Handbolti

Bein út­sending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Sví­þjóð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stuðningsfólk Íslands fjölmennti til Zagreb í fyrra og búast má við enn fleirum í Svíþjóð.
Stuðningsfólk Íslands fjölmennti til Zagreb í fyrra og búast má við enn fleirum í Svíþjóð. Vísir/Vilhelm

Á bilinu 2.500 til 3.000 stuðningsmenn Íslands koma saman í Kristianstad í Svíþjóð til að styðja strákana okkar til sigurs gegn Ítalíu í fyrsta leik á EM. Vísir er í beinni frá stuðningsmannasvæðinu í keppnishöllinni.

Búast má við fjölmenni bláklæddra Íslendinga á Fan Zone, stuðningsmannasvæðið, við keppnishöllina í Kristianstad. Svæðið opnaði í hádeginu og þá þegar var fjöldi Íslendinga mættur.

Henry Birgir Gunnarsson mun ásamt Sigurði Má Davíðssyni, tökumanni, taka púlsinn á íslensku stuðningsmönnunum og veita innsýn í þann gríðarmikla anda sem er á svæðinu.

Bein útsending hefst upp úr klukkan 15:00 og má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×