Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar 10. janúar 2026 15:30 Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Að meðtöldu uppsöfnuðu orlofi nam útgreiðslan samtals 10,2 milljónum króna (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Í þeirri umfjöllun skýrði Ragnar Þór ákvörðunina með því að vinnumarkaðurinn væri átakaumhverfi. Þeir sem hefðu gengið hart fram gegn öflugum sérhagsmunum ættu oft erfitt uppdráttar að loknum trúnaðarstörfum. Biðlaunarétturinn væri því öryggissjóður fyrir fjölskylduna, sérstaklega í ljósi þess að hann væri fimm barna faðir. Óvissa framtíðarinnar kallaði á slíkt öryggi (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Á liðnum árum hafði Ragnar Þór jafnframt gagnrýnt harðlega starfslokasamninga innan verkalýðshreyfingarinnar. Í leiðara í Heimildinni var rifjuð upp gagnrýni hans á biðlaun fyrrverandi formanns VR, þar sem hann spurði hvernig verkalýðsforysta gæti barist gegn ofurlaunum og sérkjörum ef hún væri sjálfri sér verst í þeim efnum (Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, 2025). Í gær var Ragnar Þór svo í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðtalið var tekið í kjölfar þess að tilkynnt var að hann myndi taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Þar var hann spurður hvort fyrrum hlutverk hans á vinnumarkaði gæti flækst fyrir honum í nýju starfi, enda hefði hann átt í útistöðum við ýmsa aðila á vinnumarkaðnum. Svarið var skýrt. Hann sagðist ekki hafa neinar áhyggjur. Vinnumarkaðurinn væri vissulega átakaumhverfi, en allir sem þar störfuðu væru góðir félagar hans (Tómas Arnar Þorláksson, 2026). Þegar viðhorf og skýringar Ragnars Þórs eru metin vakna spurningar sem erfitt er að hunsa. Í febrúar var vinnumarkaðnum lýst sem vettvangi þar sem átök, sérhagsmunir og óvissa gerðu framtíð einstaklinga í framlínu varasama. Í janúar, eftir að pólitísk staða hefur styrkst enn frekar og ráðherrastaða blasir við, voru engar áhyggjur og allir aðilar sagðir félagar. Sama umhverfi. Sama manneskja. En gjörólík lýsing á stöðu og áhættu. Lesandi getur dregið sínar eigin ályktanir um það hvort hér sé einfaldlega um breyttar aðstæður að ræða, eða hvort orðræða um átök og öryggi taki á sig nýja mynd eftir því hvar maður stendur hverju sinni. Slík spurning er ekki síst áhugaverð þegar litið er til þess að verkalýðshreyfingin, stjórnmálin og framkvæmdavaldið eiga allt undir trausti, samræmi og trúverðugleika þeirra sem þar fara fyrir. Höfundur er félagsfræðingur. Heimildir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. (2025, 28. febrúar). Þegar menn krefjast naflaskoðunar. Heimildin. Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson. (2025, 25. febrúar). Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Vísir. Tómas Arnar Þorláksson. (2026, 9. janúar). Hádegisfréttir Bylgjunnar [Hljóðupptaka]. Vísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Að meðtöldu uppsöfnuðu orlofi nam útgreiðslan samtals 10,2 milljónum króna (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Í þeirri umfjöllun skýrði Ragnar Þór ákvörðunina með því að vinnumarkaðurinn væri átakaumhverfi. Þeir sem hefðu gengið hart fram gegn öflugum sérhagsmunum ættu oft erfitt uppdráttar að loknum trúnaðarstörfum. Biðlaunarétturinn væri því öryggissjóður fyrir fjölskylduna, sérstaklega í ljósi þess að hann væri fimm barna faðir. Óvissa framtíðarinnar kallaði á slíkt öryggi (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Á liðnum árum hafði Ragnar Þór jafnframt gagnrýnt harðlega starfslokasamninga innan verkalýðshreyfingarinnar. Í leiðara í Heimildinni var rifjuð upp gagnrýni hans á biðlaun fyrrverandi formanns VR, þar sem hann spurði hvernig verkalýðsforysta gæti barist gegn ofurlaunum og sérkjörum ef hún væri sjálfri sér verst í þeim efnum (Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, 2025). Í gær var Ragnar Þór svo í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðtalið var tekið í kjölfar þess að tilkynnt var að hann myndi taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Þar var hann spurður hvort fyrrum hlutverk hans á vinnumarkaði gæti flækst fyrir honum í nýju starfi, enda hefði hann átt í útistöðum við ýmsa aðila á vinnumarkaðnum. Svarið var skýrt. Hann sagðist ekki hafa neinar áhyggjur. Vinnumarkaðurinn væri vissulega átakaumhverfi, en allir sem þar störfuðu væru góðir félagar hans (Tómas Arnar Þorláksson, 2026). Þegar viðhorf og skýringar Ragnars Þórs eru metin vakna spurningar sem erfitt er að hunsa. Í febrúar var vinnumarkaðnum lýst sem vettvangi þar sem átök, sérhagsmunir og óvissa gerðu framtíð einstaklinga í framlínu varasama. Í janúar, eftir að pólitísk staða hefur styrkst enn frekar og ráðherrastaða blasir við, voru engar áhyggjur og allir aðilar sagðir félagar. Sama umhverfi. Sama manneskja. En gjörólík lýsing á stöðu og áhættu. Lesandi getur dregið sínar eigin ályktanir um það hvort hér sé einfaldlega um breyttar aðstæður að ræða, eða hvort orðræða um átök og öryggi taki á sig nýja mynd eftir því hvar maður stendur hverju sinni. Slík spurning er ekki síst áhugaverð þegar litið er til þess að verkalýðshreyfingin, stjórnmálin og framkvæmdavaldið eiga allt undir trausti, samræmi og trúverðugleika þeirra sem þar fara fyrir. Höfundur er félagsfræðingur. Heimildir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. (2025, 28. febrúar). Þegar menn krefjast naflaskoðunar. Heimildin. Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson. (2025, 25. febrúar). Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Vísir. Tómas Arnar Þorláksson. (2026, 9. janúar). Hádegisfréttir Bylgjunnar [Hljóðupptaka]. Vísir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun