„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2026 07:31 Íslensku landsliðsstrákarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson, Björgvin Páll Gústavsson og Bjarki Már Elísson fagna góðum sigri saman. Vísir/Hulda Margrét Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Logi ræddi leið íslenska landsliðsins að mögulegum verðlaunum á mótinu í ár í Biðstofunni á RÚV en íslensku strákarnir virðast hafa verið mjög heppnir með mótherja að þessu sinni samkvæmt erlendum fjölmiðlum sem Logi hefur verið að skoða vel fyrir mótið. „Við erum taldir af 24 liðum, fimmta besta liðið. Fimmta líklegasta liðið til þess að vinna þetta mót,“ sagði Logi Geirsson. „Fjölmiðlar erlendis, sem ég er búinn að skoða mikið núna undanfarið, hafa verið að segja að þetta séu tvær leiðir í þessu móti. Við erum með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi í riðlinum. Svo förum við bara í Svíþjóð, Króatíu, Slóveníu og Færeyjar, allar ríkjandi í milliriðlinum. Það er mín von,“ sagði Logi. Sleppa við bestu liðin „Þannig að við sleppum við fjórfalda heimsmeistara, Dani. Við sleppum við ríkjandi Evrópumeistara, Frakka, Spánverja, Þýskaland. Þetta eru lið sem geta ekki einu sinni mætt okkur fyrr en í undanúrslitum,“ sagði Logi. „Það er verið að tala um það að Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit,“ sagði Logi. „Við eigum okkur alveg rétt á að dreyma af því að liðið hefur unnið sér bara inn þann rétt og á þann stað. Að vera mjög sterkt og geta náð góðum úrslitum,“ sagði Logi. Draumurinn er verðlaun „Ég er bara búinn að sjá þetta fyrir mér sem svona þrjú lög væntinga. Lágmarkið er náttúrulega að komast upp úr riðlinum. Raunhæfa markmiðið er átta liða úrslit, undanúrslit og draumurinn er verðlaun,“ sagði Logi. „Þetta finnst mér bara mjög raunhæft. Ég velti fyrir mér líka, hvernig fer þetta fram í liðinu? Ef ég væri inni í klefa. Ég spegla þetta mikið bara í okkar tíma. Hversu margir sitja inni í klefa þegar er verið að setja markmiðin og trúa þeir geti unnið medalíu? Nei, ég bara raunverulega velti þessu fyrir mér,“ sagði Logi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er á móti Ítalíu 16. janúar næstkomandi eða á föstudaginn í næstu viku. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Logi ræddi leið íslenska landsliðsins að mögulegum verðlaunum á mótinu í ár í Biðstofunni á RÚV en íslensku strákarnir virðast hafa verið mjög heppnir með mótherja að þessu sinni samkvæmt erlendum fjölmiðlum sem Logi hefur verið að skoða vel fyrir mótið. „Við erum taldir af 24 liðum, fimmta besta liðið. Fimmta líklegasta liðið til þess að vinna þetta mót,“ sagði Logi Geirsson. „Fjölmiðlar erlendis, sem ég er búinn að skoða mikið núna undanfarið, hafa verið að segja að þetta séu tvær leiðir í þessu móti. Við erum með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi í riðlinum. Svo förum við bara í Svíþjóð, Króatíu, Slóveníu og Færeyjar, allar ríkjandi í milliriðlinum. Það er mín von,“ sagði Logi. Sleppa við bestu liðin „Þannig að við sleppum við fjórfalda heimsmeistara, Dani. Við sleppum við ríkjandi Evrópumeistara, Frakka, Spánverja, Þýskaland. Þetta eru lið sem geta ekki einu sinni mætt okkur fyrr en í undanúrslitum,“ sagði Logi. „Það er verið að tala um það að Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit,“ sagði Logi. „Við eigum okkur alveg rétt á að dreyma af því að liðið hefur unnið sér bara inn þann rétt og á þann stað. Að vera mjög sterkt og geta náð góðum úrslitum,“ sagði Logi. Draumurinn er verðlaun „Ég er bara búinn að sjá þetta fyrir mér sem svona þrjú lög væntinga. Lágmarkið er náttúrulega að komast upp úr riðlinum. Raunhæfa markmiðið er átta liða úrslit, undanúrslit og draumurinn er verðlaun,“ sagði Logi. „Þetta finnst mér bara mjög raunhæft. Ég velti fyrir mér líka, hvernig fer þetta fram í liðinu? Ef ég væri inni í klefa. Ég spegla þetta mikið bara í okkar tíma. Hversu margir sitja inni í klefa þegar er verið að setja markmiðin og trúa þeir geti unnið medalíu? Nei, ég bara raunverulega velti þessu fyrir mér,“ sagði Logi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er á móti Ítalíu 16. janúar næstkomandi eða á föstudaginn í næstu viku.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira