Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson, Kristján Sölvi Örnólfsson, Oliver Sanchez og Viktor Már Guðmundsson skrifa 12. janúar 2026 11:32 Við heyrum stöðugt fréttir af því hvernig gervigreind er að breyta heiminum. Við lesum um byltingar erlendis, sjáum myndbönd af nýjustu tækni og heyrum af ótrúlegum möguleikum. En það er stórt skref að fara frá því að vera neytandi þessara frétta yfir í að skilja tæknina og geta sjálfur fundið lausnir sem skapa verðmæti. Hvernig tökum við þetta skref hér á landi? Núna á föstudaginn, þann 16. janúar 2026, hefst fyrsta Gervigreindarkeppni Íslands. Keppnin stendur yfir í heila viku og er hugsuð sem verklegur stökkpallur fyrir þau sem vilja fara dýpra en fyrirsagnirnar. Raunveruleg gögn, engin kennslubókadæmi Nálgunin í keppninni er sú að best sé að læra með því að gera. Hér er ekki verið að leysa fræðileg dæmi uppi í fílabeinsturni. Keppt er í liðum um að leysa praktísk verkefni sem byggja á raunverulegum gögnum frá íslenskum fyrirtækjum. Þetta er lykilatriði. Í kennslubókum eru gögnin oft hrein og snyrtileg, en raunveruleikinn er flóknari. Með því að glíma við raunveruleg gögn læra þátttakendur að sjá tækifærin sem leynast í gögnunum og hvernig beita má tækninni á íslenskan veruleika, en ekki bara þann erlenda. Mælanlegur árangur, ekki hugmyndakeppni Þessi keppni snýst ekki um að finna bestu hugmyndina út frá þessum gögnum og selja hana með glærukynningu fyrir dómnefnd. Hvert verkefni hefur markmið og mælanlega stigagjöf sem ákveður bestu lausnina. Einfalt dæmi um slíkt væri að nota gervigreind til að sía ruslpóst. Markmiðið væri þá ekki að velta fyrir sér hugmyndum að betra pósthólfi, heldur að smíða líkan sem flokkar tölvupóst sem annaðhvort rusl eða ekki. Liðið sem nær mestri nákvæmni sigrar. Til að líkja enn frekar eftir raunveruleikanum þurfa keppendur að setja lausnir sínar upp sem vefþjónustu, rétt eins og þegar maður notar mállíkön eins og ChatGPT gegnum Internetið. Vegleg verðlaun og tækifæri Það er til mikils að vinna. Yfir 2.000.000 kr í peningum, ekki inneignum. Fyrir háskólanema er hvatinn enn stærri, en sigurliðinu í háskólaflokki býðst sumarstarf hjá Íslandsbanka. Styrkjum stöðu Íslands Til að Ísland fylgi þróuninni í tækniheiminum þurfum við fleira fólk sem kann handtökin. Þessi keppni er liður í því að efla þekkinguna í landinu, en hún gerir það ekki af sjálfu sér. Til þess þurfum við öfluga þátttöku frá fólki. Keppnin er opin öllum, hvort sem þú ert háskólanemi, sérfræðingur eða áhugamanneskja. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á tækni og nýsköpun, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, til að kynna sér málið á gervigreindarkeppni.is (eða gki.is). Ekki láta þessa lest fram hjá þér fara. Tökum þátt og lærum eitthvað nýtt. Höfundar eru áhugamenn um gervigreind og stofnendur keppninnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Við heyrum stöðugt fréttir af því hvernig gervigreind er að breyta heiminum. Við lesum um byltingar erlendis, sjáum myndbönd af nýjustu tækni og heyrum af ótrúlegum möguleikum. En það er stórt skref að fara frá því að vera neytandi þessara frétta yfir í að skilja tæknina og geta sjálfur fundið lausnir sem skapa verðmæti. Hvernig tökum við þetta skref hér á landi? Núna á föstudaginn, þann 16. janúar 2026, hefst fyrsta Gervigreindarkeppni Íslands. Keppnin stendur yfir í heila viku og er hugsuð sem verklegur stökkpallur fyrir þau sem vilja fara dýpra en fyrirsagnirnar. Raunveruleg gögn, engin kennslubókadæmi Nálgunin í keppninni er sú að best sé að læra með því að gera. Hér er ekki verið að leysa fræðileg dæmi uppi í fílabeinsturni. Keppt er í liðum um að leysa praktísk verkefni sem byggja á raunverulegum gögnum frá íslenskum fyrirtækjum. Þetta er lykilatriði. Í kennslubókum eru gögnin oft hrein og snyrtileg, en raunveruleikinn er flóknari. Með því að glíma við raunveruleg gögn læra þátttakendur að sjá tækifærin sem leynast í gögnunum og hvernig beita má tækninni á íslenskan veruleika, en ekki bara þann erlenda. Mælanlegur árangur, ekki hugmyndakeppni Þessi keppni snýst ekki um að finna bestu hugmyndina út frá þessum gögnum og selja hana með glærukynningu fyrir dómnefnd. Hvert verkefni hefur markmið og mælanlega stigagjöf sem ákveður bestu lausnina. Einfalt dæmi um slíkt væri að nota gervigreind til að sía ruslpóst. Markmiðið væri þá ekki að velta fyrir sér hugmyndum að betra pósthólfi, heldur að smíða líkan sem flokkar tölvupóst sem annaðhvort rusl eða ekki. Liðið sem nær mestri nákvæmni sigrar. Til að líkja enn frekar eftir raunveruleikanum þurfa keppendur að setja lausnir sínar upp sem vefþjónustu, rétt eins og þegar maður notar mállíkön eins og ChatGPT gegnum Internetið. Vegleg verðlaun og tækifæri Það er til mikils að vinna. Yfir 2.000.000 kr í peningum, ekki inneignum. Fyrir háskólanema er hvatinn enn stærri, en sigurliðinu í háskólaflokki býðst sumarstarf hjá Íslandsbanka. Styrkjum stöðu Íslands Til að Ísland fylgi þróuninni í tækniheiminum þurfum við fleira fólk sem kann handtökin. Þessi keppni er liður í því að efla þekkinguna í landinu, en hún gerir það ekki af sjálfu sér. Til þess þurfum við öfluga þátttöku frá fólki. Keppnin er opin öllum, hvort sem þú ert háskólanemi, sérfræðingur eða áhugamanneskja. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á tækni og nýsköpun, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, til að kynna sér málið á gervigreindarkeppni.is (eða gki.is). Ekki láta þessa lest fram hjá þér fara. Tökum þátt og lærum eitthvað nýtt. Höfundar eru áhugamenn um gervigreind og stofnendur keppninnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun