Trump tapaði þessum kosningum gegn Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og sigrinum hafi verið rænt af honum. Fólk sem tók þátt í árásinni kallaði eftir því að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, yrði hengdur en Trump hafði sagt honum að neita að staðfesta úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Trump hefur kallað þennan dag „dag ástar“. Um var að ræða rúmlega 1.500 manns sem höfðu verið ákærðir og þar af rúmlega 1.200 sem höfðu verið dæmdir. Af þeim málum sem höfðu ratað fyrir dómstóla höfðu eingöngu tveir verið sýknaðir. Niðurskurður, DOGE og deilur við Musk Á árinu hefur Trump skrifað undir gífurlegan fjölda forsetatilskipana. Margar þeirra hafa verið í takt við það sem kallast Project 2025. Það er eins konar áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á þann veg að vald forsetaembættisins verði aukið. Um tíma leiddi Elon Musk, auðugasti maður heims, umfangsmikið niðurskurðarverkefni í Bandaríkjunum. Var það eftir að Musk aðstoðaði Trump verulega í kosningabaráttunni 2024. Sérstök stofnun sem kallaðist DOGE var stofnuð fyrir Musk og stóð hún fyrir því að segja upp fjölmörgum opinberum starfsmönnum og skera niður. Það starf einkenndist af mikilli óreiðu. Starfsfólki virtist í mörgum tilfellum sagt upp af handahófi og þurfti að ráða fjölmarga aftur. Störf DOGE fjöruðu svo út þegar vinskapurinn milli Trumps og Musks bauð mikla hnekki. Það má að miklu leyti rekja til andstöðu Musks við fjármálafrumvarp Trumps og Repúblikana. Þó Musk hafi hætt störfum fyrir Trump, hefur ríkisstjórn hans haldið áfram að skera niður. Uppsagnir hafa þó verið minni í sniðum en þær voru áður. Þá hefur ríkisstjórnin dregið verulega úr þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðasamvinnu, á hinum ýmsu sviðum. Tollar á tolla ofan Trump er mikill aðdáandi tolla og hefur hann til að mynda kallað sig „tolla manninn“ eða „konung tollanna“. Þá hefur Trump sagst vilja nota til að breyta neysluvenjum Bandaríkjamanna, auka framleiðslu í Bandaríkjunum og hefur hann einnig sagt að tollar gætu komið í stað tekjuskatts. MISTER TARIFF pic.twitter.com/uC41VZYV6d— The White House (@WhiteHouse) January 17, 2026 Hann byrjaði snemma á því að beita Kanada og Mexíkó tollum á grunni þess að viðskiptasamningar við ríkin, sem samdir voru þegar hann var síðast forseti, væru ósanngjarnir. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Trump hefur sagst vilja nota tolla og aðrar efnahagslegar aðgerðir til að þvinga Kanadamenn til einhvers konar samruna við Bandaríkin. Að Kanada verði eitt af ríkjum Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að Kanadamenn hafi ekki verið sáttir við það og hafa leitað eftir nánari samskiptum við bæði Evrópusambandið og Kína í staðinn. Í apríl opinberaði Trump svo tolla á svo gott sem öll ríki heims, og rúmlega það. Tíu prósenta tollur var settur á vörur frá öllum ríkjum heims en viðbótartollar voru boðaðir á tugi ríkja sem ríkisstjórn Trumps sagði að beittu tollum gegn Bandaríkjunum. Fljótt kom þó í ljós að tollar Trumps tóku ekki mið af tollum annarra ríkja gegn Bandaríkjunum, heldur viðskiptahalla við þessi ríki. Tollarnir hafa leitt til umfangsmikilla málaferla, sem ríkisstjórnin hefur ekki komið vel út í hingað til. Trump beitti þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Áfrýjunardómstóll úrskurðaði flesta tolla Trump, eins og viðskiptahallatollana og tolla á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó, ólögmæta en þeir fengu þrátt fyrir það að standa óbreyttir, þar til þeir verða teknir fyrir af hæstarétti Bandaríkjanna. Von er á úrskurði þaðan innan skamms, þegar þetta er skrifað. Trump hefur ekki einungis gert umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu, utanríkisstefnu og innanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann hefur einnig varið miklu púðri í að setja svip sinn á Hvíta húsið og Washington DC. Eins og frægt er hefur hann látið rífa stóran hluta Hvíta hússins, án þess að fylgja þar að lútandi reglum, til að reisa veislusal. Salur þessi verður mjög stór og skreyttur marmara og gulli. Trump hefur einnig látið gera sérstakan „frægðargang“ í Hvíta húsinu þar sem hann mun hafa skrifað sjálfur texta um fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og sjálfan sig. Hér má svo sjá smá yfirferð frá AP um breytingarnar á Hvíta húsinu. „Friðarforsetinn“ Trump öðlaðist í síðustu viku, með mjög óbeinum hætti, friðarverðlaun Nóbels. Hann tók við medalíunni sem María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fékk í byrjun árs. Hún fékk verðlaunin eftir umdeildar kosningar í Venesúela árið 2024. Machado var meinað að taka þátt í kosningunum en umfangsmiklar vísbendingar benda til þess að stjórnarandstaðan hafi þrátt fyrir það sigrað kosningarnar með miklum yfirburðum. Ríkisstjórn Nicolás Maduro lýsti þó yfir sigri. Þegar Machado fékk friðarverðlaunin tileinkaði hún þau Trump og sagði að hann hefði réttilega átt að vinna verðlaunin. Hún afhenti honum svo verðlaunin í síðustu viku. Sjá einnig: Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Trump hefur lengi kallað sig „friðarforsetann“, þó hann hafi í þó nokkur skipti beitt her Bandaríkjanna á nokkuð djarfan hátt. Á einu ári hefur hann gert árásir í Jemen, Sómalíu, Nígeríu, Íran, Írak, Sýrlandi og Venesúela. Trump hefur ítrekað sagt að hann hefði átt að fá friðarverðlaunin frá nóbelsnefndinni í Noregi á þeim grunni að hann hafi bundið enda á aragrúa átaka í heiminum á undanförnu einu ári. Hefur ekki stöðvað hin meintu stríð sem hann segist hafa stöðvað Stríðin sem Trump segist hafa stöðvað eru nú orðin átta „PLÚS“ talsins, samkvæmt bréfi sem hann sendi til forsætisráðherra Noregs á dögunum. Þar sagði Trump að þar sem hann hefði ekki fengið friðarverðlaunin í fyrra gæti hann nú hugsað eingöngu um hag Bandaríkjanna í stað friðar og tengir það við hótanir hans í garð Grænlands. Sjá einnig: Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Óljóst er hvaða stríð „PLÚS“-stríðið er. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Nýjustu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega en Trump segist hafa bundið enda á stríð þeirra á milli vegna þess að árið 2020, á fyrra kjörtímabili Trumps, hafi erindrekar ríkjanna skrifað undir samkomulag um aukna samvinnu í Hvíta húsinu. Samkomulag þetta hefur þó haft litlar raunverulegar afleiðingar. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja ríkisstjórn Trumps hafa lítið komið að því að miðla málum milli ríkjanna. Sjá einnig: „Stríðin“ sem Trump segist hafa stöðvað Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti og standa enn yfir. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur í fyrra og standa enn yfir. Þá segja ráðamenn í Indlandi að Trump hafi ekki bundið enda á átök þeirra við Pakistana. Sprengdu meinta smygl-báta í loft upp Eins og áður segir hefur Trump gert árásir á þó nokkur lönd á sínu fyrsta ári í embætti. Djarfasta árásin er þó án efa sú sem hann gerði á Venesúela. Þangað sendi hann hermenn í upphafi 2026, eftir að hafa safnað umtalsverðum herafla í og við Karíbahafið um nokkuð skeið. Bæði á Karíbahafinu og á Kyrrahafinu höfðu Bandaríkjamenn verið að sprengja í loft upp báta sem þeir segja að hafi verið notaðir til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Trump og starfsfólk hans hafa haldið því fram að Bandaríkin eigi í átökum við fíkniefnasamtök í Suður-Ameríku sem hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Því hefur verið haldið fram að þessir meintu smyglarar séu vígamenn og Bandaríkin eigi í átökum við þá. Engar sannanir hafa enn sem komið er verið lagðar fram til að sanna þessar ásakanir og dómstólar hafa ekki fjallað um sekt manna um borð í þessum bátum. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur án dóms og laga. Nam forseta á brott Í upphafi ársins vöknuðu íbúar Caracas í Venesúela við sprengingar og sáu sumir þyrlur á flugi þar yfir. Í þeim voru bandarískir sérsveitarmenn sem höfðu það verkefni að handsama Nicolás Maduro, forseta landsins, í aðgerð sem bar nafnið „Algjör staðfesta“, eða „Operation Absolute Resolve“. Sjá einnig: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sú aðgerð heppnaðist og var Maduro fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann var færður fyrir dómara. Sjá einnig: „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Delcy Rodríguez, varaforseti, tók við embætti forseta Venesúela en Bandaríkjamenn segja að hún og aðrir í ríkisstjórn landsins verði að framfylgja skipunum frá Washington. Þess vegna hafa Bandaríkjamenn sett Venesúela í herkví og hafa lagt hald á nokkur olíuflutningaskip sem hafa meðal annars verið notuð til að flytja olíu þaðan. Ríkisstjórn Venesúela á ekki að fá að selja dropa af olíu, án þess að salan fari í gegnum ríkisstjórn Bandaríkjanna og sé gerð með leyfi Bandaríkjamanna, sem ætla einnig að halda utan um hagnaðinn. Síðan þá hefur Trump gantast með það að hann sé í raun starfandi forseti Venesúela. Vill eignast Grænland Á þeim vikum síðan Bandaríkjamenn námu Maduro á brott hefur Trump og embættismönnum hans verið margrætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Trump-liðar hafa ekki viljað útiloka það að taka Grænland með hervaldi. Sjá einnig: „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Trump hefur verið mjög harðorður í garð bandamanna Bandaríkjanna í NATO og ætlar að beita tollum gegn nokkrum ríkjum Evrópu, þar sem staðið er gegn því að Bandaríkin eignist Grænland. Forsetinn nefndi fyrst á sínu fyrra kjörtímabili að Bandaríkin ættu ef til vill að eignast Grænland en á undanförnum vikum hefur þetta ákall náð nýjum hæðum. Trump og bandamenn segja það gífurlega mikilvægt fyrir varnir Bandaríkjanna að eignast Grænland. Trump-liðar hafa einnig talað um að koma höndum yfir auðlindir sem finna má þar, eins og sjaldgæfa málma. Þá hafa Trump-liðar lýst yfir áhyggjum af umsvifum Rússa og Kínverja við og á Grænlandi og hafa gert mun meira úr þeim umsvifum en þau eru raunverulega. Sjá einnig: Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Langflestir Grænlendingar segjast ekki vilja tilheyra Bandaríkjunum. Þeir vilja helst geta orðið sjálfstæðir en ef valið standi milli Bandaríkjanna og Danmerkur, verði Danmörk fyrir valinu. Trump hefur verið sagt að Bandaríkin þurfi ekki að eignast Grænland til að bæta varnir Bandaríkjanna. Bæði löndin eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og þar að auki er Bandaríkjamönnum heimilt að fjölga hermönnum, hergögnum og herstöðvum á Grænlandi. Hann sagði það ekki skipta máli. Eignarhald skipti máli. „Af því að það finnst mér þurfa sálfræðilega til að ná árangri. Ég held að eignarhald gefi þér hluti sem leiga eða samningur gerir ekki. Eignarhald gefur þér hluti sem þú getur ekki fengið með því að skrifa eingöngu undir skjal.“ Hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands og annarra ríkja NATO hafa vakið miklar áhyggjur í Evrópu. Þar hefur átt sér stað umræða um að beita efnahagsaðgerðum gegn Bandaríkjunum vegna þeirra. Líka eignast Kanda og Panama Trump gjóir ekki bara augunum til Grænlands, heldur hefur hann einnig ítrekað talað um að Kanadamenn eigi að ganga til liðs við Bandaríkin og verða 51. ríkið. Það hefur Trump reynt að þvinga Kanadamenn til að gera með efnahagsaðgerðum og tollum gegn Kanada. Undanfarnar vikur hefur farið minna fyrir ásælni Trumps í Kanada en hann birti í nótt myndir á samfélagsmiðli sínum þar sem Bandaríkjamenn höfðu bæði eignast Grænland og Kanada. Kanadamenn hafa ekki tekið vel í ummæli og aðgerðir Trumps í garð þeirra. Eftir að hafa verið nánustu bandamenn Bandaríkjanna í fjölda áratuga hefur samband ríkjanna breyst hratt. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, hefur í meira mæli leitað til Evrópu og Kína eftir nýjum viðskiptafélögum og vinum. Hann lýsti því yfir í fyrra að gömlu og góðu sambandi ríkisins við Bandaríkin væri lokið. Útflutningur frá Kanada til Bandaríkjanna hefur dregist verulega saman en aukist töluvert til annarra ríkja og er búist við því að misvægið muni aukast enn frekar í framtíðinni þar sem ríkisstjórn Kanada vinnur að viðskiptasamningum við önnur ríki. Sjá einnig: Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Varðandi Panama hefur Trump margsinnis skammast yfir því að Panamenn hafi komið illa fram við Bandaríkjamenn og að ráðamenn í Panama hafi svikið samkomulag sem gert var milli ríkjanna á árum áður, þegar Bandaríkin létu af hendi yfirráð yfir Panama-skurðinum. Trump hefur hótað því að „taka“ skurðinn aftur. Barnaníðings-bagginn sem Trump losnar ekki við Í kosningabaráttunni 2024 hét Trump því að opinbera allar þær upplýsingar sem yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu aflað um barnaníðinginn Jeffrey Epstein, kumpána hans og glæpi sem honum tengdust. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tónninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein, síns gamla vinar. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin átti að birta þau öll í desember. Þrátt fyrir það er einungis búið að birta agnarsmáan hluta þeirra og hafa þingmenn lýst yfir áhyggjum af því hve mörg skjöl og hve stór hluti þeirra hafa verið svertar til að fela upplýsingar. Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma yfir eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Einungis tólf þúsund skjöl, en þau gætu verið alls rúmlega tvær milljónir talsins. Sjá einnig: Enn deilt um Epstein-skjölin Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, þó kannanir bendi til þess að áhugi fólks á Epstein-skjölunum svokölluðu hafi minnkað. Í nýlegri heimsókn til verksmiðju Ford kallaði einn starfsmaður á Trump og sakaði hann um að vernda barnaníðinga. Trump svaraði honum með því að segja honum tvisvar sinnum að fokka sér og sýna honum svo puttann. #EXCLUSIVE 😳 President Trump was filmed flipping off a Ford worker who yelled "pedophile protector" at him. https://t.co/m5nLYtWxxT pic.twitter.com/512zEYV6WC— TMZ (@TMZ) January 13, 2026 Brottvísanir og ólga Eins og Trump lofaði í kosningabaráttunni hóf hann mjög snemma í forsetatíð sinni umfangsmiklar aðgerðir gegn fólki sem dvalið hefur í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fjárveitingar til Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og annarra löggæslustofnana innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna eru nú meiri en fjárveitingar til Alríkislögreglu Bandaríkjanna og annarra löggæslustofnana. Þúsundir manna hafa verið ráðnir til starfa hjá ICE, Landamæraeftirlitinu og öðrum stofnunum sem heyra undir Kristi Noem, heimavarnarráðherra. Útsendarar þessir hafa verið fyrirferðarmiklir á götum borga Bandaríkjanna, grímuklæddir og þungvopnaðir. Mikið sjónarspil fylgir oft þessum útsendurum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Komið hefur til átaka milli þeirra og mótmælenda og einnig skotárása. Útsendarar ráðuneytisins hafa vísað fjölmörgum innflytjendum úr Bandaríkjunum á undanförnum árum og oft á mjög umdeildan hátt. Bandarískir ríkisborgarar hafa einnig verið fluttir úr landi og hafa sumir verið sendir í mjög umdeild fangelsi í El Salvador. Mál manns sem heitir Abrego Garcia hefur vakið sérstaklega mikla athygli en hann var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador. Dómstólar í Bandaríkjunum, og þar á meðal hæstiréttur, skipuðu ríkisstjórninni að koma honum aftur til Bandaríkjanna en það neitaði Trump lengi að gera. Eftir að Abrego Garcia var aftur fluttur til Bandaríkjanna var hann strax ákærður og sakaður um að flytja fólk til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti og stóð um tíma til að senda hann aftur úr landi en nú til Úganda. Aðgerðir Trump í innflytjendamálum í Bandaríkjunum eru ekki einungis bundnar við fólk sem flyst þangað með ólöglegum hætti. Ríkisstjórn hans hefur einnig gripið til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn því að fólk geti flutt þangað með löglegum hætti.