Enski boltinn

„Finnst Kerkez eigin­lega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Kerkez hefur leikið nítján af tuttugu deildarleikjum Liverpool á þessu tímabili.
Milos Kerkez hefur leikið nítján af tuttugu deildarleikjum Liverpool á þessu tímabili. getty/Gaspafotos

Albert Brynjar Ingason verður seint sakaður um að vera mikill aðdáandi Milosar Kerkez, leikmanns Liverpool.

Ungverjinn kom til Liverpool frá Bournemouth í sumar en hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar í rauða búningnum.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í gær. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það varð meistari með talsverðum yfirburðum á síðasta tímabili.

Albert segir að margir leikmenn Liverpool hafi ekki náð sér á strik í vetur, þar á meðal hinn 22 ára Kerkez.

„Í alvöru talað, mér finnst hann eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður. Kannski lítur hann bara þannig út?“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni í gær.

Klippa: Messan - umræða um Kerkez

„Staðsetningar og það er bara svo margt. Ég er ekki Púlari en hann pirrar mig samt þegar ég horfi á hann spila.“

Liverpool hefur ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum; unnið fjóra leiki og gert fjögur jafntefli. Næsti leikur Liverpool er gegn toppliði Arsenal á Emirates á fimmtudaginn.

Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Hef á til­finningunni að hann hafi talað af sér þarna“

Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim.

„Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“

Cody Gakpo, framherji Liverpool, hélt að hann hefði tryggt Liverpool öll þrjú stigin á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni en Fulham náði að jafna metin í 2-2 á sjöundu mínútu uppbótartímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×