Innlent

Kom til á­taka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sami maðurinn var staðinn að þjófnaði í Nettó í Hafnarfirði tvisvar í gær.
Sami maðurinn var staðinn að þjófnaði í Nettó í Hafnarfirði tvisvar í gær. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom til átaka á milli starfsmanns og karlmanns, fædds árið 1994, sem stal sígarettum. Maðurinn hafði sama dag verið staðinn að þjófnaði í sömu verslun. 

Í dagbók lögreglu kom fram að lögregla hefði verið kölluð til vegna hnupls en í íbúagrúppu fyrir Norðurbæinn í Hafnarfirði var atvikið til umræðu.

„Ef sá sem var í Nettó núna um 21 leitið og náði að halda niðri einstaklingi sem réðst á starfsmann búðarinnar er hér inni þá langar mig að segja þér að þú ert algjör hetja! Það voru þarna börn og fullorðnir sem urðu mjög skelkuð. Ég vil ekki hugsa það til enda ef þú hefðir ekki verið þarna. Eins vil ég koma á framfæri til Nettó að öryggisgæsla er algjört lágmark eftir að búðin fór að vera opin til 00.00. Það tók lögregluna rúmlega 10 mínútur að koma á vettvang,“ segir í nafnlausri færslu í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×