Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 6. janúar 2026 23:19 Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun