Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2025 07:02 Didier Dinart hefur meðal annars stýrt Frakklandi að heimsmeistaratitli, eftir að afar farsælum leikmannaferli hans lauk. Getty/Christina Pahnke Franska handboltagoðsögnin Didier Dinart mun væntanlega aldrei snúa aftur á æfingar sem þjálfari franska liðsins Ivry. Leikmenn hafa sakað hann um að skapa eitrað andrúmsloft og beita þá niðurlægingu og áreitni. „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara hjá okkur lengur,“ hefur AFP eftir einum leikmanna Ivry. Hinn 48 ára gamli Dinart hefur verið í veikindaleyfi frá því í sumar hjá Ivry en er samt áfram landsliðsþjálfari Svartfjallalands og því á leiðinni á EM í næsta mánuði. Frönsku miðlarnir AFP og Le Parisien lýsa alvarlegri misklíð hjá Dinart og leikmönnum Ivry sem sagðir eru hafa neitað að mæta til æfinga þegar Dinart ætlaði að snúa úr veikindaleyfi 21. október. Þeir bera honum illa söguna, undir nafnleynd, og segja hann hafa skapað óviðunandi vinnuumhverfi. Mun félagið hafa hafið innanbúðarrannsókn á framferði hans. Segir Dinart hafna ásökununum Dinart er sannkölluð goðsögn í frönskum handbolta eftir alla sína titla með bæði félagsliðum og landsliði, og eftir að hann gerðist þjálfari stýrði hann Frakklandi til sigurs á HM árið 2017. Hann tók svo við Ivry árið 2023 (þegar Haukamaðurinn Darri Aronsson var leikmaður félagsins) en undir hans stjórn féll liðið úr efstu deild síðasta vor. Hvorki Dinart né forráðamenn Ivry hafa viljað tjá sig um stöðuna en lögmaður Dinarts, Anthony Mottais, kemur honum til varna í Le Parisien og segir að í raun hafi verið brotið á þjálfaranum: „Didier Dinart hafnar þessu öllu. Þessar yfirlýsingar í fjölmiðlum eru klaufaleg tilraun til að beina athyglinni frá þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin fyrir vinnurétti í júlí,“ segir Mottais. „Herra Dinart sakar vinnuveitanda sinn um vangoldin laun fyrir margra klukkustunda vinnu, auk andlegrar áreitni og gríðarlegs vinnuálags sem hefur leitt til til þess að heilsu hans hefur hrakað verulega,“ segir Mottais. Franski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
„Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara hjá okkur lengur,“ hefur AFP eftir einum leikmanna Ivry. Hinn 48 ára gamli Dinart hefur verið í veikindaleyfi frá því í sumar hjá Ivry en er samt áfram landsliðsþjálfari Svartfjallalands og því á leiðinni á EM í næsta mánuði. Frönsku miðlarnir AFP og Le Parisien lýsa alvarlegri misklíð hjá Dinart og leikmönnum Ivry sem sagðir eru hafa neitað að mæta til æfinga þegar Dinart ætlaði að snúa úr veikindaleyfi 21. október. Þeir bera honum illa söguna, undir nafnleynd, og segja hann hafa skapað óviðunandi vinnuumhverfi. Mun félagið hafa hafið innanbúðarrannsókn á framferði hans. Segir Dinart hafna ásökununum Dinart er sannkölluð goðsögn í frönskum handbolta eftir alla sína titla með bæði félagsliðum og landsliði, og eftir að hann gerðist þjálfari stýrði hann Frakklandi til sigurs á HM árið 2017. Hann tók svo við Ivry árið 2023 (þegar Haukamaðurinn Darri Aronsson var leikmaður félagsins) en undir hans stjórn féll liðið úr efstu deild síðasta vor. Hvorki Dinart né forráðamenn Ivry hafa viljað tjá sig um stöðuna en lögmaður Dinarts, Anthony Mottais, kemur honum til varna í Le Parisien og segir að í raun hafi verið brotið á þjálfaranum: „Didier Dinart hafnar þessu öllu. Þessar yfirlýsingar í fjölmiðlum eru klaufaleg tilraun til að beina athyglinni frá þeim skrefum sem þegar hafa verið tekin fyrir vinnurétti í júlí,“ segir Mottais. „Herra Dinart sakar vinnuveitanda sinn um vangoldin laun fyrir margra klukkustunda vinnu, auk andlegrar áreitni og gríðarlegs vinnuálags sem hefur leitt til til þess að heilsu hans hefur hrakað verulega,“ segir Mottais.
Franski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira