Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2025 15:18 Söfnun vina Kjartans gengur vel að sögn vinar hans, Agnars Jónssonar. Aðsend Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku. Agnar Jónsson, vinur Kjartans, segir að honum sé enn haldið sofandi í öndunarvél. Fram kom í viðtali við Agnar í sjónvarpsfréttum Sýnar í gær að Kjartan hefði verið vakinn nokkrum dögum eftir slysið en svo svæfður aftur. Þar kom einnig fram að Kjartan hefði ekki almennilega komist til meðvitundar og því vissi hann ekki hvað gerðist í slysinu. Agnar segir stefnt að því að stofna félagasamtök um söfnunina og að það eigi að vera alveg gagnsætt í hvað peningarnir fara. Stjórnvöld hafi gefið út að þau greiði fyrir flutning stúlkunnar og ömmu hennar til Íslands en ekki annað. Til dæmis greiði þau ekki fyrir líkkistur eða annað sem þurfi fyrir slíkan flutning. „Við erum að vinna að því að stofna félagasamtök til að halda utan um söfnunina en lykilmarkmið hjá okkur er gegnsæi,“ segir Agnar í samtali við Vísi. Hann segir markmið söfnunarinnar að gera þeim sem standa Kjartani næst kleift að vera til staðar þegar og ef hann vaknar. „Hann er í öðru landi og hefur misst ótrúlega margt. Að færa „Ísland“ nær honum, þar sem ekki er mögulegt að flytja hann heim að svo stöddu, samkvæmt ráðleggingum lækna erlendis,“ segir Agnar. Þá eigi söfnunin einnig að gera honum kleift að standa straum af útfararkostnaði vegna andláts móður sinnar, líkamlegrar og andlegrar endurhæfingar sinnar og ferðakostnaði vegna ferðalaga aðstandenda hans. Þá segir Agnar að til standi að halda minningarathöfn í Suður-Afríku fyrir þau sem þar eru og fyrir aðstandendur á Íslandi. „Það á örugglega eftir að bætast á þennan lista seinna meir,“ segir Agnar. Hann segir aðstandendur Kjartans öllum ævinlega þakklát sem styrkt hafa söfnunina. Peningar sem safnast fyrir Kjartan á einnig að nýta í lögmannskostnað vegna rannsóknar á slysinu. Fram kom í viðtali við Agnar í gær að slysið hefði orðið á þekktu hættusvæði utan við borgina Mbombela. Enn eigi eftir að rannsaka það til hlítar. Þá eigi einnig að nýta peningana til að greiða fyrir það að sonur Kjartans, sem enn er í meðferð í Suður-Afríku, geti heimsótt föður sinn. Söfnun fyrir móður Aðstandendur móður stúlkunnar hófu einnig söfnun fyrir hana stuttu eftir slysið. Ekki hefur verið gefið út hversu mikið hefur safnast í þeirri söfnun en í frétt mbl.is í gær kom fram að samkvæmt óstaðfestum heimildum miðilsins hefðu safnast um 30 milljónir króna. Vísir hefur ekki fengið upphæðina staðfesta. Samkvæmt aðstandendum þeirrar söfnunar er búið að safna fyrir útför stúlkunnar, meðferð drengsins og öðrum kostnaði sem fylgir vegna meðferðarinnar, eins og heimsóknum móðurinnar til hans þar til meðferðinni lýkur á næsta ári. Suður-Afríka Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. 22. desember 2025 11:21 Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. 19. desember 2025 18:30 Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. 19. desember 2025 18:11 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
Agnar Jónsson, vinur Kjartans, segir að honum sé enn haldið sofandi í öndunarvél. Fram kom í viðtali við Agnar í sjónvarpsfréttum Sýnar í gær að Kjartan hefði verið vakinn nokkrum dögum eftir slysið en svo svæfður aftur. Þar kom einnig fram að Kjartan hefði ekki almennilega komist til meðvitundar og því vissi hann ekki hvað gerðist í slysinu. Agnar segir stefnt að því að stofna félagasamtök um söfnunina og að það eigi að vera alveg gagnsætt í hvað peningarnir fara. Stjórnvöld hafi gefið út að þau greiði fyrir flutning stúlkunnar og ömmu hennar til Íslands en ekki annað. Til dæmis greiði þau ekki fyrir líkkistur eða annað sem þurfi fyrir slíkan flutning. „Við erum að vinna að því að stofna félagasamtök til að halda utan um söfnunina en lykilmarkmið hjá okkur er gegnsæi,“ segir Agnar í samtali við Vísi. Hann segir markmið söfnunarinnar að gera þeim sem standa Kjartani næst kleift að vera til staðar þegar og ef hann vaknar. „Hann er í öðru landi og hefur misst ótrúlega margt. Að færa „Ísland“ nær honum, þar sem ekki er mögulegt að flytja hann heim að svo stöddu, samkvæmt ráðleggingum lækna erlendis,“ segir Agnar. Þá eigi söfnunin einnig að gera honum kleift að standa straum af útfararkostnaði vegna andláts móður sinnar, líkamlegrar og andlegrar endurhæfingar sinnar og ferðakostnaði vegna ferðalaga aðstandenda hans. Þá segir Agnar að til standi að halda minningarathöfn í Suður-Afríku fyrir þau sem þar eru og fyrir aðstandendur á Íslandi. „Það á örugglega eftir að bætast á þennan lista seinna meir,“ segir Agnar. Hann segir aðstandendur Kjartans öllum ævinlega þakklát sem styrkt hafa söfnunina. Peningar sem safnast fyrir Kjartan á einnig að nýta í lögmannskostnað vegna rannsóknar á slysinu. Fram kom í viðtali við Agnar í gær að slysið hefði orðið á þekktu hættusvæði utan við borgina Mbombela. Enn eigi eftir að rannsaka það til hlítar. Þá eigi einnig að nýta peningana til að greiða fyrir það að sonur Kjartans, sem enn er í meðferð í Suður-Afríku, geti heimsótt föður sinn. Söfnun fyrir móður Aðstandendur móður stúlkunnar hófu einnig söfnun fyrir hana stuttu eftir slysið. Ekki hefur verið gefið út hversu mikið hefur safnast í þeirri söfnun en í frétt mbl.is í gær kom fram að samkvæmt óstaðfestum heimildum miðilsins hefðu safnast um 30 milljónir króna. Vísir hefur ekki fengið upphæðina staðfesta. Samkvæmt aðstandendum þeirrar söfnunar er búið að safna fyrir útför stúlkunnar, meðferð drengsins og öðrum kostnaði sem fylgir vegna meðferðarinnar, eins og heimsóknum móðurinnar til hans þar til meðferðinni lýkur á næsta ári.
Suður-Afríka Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. 22. desember 2025 11:21 Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. 19. desember 2025 18:30 Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. 19. desember 2025 18:11 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. 22. desember 2025 11:21
Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. 19. desember 2025 18:30
Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. 19. desember 2025 18:11
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent