Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 11:09 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. „En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel. Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel.
Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira