35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2026 13:03 Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyrarflugvöllur Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun