Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. janúar 2026 08:13 Frá kosningavöku Flokks fólksins 2024. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður nýr þingflokksformaður Flokks fólksins eftir breytingar sem gerðar verða á ráðherraliði flokksins. Á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd af Sigurjóni. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli. Þetta staðfesti Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu nú í morgun. Klippa: Inga Sæland kynnir breytingarnar Í gærkvöldi lá fyrir að Guðmundur Ingi Kristinsson myndi ekki snúa aftur í embætti mennta- og barnamálaráðherra, en hann er nú að jafna sig af veikindum og mun þá snúa aftur til starfa sem þingmaður flokksins. Inga tekur við af Guðmundi Inga sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar og í staðinn tekur Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar, við af Ingu sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Ragnar kemur þannig nýr inn í ríkisstjórn. Sjá einnig: Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar,“ sagði Inga í samtali við blaðamenn nú í morgun um leið og hún útskýrði þær breytingar sem verða á hlutverkaskipan hjá flokknum. „Ragnar er hokinn af reynslu,“ sagði Ingu sem benti á að Ragnar hafi mikla reynslu bæði hvað varðar vinnumarkaðs- og húsnæðismál. Eyjólfur Ármannsson eignaðist barn í gær en þangað til hann snýr aftur úr foreldraorlofi á næstu vikum mun Inga áfram gegna embætti innviðaráðherra á meðan Eyjólfur er enn fjarverandi. „Við teljum að við séum að skipa gott lið,“ sagði Inga. Hún kveðst spennt að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra og hlakki til að kynna sér verkefni ráðuneytisins. „Hér er amma komin upp á dekk,“ sagði Inga glöð í bragði um það nýja verkefni sem hún mun taka sér fyrir hendur. Fréttin hefur verið uppfærð. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Þetta staðfesti Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu nú í morgun. Klippa: Inga Sæland kynnir breytingarnar Í gærkvöldi lá fyrir að Guðmundur Ingi Kristinsson myndi ekki snúa aftur í embætti mennta- og barnamálaráðherra, en hann er nú að jafna sig af veikindum og mun þá snúa aftur til starfa sem þingmaður flokksins. Inga tekur við af Guðmundi Inga sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar og í staðinn tekur Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar, við af Ingu sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Ragnar kemur þannig nýr inn í ríkisstjórn. Sjá einnig: Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar,“ sagði Inga í samtali við blaðamenn nú í morgun um leið og hún útskýrði þær breytingar sem verða á hlutverkaskipan hjá flokknum. „Ragnar er hokinn af reynslu,“ sagði Ingu sem benti á að Ragnar hafi mikla reynslu bæði hvað varðar vinnumarkaðs- og húsnæðismál. Eyjólfur Ármannsson eignaðist barn í gær en þangað til hann snýr aftur úr foreldraorlofi á næstu vikum mun Inga áfram gegna embætti innviðaráðherra á meðan Eyjólfur er enn fjarverandi. „Við teljum að við séum að skipa gott lið,“ sagði Inga. Hún kveðst spennt að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra og hlakki til að kynna sér verkefni ráðuneytisins. „Hér er amma komin upp á dekk,“ sagði Inga glöð í bragði um það nýja verkefni sem hún mun taka sér fyrir hendur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira